Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 21:09 Aðalfundur Landsbankans fór fram í dag. Bankaráðinu, sem hefur legið undir gagnrýni vegna kaupanna á TM, var skipt út í heild sinni. Vísir/Vilhelm Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. Nýtt bankaráð var kjörið á aðalfundi Landsbankans sem fór fram í dag. Bankasýsla ríkisins gerði tillögu um að skipta því gamla út í kjölfar ágreinings um kaup bankans á tryggingafélaginu TM. Bankasýslan taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hefði ekki upplýst stofnunina um áformin sem gengju þar að auki gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Helga Björk Eiriksdóttir, fráfarandi formaður bankaráðsins, fór yfir söluna á TM og samskiptin við Bankasýsluna í skýrslu sinni til aðalfundarins. Sagði hún miður að góður árangur bankans hefði fallið í skuggann af gagnrýni Bankasýslunnar á kaupin á TM. Endurtók hún fyrri fullyrðingar bankaráðsins um að það hefði upplýst Bankasýsluna um hug sinn á kaupunum án þess að fá athugasemdir eða óskir um frekari gögn. Mótmælti hún að kaupin samræmdust ekki eigendastefnu ríkisins hvað varðaði að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækkum á almennum markaði til lengri tíma. Grundvöllur viðskiptanna hafi verið að hámarka virði eignarhluta ríkisins í Landsbankanum í samræmi við eigendastefnuna. Kaupin muni stuðla að aukinni arðsemi bankans og auka arðgreiðslugetu hans til lengri tíma. Helga Björk Eiríksdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, segir Bankasýslu ríkisins ekki hafa óskað eftir viðbótargögnum frá ráðinu um óskuldbindandi tilboð bankans í TM.Vísir/Steingrímur Dúi Dregst aftur úr ef hann getur ekki keppt á markaði Eigendastefnan geri Landsbankanum að starfa á markaðsforsendum. Því sagði Helga Björk fyrir hönd fráfarandi bankaráðsins að bankinn hlyti að taka fullan þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. „Ætli Landsbankinn sér ekki að starfa líkt og hvert annað fyrirtæki á samkeppnismarkaði, er hættan sú að smátt og smátt dragist hann aftur úr keppinautum sínum sem ekki eru bundnir af sömu takmörkunum,“ sagði hún. Telji hluthafar Landsbankans að hlutverk hans eigi að vera annað og að hann eigi ekki að taka fullan þátt í samkeppni á fjármálamarkaði og á markaðsforsendum sé nauðsynlegt að sú stefnumörkun komi skýrt fram með breytingu á tilgangi félagsins í samþykktum eða með annarri ákvörðun á hluthafafundi. Ekki upplýst formlega um afstöðu ráðherra Varðandi andstöðu ráherra við kaupin segir í skýrslu bankaráðsins fyrrverandi að sú afstaða hafi komið fram í hlaðvarpsþætti í febrúar. Bankasýslan hafi bóka það sérstaklega í eigin fundargerð en ekki séð ástæðu til þess að vekja athygli bankaráðs Landsbankans á því. Þáverandi fjármálaráðherra hafi lýst sömu skoðun á fundi með stjórnendum bankans síðar í sama mánuði. Slíkir fundir séu hins vegar ekki vettvangur til þess að hafa áhrif á stjórn og stefnu bankans. „Vegna armslengdarsjónarmiða sem koma fram í eigendastefnu og samning við Bankasýslu ríkisins eiga samskipti að fara í gegnum Bankasýsluna. Ég vek einnig athygli á að engar athugasemdir bárust frá Bankasýslunni í kjölfar þessar samskipta,“ sagði Helga Björk á aðalfundinum. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Nýtt bankaráð var kjörið á aðalfundi Landsbankans sem fór fram í dag. Bankasýsla ríkisins gerði tillögu um að skipta því gamla út í kjölfar ágreinings um kaup bankans á tryggingafélaginu TM. Bankasýslan taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hefði ekki upplýst stofnunina um áformin sem gengju þar að auki gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Helga Björk Eiriksdóttir, fráfarandi formaður bankaráðsins, fór yfir söluna á TM og samskiptin við Bankasýsluna í skýrslu sinni til aðalfundarins. Sagði hún miður að góður árangur bankans hefði fallið í skuggann af gagnrýni Bankasýslunnar á kaupin á TM. Endurtók hún fyrri fullyrðingar bankaráðsins um að það hefði upplýst Bankasýsluna um hug sinn á kaupunum án þess að fá athugasemdir eða óskir um frekari gögn. Mótmælti hún að kaupin samræmdust ekki eigendastefnu ríkisins hvað varðaði að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækkum á almennum markaði til lengri tíma. Grundvöllur viðskiptanna hafi verið að hámarka virði eignarhluta ríkisins í Landsbankanum í samræmi við eigendastefnuna. Kaupin muni stuðla að aukinni arðsemi bankans og auka arðgreiðslugetu hans til lengri tíma. Helga Björk Eiríksdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, segir Bankasýslu ríkisins ekki hafa óskað eftir viðbótargögnum frá ráðinu um óskuldbindandi tilboð bankans í TM.Vísir/Steingrímur Dúi Dregst aftur úr ef hann getur ekki keppt á markaði Eigendastefnan geri Landsbankanum að starfa á markaðsforsendum. Því sagði Helga Björk fyrir hönd fráfarandi bankaráðsins að bankinn hlyti að taka fullan þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. „Ætli Landsbankinn sér ekki að starfa líkt og hvert annað fyrirtæki á samkeppnismarkaði, er hættan sú að smátt og smátt dragist hann aftur úr keppinautum sínum sem ekki eru bundnir af sömu takmörkunum,“ sagði hún. Telji hluthafar Landsbankans að hlutverk hans eigi að vera annað og að hann eigi ekki að taka fullan þátt í samkeppni á fjármálamarkaði og á markaðsforsendum sé nauðsynlegt að sú stefnumörkun komi skýrt fram með breytingu á tilgangi félagsins í samþykktum eða með annarri ákvörðun á hluthafafundi. Ekki upplýst formlega um afstöðu ráðherra Varðandi andstöðu ráherra við kaupin segir í skýrslu bankaráðsins fyrrverandi að sú afstaða hafi komið fram í hlaðvarpsþætti í febrúar. Bankasýslan hafi bóka það sérstaklega í eigin fundargerð en ekki séð ástæðu til þess að vekja athygli bankaráðs Landsbankans á því. Þáverandi fjármálaráðherra hafi lýst sömu skoðun á fundi með stjórnendum bankans síðar í sama mánuði. Slíkir fundir séu hins vegar ekki vettvangur til þess að hafa áhrif á stjórn og stefnu bankans. „Vegna armslengdarsjónarmiða sem koma fram í eigendastefnu og samning við Bankasýslu ríkisins eiga samskipti að fara í gegnum Bankasýsluna. Ég vek einnig athygli á að engar athugasemdir bárust frá Bankasýslunni í kjölfar þessar samskipta,“ sagði Helga Björk á aðalfundinum.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15
Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24
Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01