Ekki sjálfgefið að framhald yrði á stjórnarsamstarfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 10:52 Teitur Björn sagði brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur „straumhvörf“. Vísir/Vilhelm „Ég veit bara það að formaður Sjálfstæðisflokksins var í einum viðræðum, sem var við forystumenn þessara flokka, Framsóknar og Vinstri grænna. Hvað aðrir þingmenn eða aðrir hafa verið að ræða sín á milli um stöðuna bara þekki ég ekki til.“ Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“ Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“
Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira