Rafíþróttir

Mikil spenna í GR Verk deildinni: Þórsarar með stór­sigur gegn DUSTY

Arnar Gauti Bjarkason skrifar
Leiklýsendur kvöldsins voru Kristófer Óli ,,Coca_Kroli’’ Birkisson ásamt vofu Rocket League samfélagsins
Leiklýsendur kvöldsins voru Kristófer Óli ,,Coca_Kroli’’ Birkisson ásamt vofu Rocket League samfélagsins

Fimmta umferðin í GR Verk deildinni í Rocket League fór fram í gærkvöldi þar sem þrjár viðureignir voru spilaðar.

DUSTY gegn Þór

Fyrir 5. umferð voru Þórsarar og DUSTY jafnir í deildinni með 4 unnar viðureignir en breyttist það í gær þegar Þór unnu stórsigur gegn DUSTY 3-1.

Emilvald, talinn sá Rocket League spilari sem mestum frama hefur náð hérlendis, spilaði sinn fyrsta leik í deildinni sem varamaður fyrir Þórsara og kvörtuðu Þór ekki yfir því.

Fyrsti leikurinn fór 2-1 fyrir DUSTY en var staðan hnífjöfn í þeim leik þar til að DUSTY skoruðu mark með 15 sekúndur eftir í leiknum.

Í öðrum leiknum brettu Þórsarar upp ermar og sigruðu þann leik 3-2.

Í þriðja leiknum sást bersýnilega að Þórsarar voru orðnir virkilega heitir en þeir unnu þriðja leik viðureignarinnar 6-1 gegn DUSTY.

Lokaleikur viðureignarinnar, eða fjórði leikurinn, var einkar tæpur. Var staðan 1-1 alveg fram að framlengingu en í framlengingunni skoraði Þór lokamarkið eftir 1 mínútu og 18 sekúndur.

Quick Esports gegn 354

Quick Esports unnu sína fyrstu viðureign í umferð gærkvöldsins gegn 354 Esports sem kom sumum að óvörum en fór sú viðureign 3-2 Quick Esports í vil.

Þetta var í fyrsta sinn í deildinni þar sem að allir 5 leikirnir voru spilaðir.

Fyrsti leikurinn fór 2-1 fyrir Quick Esports en annar leikurinn fór 4-0 fyrir 354 Esports.

Í þriðja leiknum sigra Quick Esports síðan 3-1 og því komin mikil pressa á 354 að vinna næstu 2 leiki sína.

354 tekst að vinna 4 leikinn 2-1 í 1:03 framlengingu en þó náðu þeir ekki að fara með sigur af hólmi í viðureigninni þar sem að Quick Esports sigruðu síðasta leikinn 4-3.

OGV gegn OMON

OGV vann sína þriðju viðureign í gærkvöldi gegn OMON 3-0

Fyrsti leikurinn fór 4-1 fyrir OGV og leit OGV út fyrir að vera sterkara liðið.

Annar leikurinn var mun spennuþrungnari en sá fyrsti. Staða leiksins var 2-2 en endaði 3-2 OGV í vil eftir tveggja mínútna og 20 sekúndna framlengingu.

Spennan var ekki minni í þriðja leik viðureignarinnar en sá leikur endaði 2-1 fyrir OGV eftir 50 sekúndna framlengingu

Staða deildarinnar eftir 5. umferð.

6. umferð deildarinnar hefst á morgun þann 18. apríl kl. 19:40 á streymisrás íslenska Rocket League samfélagsins






×