„Með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. apríl 2024 07:02 Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, ræddi um ástina, móðurhlutverkið, tónlistina, tilveruna og margt fleira í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, um samband sitt við sambýlismann sinn og barnsföður. GDRN var viðmælandi í Einkalífinu en hér má sjá viðtalið við hana í heild sinni: Tilfinningarnar enn stærri við barnseignir Guðrún er í sambúð með Árna Steini lækni og saman eiga þau soninn Steinþór Jóhann. Í viðtalinu segir Guðrún að það sé fjölskyldan sé hennar griðarstaður og það sem haldi henni alltaf á jörðinni. Þá er makinn hennar ekki mikið fyrir sviðsljósið, sem hún segir að sé bara dásamlegt. „Ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri the one and only. Þetta var hrifning, aðdáun og virðing alveg frá fyrstu sekúndu sem ég hitti hann og það hefur bara orðið stærra og betra og fallegra með hverjum deginum. Ég tala nú ekki um í þessu foreldrahlutverki. Að sjá hann verða faðir barnsins míns, þetta eru risa stórar tilfinningar sem maður getur eiginlega ekki borið saman við neitt annað. Já, ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri kominn til að vera,“ segir Guðrún brosandi. GDRN er ein þekktasta tónlistarkona landsins en ástin hefur reynst henni mikill innblástur í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Virðingin mikilvægust Aðspurð hvað sé mikilvægast fyrir hana í samböndum segir hún: „Ég held að það sem skipti mestu máli sé virðingin fyrir maka sínum, að virða tilfinningar, geta lagt egóið til hliðar og geta tekið gagnrýni en þetta eru oft erfiðar tilfinningar að takast á við. Og muna að báðir aðilar eru að gera sitt allra besta varðandi lífið sitt saman, ekki gagnrýna það. Um leið og maður fattar að við erum saman í liði þá erum við bara saman í liði. Þetta er ekki ég á móti þér, maður er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að vera samstíga í þessu lífi. Ég vissi að þetta væri málið þegar að ég fattaði að með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf. Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr. Að finna þennan styrk í sjálfri sér með því að vera með einhverjum öðrum, þá veit maður.“ Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01 „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
GDRN var viðmælandi í Einkalífinu en hér má sjá viðtalið við hana í heild sinni: Tilfinningarnar enn stærri við barnseignir Guðrún er í sambúð með Árna Steini lækni og saman eiga þau soninn Steinþór Jóhann. Í viðtalinu segir Guðrún að það sé fjölskyldan sé hennar griðarstaður og það sem haldi henni alltaf á jörðinni. Þá er makinn hennar ekki mikið fyrir sviðsljósið, sem hún segir að sé bara dásamlegt. „Ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri the one and only. Þetta var hrifning, aðdáun og virðing alveg frá fyrstu sekúndu sem ég hitti hann og það hefur bara orðið stærra og betra og fallegra með hverjum deginum. Ég tala nú ekki um í þessu foreldrahlutverki. Að sjá hann verða faðir barnsins míns, þetta eru risa stórar tilfinningar sem maður getur eiginlega ekki borið saman við neitt annað. Já, ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri kominn til að vera,“ segir Guðrún brosandi. GDRN er ein þekktasta tónlistarkona landsins en ástin hefur reynst henni mikill innblástur í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Virðingin mikilvægust Aðspurð hvað sé mikilvægast fyrir hana í samböndum segir hún: „Ég held að það sem skipti mestu máli sé virðingin fyrir maka sínum, að virða tilfinningar, geta lagt egóið til hliðar og geta tekið gagnrýni en þetta eru oft erfiðar tilfinningar að takast á við. Og muna að báðir aðilar eru að gera sitt allra besta varðandi lífið sitt saman, ekki gagnrýna það. Um leið og maður fattar að við erum saman í liði þá erum við bara saman í liði. Þetta er ekki ég á móti þér, maður er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að vera samstíga í þessu lífi. Ég vissi að þetta væri málið þegar að ég fattaði að með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf. Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr. Að finna þennan styrk í sjálfri sér með því að vera með einhverjum öðrum, þá veit maður.“
Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01 „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01
„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00