„Stundum finnst mér ég getað sigrað heiminn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 14:01 Helga Ólafsdóttir Helga Helga Ólafsdóttir, hönnuður og stjórnandi Hönnunarmars, hefur alla tíð verið mikið borgarbarn og ævintýragjörn. Helga var aðeins sautján ára gömul þegar hún flutti að heiman frá Akureyri og fór í Menntaskólann í Reykjavík. Hún segist verða óróleg þegar hún er á Íslandi og verði því að fara reglulega erlendis, eða einu sinni í mánuði. Helga er nýjasti gestur Marín Möndu í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar og þar ræðir hún ýmislegt tengt hönnun í lífi og starfi og stóru hönnunarhátíðina sem framundan er. „Ég held ég sé búin að vera ferðast síðustu 15-20 ár í hverjum einasta mánuði eitthvert. Ég verð rosa óróleg þegar ég er á Íslandi og finnst mikilvægt að komast eitthvert. Oftast er það vinnutengt en annars bara til að hitta vini og kunningja út í heimi,“ segir Helga sem bætir við að hún hefur verið ötul við að taka börnin sín þrjú með í ferðalögin. Helga Á tímabili starfaði Helga mikið í Asíu, í Kína í framleiðslu sem henni þótti mjög lærdómsríkt. „Stundum finnst mér bara það eitt að setjast inn í flugvél, þá poppa upp tuttugu hugmyndir. Þetta er mjög sérstakt. Ég er rosa mikið borgarbarn og finnst gaman að vera í borgum og skoða mig um og njóta, borða góðan mat og fara í búðir. Ekkert endilega að versla bara skoða. Ég fór einu sinni til Japan sem er skemmtileg saga en ég var þar í tvær vikur ein að vinna og svo átti ég smá frítíma. Ég held ég hafi skoðað 25 búðir á hverjum einasta degi í tvær vikur. Ég hef bara rosalega mikinn áhuga á retail og hönnun og búðum,“ segir Helga og hlær. „Ég var ung farin að sjá fyrir mér og eftir menntaskóla flyt ég til Danmerkur og fer þar í hönnunarnám. Þar nýtti mér allt sem ég gat í því námi. Þannig að ég fór í skiptinám til London og hef alltaf verið að koma og fara. Nýtt öll tækifæri til þess að ferðast og sjá og skoða heiminn“, segir Helga. Eftir námið fór hún að starfa sem aðstoðar hönnuður í London fyrir tískumerkið All Saints. „Svo fer ég að eiga börn inn á milli og fer svo til Bandaríkjanna, bý þar og svo fer ég aftur til Danmerkur að vinna þar. Svo stofna ég mitt eigið fyrirtæki. Þá er ég komin til Íslands, og fer að hanna barnaföt Igló og Indí. Það voru ca 11 ár þar sem ég var að byggja það fyrirtæki upp og vinn í því að selja þær vörur alþjóðlega og við náðum að dreifa þeim um allan heim, í yfir 20 lönd á þessum tíma. Þá fer ég ekki bara að starfa við það að hanna heldur reka það fyrirtæki, sjá um framleiðslu, sjá um markaðsmál og byggja það fyrirtæki upp og við vorum með 25 starfsmenn á tímabili. Ekki bara á Íslandi heldur líka erlendis. Þannig að ég hef ansi víðtæka reynslu bæði í hönnun, rekstri og stjórnun og vöruþróun. Mér finnst ég bara kunna allskonar. Ég hef alltaf verið óhrædd að vaða í málin. Ég hef rosalega mikinn metnað og tvíeflist ef ég fæ eitthvað mótlæti,“ segir Helga. Stökk í djúpu laugina Helga tók við starfi stjórnanda Hönnunarmars í desember árið 2022 og segist hafa stokkið í djúpu laugina og náð að koma sér inn í mitt ferlið og klára skipulagninguna og framkvæmdina á hátíðinni í fyrra. „Allt árið erum við að vinna að þessu og erum nokkrar í teyminu og það stækkar sem nær dregur hátíð. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því en þetta eru yfir 100 sýningar og yfir 200 viðburðir. Svo erum við að fá tugi erlendra gesta og erum líka með alþjóðlega ráðstefnu í Hörpunni og byrjun hátíðina á því. Ráðstefnuna DesignTalks. Þetta er ansi mikið skipulag og auðvitað er metnaðurinn sá að gera betur en síðast“, segir Helga sem nefnir að allar sýningar og viðburðir á Hönnunarmars eru opnir öllum án endurgjalds. Hátíðin sé hugsuð sem kynningarhátið fyrir alla hönnuði þvert á hönnunargreinar og arkitekta til þess að kynna verk sín og hugmyndir en einnig til þess að kveikja líf í borginni. Á hátíðinni er nýr viðburður sem heitir Invest and design sem snýr að hönnun, fjármálum og fjármögnun, en Helga bætti þeim viðburði við í fyrra þar sem hún taldi mikla þörf á því samtali. „Í bæði Svíþjóð og Danmörku sem eru svona löndin næst okkur þar er hönnun og fjármagn mjög tengt og það að fjárfesta í hönnuðum eða hönnunar fyrirtækjum er bara eins og að fjárfesta í fiski. Það kunnum við en á Íslandi er þetta samtal mjög ungt og það eru ekki mörg hönnunarfyrirtæki sem hafa fengið alvöru fjármögnun,“ segir Helga. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Spegilmyndin HönnunarMars Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Helga er nýjasti gestur Marín Möndu í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar og þar ræðir hún ýmislegt tengt hönnun í lífi og starfi og stóru hönnunarhátíðina sem framundan er. „Ég held ég sé búin að vera ferðast síðustu 15-20 ár í hverjum einasta mánuði eitthvert. Ég verð rosa óróleg þegar ég er á Íslandi og finnst mikilvægt að komast eitthvert. Oftast er það vinnutengt en annars bara til að hitta vini og kunningja út í heimi,“ segir Helga sem bætir við að hún hefur verið ötul við að taka börnin sín þrjú með í ferðalögin. Helga Á tímabili starfaði Helga mikið í Asíu, í Kína í framleiðslu sem henni þótti mjög lærdómsríkt. „Stundum finnst mér bara það eitt að setjast inn í flugvél, þá poppa upp tuttugu hugmyndir. Þetta er mjög sérstakt. Ég er rosa mikið borgarbarn og finnst gaman að vera í borgum og skoða mig um og njóta, borða góðan mat og fara í búðir. Ekkert endilega að versla bara skoða. Ég fór einu sinni til Japan sem er skemmtileg saga en ég var þar í tvær vikur ein að vinna og svo átti ég smá frítíma. Ég held ég hafi skoðað 25 búðir á hverjum einasta degi í tvær vikur. Ég hef bara rosalega mikinn áhuga á retail og hönnun og búðum,“ segir Helga og hlær. „Ég var ung farin að sjá fyrir mér og eftir menntaskóla flyt ég til Danmerkur og fer þar í hönnunarnám. Þar nýtti mér allt sem ég gat í því námi. Þannig að ég fór í skiptinám til London og hef alltaf verið að koma og fara. Nýtt öll tækifæri til þess að ferðast og sjá og skoða heiminn“, segir Helga. Eftir námið fór hún að starfa sem aðstoðar hönnuður í London fyrir tískumerkið All Saints. „Svo fer ég að eiga börn inn á milli og fer svo til Bandaríkjanna, bý þar og svo fer ég aftur til Danmerkur að vinna þar. Svo stofna ég mitt eigið fyrirtæki. Þá er ég komin til Íslands, og fer að hanna barnaföt Igló og Indí. Það voru ca 11 ár þar sem ég var að byggja það fyrirtæki upp og vinn í því að selja þær vörur alþjóðlega og við náðum að dreifa þeim um allan heim, í yfir 20 lönd á þessum tíma. Þá fer ég ekki bara að starfa við það að hanna heldur reka það fyrirtæki, sjá um framleiðslu, sjá um markaðsmál og byggja það fyrirtæki upp og við vorum með 25 starfsmenn á tímabili. Ekki bara á Íslandi heldur líka erlendis. Þannig að ég hef ansi víðtæka reynslu bæði í hönnun, rekstri og stjórnun og vöruþróun. Mér finnst ég bara kunna allskonar. Ég hef alltaf verið óhrædd að vaða í málin. Ég hef rosalega mikinn metnað og tvíeflist ef ég fæ eitthvað mótlæti,“ segir Helga. Stökk í djúpu laugina Helga tók við starfi stjórnanda Hönnunarmars í desember árið 2022 og segist hafa stokkið í djúpu laugina og náð að koma sér inn í mitt ferlið og klára skipulagninguna og framkvæmdina á hátíðinni í fyrra. „Allt árið erum við að vinna að þessu og erum nokkrar í teyminu og það stækkar sem nær dregur hátíð. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því en þetta eru yfir 100 sýningar og yfir 200 viðburðir. Svo erum við að fá tugi erlendra gesta og erum líka með alþjóðlega ráðstefnu í Hörpunni og byrjun hátíðina á því. Ráðstefnuna DesignTalks. Þetta er ansi mikið skipulag og auðvitað er metnaðurinn sá að gera betur en síðast“, segir Helga sem nefnir að allar sýningar og viðburðir á Hönnunarmars eru opnir öllum án endurgjalds. Hátíðin sé hugsuð sem kynningarhátið fyrir alla hönnuði þvert á hönnunargreinar og arkitekta til þess að kynna verk sín og hugmyndir en einnig til þess að kveikja líf í borginni. Á hátíðinni er nýr viðburður sem heitir Invest and design sem snýr að hönnun, fjármálum og fjármögnun, en Helga bætti þeim viðburði við í fyrra þar sem hún taldi mikla þörf á því samtali. „Í bæði Svíþjóð og Danmörku sem eru svona löndin næst okkur þar er hönnun og fjármagn mjög tengt og það að fjárfesta í hönnuðum eða hönnunar fyrirtækjum er bara eins og að fjárfesta í fiski. Það kunnum við en á Íslandi er þetta samtal mjög ungt og það eru ekki mörg hönnunarfyrirtæki sem hafa fengið alvöru fjármögnun,“ segir Helga. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Spegilmyndin HönnunarMars Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira