Settur út af sakramentinu fyrir að stýra minningarstund um Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 10:24 Maður heldur á mynd af Alexei Navalní og blómi eftir að fréttir bárust af dauða hans í fangelsi í febrúar. Vísir/EPA Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur sett prest sem stýrði minningarathöfn um Alexei Navalní, stjórnarandstöðuleiðtogann, í þriggja ára bann. Hann þarf að láta sér nægja að lesa sálma þar til ákvörðun verður tekin um hvort hann fær aftur að starfa sem prestur. Engin ástæða var gefin fyrir refsingu Dmitrí Safronov í yfirlýsingu frá biskupsdæmi rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann má ekki klæðast kufli, blessa fólk eða ganga með kross presta kirkjunnar fyrr en árið 2027. Safronov verður einnig færður í aðra kirkju þar sem hann fær það hlutverk að lesa sálma. „Við lok skriftasakramentsins [...] verður ákvörðun tekin um möguleikann á hvort hann gegni áfram prestsstörfum,“ sagði í yfirlýsingu kirkjunnar sem er einarður bandamaður Pútín forseta og styður innrás hans í Úkraínu með ráð og dáð. Þúsundir manna tók þátt í minningarathöfninni um Navalní sem Safronov stýrði í Moskvu 26. mars. Navalní lést skyndilega, aðeins 47 ára að aldri, í fangelsi við norðurheimskautið í febrúar. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta Rússlands og ríkisstjórnar hans um árabil. Navalní sakaði Pútín um að bera ábyrgð á því að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Eftir veikindin sneri Navalní heim til Rússlands þar sem hann var þegar handtekinn fyrir meint brot á skilorði fjársvikadóms sem hann hlaut á sínum tíma. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilorðið með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín. Á næstu árum var Navalní dæmdur fyrir fleiri meint brot sem byggðu meðal annars á því að rússnesk stjórnvöld skilgreindu stjórnmálasamtök hans afturvirkt sem ólögleg öfgasamtök. Foreldrar Navalní voru ósátt við að fá ekki að sjá lík sonar síns fyrr en nokkru eftir dauða hans. Sakaði móður hans yfirvöld um að ætla sér að grafa líkið í kyrrþey. Mál Alexei Navalní Rússland Trúmál Tengdar fréttir Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21 Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44 Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Engin ástæða var gefin fyrir refsingu Dmitrí Safronov í yfirlýsingu frá biskupsdæmi rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann má ekki klæðast kufli, blessa fólk eða ganga með kross presta kirkjunnar fyrr en árið 2027. Safronov verður einnig færður í aðra kirkju þar sem hann fær það hlutverk að lesa sálma. „Við lok skriftasakramentsins [...] verður ákvörðun tekin um möguleikann á hvort hann gegni áfram prestsstörfum,“ sagði í yfirlýsingu kirkjunnar sem er einarður bandamaður Pútín forseta og styður innrás hans í Úkraínu með ráð og dáð. Þúsundir manna tók þátt í minningarathöfninni um Navalní sem Safronov stýrði í Moskvu 26. mars. Navalní lést skyndilega, aðeins 47 ára að aldri, í fangelsi við norðurheimskautið í febrúar. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta Rússlands og ríkisstjórnar hans um árabil. Navalní sakaði Pútín um að bera ábyrgð á því að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Eftir veikindin sneri Navalní heim til Rússlands þar sem hann var þegar handtekinn fyrir meint brot á skilorði fjársvikadóms sem hann hlaut á sínum tíma. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilorðið með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín. Á næstu árum var Navalní dæmdur fyrir fleiri meint brot sem byggðu meðal annars á því að rússnesk stjórnvöld skilgreindu stjórnmálasamtök hans afturvirkt sem ólögleg öfgasamtök. Foreldrar Navalní voru ósátt við að fá ekki að sjá lík sonar síns fyrr en nokkru eftir dauða hans. Sakaði móður hans yfirvöld um að ætla sér að grafa líkið í kyrrþey.
Mál Alexei Navalní Rússland Trúmál Tengdar fréttir Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21 Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44 Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21
Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44