„Stundum þarf enga bévítans heimild“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2024 14:28 Forsetahjónin veittu verðlaun fyrir heimildamynd ársins á Eddunni í gær. Þetta var í síðasta sinn í forsetatíð Guðna sem þau veita verðlaunin. Skjáskot/Rúv Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. „Þú ert mjög alvarlegur á svipinn, Guðni,“ sagði Eliza þegar þau stigu á svið. „Þetta er ekkert grín,“ svaraði Guðni á léttu nótunum og hóf svo ræðu sína um mikilvægi heimilda. Heimild hefur ólíkar merkingar. Hefurðu heimild? Hefurðu eitthvað fyrir þér? Þá benti hann á að í heimildamyndum mætti ekki segja ósatt. „Það má ekki ljúga. Þú verður að hafa eitthvað í höndunum. En svo hins vegar, hefurðu heimild? Þá er einhver búinn að leyfa þér…." Á þessum tímapunkti greip Eliza inn í. „Ég skil ekki neitt hvað þú ert að segja.“ Þú ert skemmtilegri heima á laugardagskvöldum, yfirleitt Guðni virtist taka þessu sem ábendingu um að stytta mál sitt. „Punkturinn er þessi, stundum þarf enga bévítans heimild til að búa til heimildamynd nema hafa heimildina, semsagt efniviðinn. En stundum þarftu að segja „ég hef enga heimild til að búa til þessa heimildamynd en mér er alveg sama.“ Það þarf hugrekki til að búa til alvöru heimildamynd.“ Hlutu standandi lófaklapp Því næst las Eliza upp tilnefningarnar og forsetahjónin veittu verðlaunin fyrir heimildamynd ársins, en það var myndin Smoke Sauna and Sisterhood eftir eistnesku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Hints sem hlaut Edduna. Tilnefningarnar í flokknum heimildamynd ársins. Eftir verðlaunaafhendinguna notaði Guðni tækifærið og þakkaði fyrir stuðning og hlýju undanfarin ár. Hann sagði það hafa verið einstök forréttindi að fá að fylgjast með íslenskri menningu og mannlífi blómstra. Áhorfendur stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Guðna og Elizu, en þetta var í síðasta sinn á hans forsetatíð sem þau veittu Edduverðlaun. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Edduverðlaunin Tengdar fréttir Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09 Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
„Þú ert mjög alvarlegur á svipinn, Guðni,“ sagði Eliza þegar þau stigu á svið. „Þetta er ekkert grín,“ svaraði Guðni á léttu nótunum og hóf svo ræðu sína um mikilvægi heimilda. Heimild hefur ólíkar merkingar. Hefurðu heimild? Hefurðu eitthvað fyrir þér? Þá benti hann á að í heimildamyndum mætti ekki segja ósatt. „Það má ekki ljúga. Þú verður að hafa eitthvað í höndunum. En svo hins vegar, hefurðu heimild? Þá er einhver búinn að leyfa þér…." Á þessum tímapunkti greip Eliza inn í. „Ég skil ekki neitt hvað þú ert að segja.“ Þú ert skemmtilegri heima á laugardagskvöldum, yfirleitt Guðni virtist taka þessu sem ábendingu um að stytta mál sitt. „Punkturinn er þessi, stundum þarf enga bévítans heimild til að búa til heimildamynd nema hafa heimildina, semsagt efniviðinn. En stundum þarftu að segja „ég hef enga heimild til að búa til þessa heimildamynd en mér er alveg sama.“ Það þarf hugrekki til að búa til alvöru heimildamynd.“ Hlutu standandi lófaklapp Því næst las Eliza upp tilnefningarnar og forsetahjónin veittu verðlaunin fyrir heimildamynd ársins, en það var myndin Smoke Sauna and Sisterhood eftir eistnesku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Hints sem hlaut Edduna. Tilnefningarnar í flokknum heimildamynd ársins. Eftir verðlaunaafhendinguna notaði Guðni tækifærið og þakkaði fyrir stuðning og hlýju undanfarin ár. Hann sagði það hafa verið einstök forréttindi að fá að fylgjast með íslenskri menningu og mannlífi blómstra. Áhorfendur stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Guðna og Elizu, en þetta var í síðasta sinn á hans forsetatíð sem þau veittu Edduverðlaun.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Edduverðlaunin Tengdar fréttir Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09 Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09
Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31