Píratar og prinsipp í pólitík Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 23:01 Þann 8. nóvember 2017 var allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar, að sögn fráfarandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eftir að Framsóknarflokkurinn sleit ríkisstjórnarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar. Þessir flokkar voru með mjög tæpan 1 þingsætis meirihluta. Tillögum Pírata um að draga fleiri flokka að til þess að gera stöðugri meirihluta var hafnað og að lokum viðræðunum sjálfum. Allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir, sagði fráfarandi forsætisráðherra. Það stóð ekki á Pírötum að gera málamiðlanir. Það var búið að ná niðurstöðum um kröfur Pírata, til dæmis varðandi það að klára stjórnarskránna á kjörtímabilinu. Við vorum sátt með okkar mál þegar viðræðum var slitið. Það voru því ekki einhverjar óraunhæfar kröfur af okkar hendi sem útilokuðu stjórnarsamstarf þessara flokka. Það virðist frekar hafa verið að Framsóknarflokkurinn lærði allt í einu að telja og þau áttuðu sig á því að eins manns meirihluti væri ekki ásættanlegur. Þetta er flokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Að öllu gamni slepptu þá fundum við fyrir því að það hafi ekki verið mikil alvara á bak við þessar viðræður. Það var í rauninni búið að ákveða annað ríkisstjórnarsamstarf. Það hafi bara þurft að setja þessar viðræður á svið til þess að það væri ekki augljóst að annað hefði þegar verið ákveðið. En óháð því, þá var samt búið að samþykkja kröfur Pírata í þessum viðræðum. Það var mikið reynt að ganga fram af okkur og fá okkur til þess að slíta viðræðunum, en við stóðum við okkar prinsipp og leystum málefnalega úr öllu sem var kastað til okkar. Um það snúast nefnilega málamiðlanir í stjórnmálum. Að leysa málefnalega úr þeim áskorunum sem við fáum í hendurnar, án þess að það þurfi að ganga á siðferðiskennd eða réttlætiskennd eða sannfæringu samstarfsfólks. Að passa upp á að enginn þurfi að gefa afslátt af prinsippum sínum. Fyrir alþingiskosningar 2021 sagði fráfarandi forsætisráðherra að allir flokkar þyrftu að brjóta odd af oflæti sínu og fallast á málamiðlanir. En það er eitt að gera málamiðlanir og annað að leggjast kylliflatur yfir sannfæringu sína og láta valta yfir sig fram og til baka. Í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir kosningarnar 2021 spurði Hilmir Már Pétursson mig: “Sumir hafa sagt um Pírata [...] að ef það kæmi upp eitthvað prinsippmál þá mynduð þið segja ykkur úr ríkisstjórninni eftir nokkra sólarhringa” sem ég svaraði: “Við erum að krefjast faglegra vinnubragða. Við sjáum pólitískar ráðningar sem við sættum okkur ekki við. Það eru nú ekki miklar kröfur að gera til stjórnmálanna, að vinna faglega. Okkur finnst það rosalega lágar kröfur. Sjálfsagðar kröfur.” Það á ekki að vera flókið að gera þær kröfur á samstarfsflokka að vinna faglega og að ganga ekki á prinsipp samstarfsfélaga sinna. Það er svona lágmarkið í öllu samstarfi, ekki satt? Þannig að já, ef það yrði slíkur trúnaðarbrestur þá væri mjög eðlilegt að endurskoða slíkt samstarf. Það er ástæðan fyrir því að við segjum það eins skýrt og hægt er að það sé ekki hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Við vitum að sá flokkur (flokkurinn, ekki fólkið) starfar þannig. Fyrir því eru ótal söguleg dæmi. Það er einfaldlega fyrirsjáanlegt að samstarf með Sjálfstæðisflokknum myndi enda fyrr en síðar með slíkum trúnaðarbresti að ekki væri hægt að halda samstarfinu áfram. Við erum hins vegar alltaf til í samstarf um einstaka góðar hugmyndir, því allir geta komið með góðar hugmyndir óháð því hvort fólk sé í einhvers konar ríkisstjórnarsamstarfi eða ekki. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur hins vegar fórnað öllum prinsippum fyrir valdastólana. Það er sama hvað gerist, áfram skröltir samstarfið. Það má kalla það málamiðlanir en að mínu mati er þetta undirgefni og uppgjöf. Samstarfið og stólarnir eru mikilvægari en prinsippin - og ef það er staðan, hvað er þá eftir, málefnalega? Starf stjórnmálamanna snýst nefnilega um sannfæringu þeirra. Og ef þú þarft stöðugt að fórna sannfæringu þinni, hvers konar stjórnmálamaður ertu þá? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Þann 8. nóvember 2017 var allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar, að sögn fráfarandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eftir að Framsóknarflokkurinn sleit ríkisstjórnarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar. Þessir flokkar voru með mjög tæpan 1 þingsætis meirihluta. Tillögum Pírata um að draga fleiri flokka að til þess að gera stöðugri meirihluta var hafnað og að lokum viðræðunum sjálfum. Allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir, sagði fráfarandi forsætisráðherra. Það stóð ekki á Pírötum að gera málamiðlanir. Það var búið að ná niðurstöðum um kröfur Pírata, til dæmis varðandi það að klára stjórnarskránna á kjörtímabilinu. Við vorum sátt með okkar mál þegar viðræðum var slitið. Það voru því ekki einhverjar óraunhæfar kröfur af okkar hendi sem útilokuðu stjórnarsamstarf þessara flokka. Það virðist frekar hafa verið að Framsóknarflokkurinn lærði allt í einu að telja og þau áttuðu sig á því að eins manns meirihluti væri ekki ásættanlegur. Þetta er flokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Að öllu gamni slepptu þá fundum við fyrir því að það hafi ekki verið mikil alvara á bak við þessar viðræður. Það var í rauninni búið að ákveða annað ríkisstjórnarsamstarf. Það hafi bara þurft að setja þessar viðræður á svið til þess að það væri ekki augljóst að annað hefði þegar verið ákveðið. En óháð því, þá var samt búið að samþykkja kröfur Pírata í þessum viðræðum. Það var mikið reynt að ganga fram af okkur og fá okkur til þess að slíta viðræðunum, en við stóðum við okkar prinsipp og leystum málefnalega úr öllu sem var kastað til okkar. Um það snúast nefnilega málamiðlanir í stjórnmálum. Að leysa málefnalega úr þeim áskorunum sem við fáum í hendurnar, án þess að það þurfi að ganga á siðferðiskennd eða réttlætiskennd eða sannfæringu samstarfsfólks. Að passa upp á að enginn þurfi að gefa afslátt af prinsippum sínum. Fyrir alþingiskosningar 2021 sagði fráfarandi forsætisráðherra að allir flokkar þyrftu að brjóta odd af oflæti sínu og fallast á málamiðlanir. En það er eitt að gera málamiðlanir og annað að leggjast kylliflatur yfir sannfæringu sína og láta valta yfir sig fram og til baka. Í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir kosningarnar 2021 spurði Hilmir Már Pétursson mig: “Sumir hafa sagt um Pírata [...] að ef það kæmi upp eitthvað prinsippmál þá mynduð þið segja ykkur úr ríkisstjórninni eftir nokkra sólarhringa” sem ég svaraði: “Við erum að krefjast faglegra vinnubragða. Við sjáum pólitískar ráðningar sem við sættum okkur ekki við. Það eru nú ekki miklar kröfur að gera til stjórnmálanna, að vinna faglega. Okkur finnst það rosalega lágar kröfur. Sjálfsagðar kröfur.” Það á ekki að vera flókið að gera þær kröfur á samstarfsflokka að vinna faglega og að ganga ekki á prinsipp samstarfsfélaga sinna. Það er svona lágmarkið í öllu samstarfi, ekki satt? Þannig að já, ef það yrði slíkur trúnaðarbrestur þá væri mjög eðlilegt að endurskoða slíkt samstarf. Það er ástæðan fyrir því að við segjum það eins skýrt og hægt er að það sé ekki hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Við vitum að sá flokkur (flokkurinn, ekki fólkið) starfar þannig. Fyrir því eru ótal söguleg dæmi. Það er einfaldlega fyrirsjáanlegt að samstarf með Sjálfstæðisflokknum myndi enda fyrr en síðar með slíkum trúnaðarbresti að ekki væri hægt að halda samstarfinu áfram. Við erum hins vegar alltaf til í samstarf um einstaka góðar hugmyndir, því allir geta komið með góðar hugmyndir óháð því hvort fólk sé í einhvers konar ríkisstjórnarsamstarfi eða ekki. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur hins vegar fórnað öllum prinsippum fyrir valdastólana. Það er sama hvað gerist, áfram skröltir samstarfið. Það má kalla það málamiðlanir en að mínu mati er þetta undirgefni og uppgjöf. Samstarfið og stólarnir eru mikilvægari en prinsippin - og ef það er staðan, hvað er þá eftir, málefnalega? Starf stjórnmálamanna snýst nefnilega um sannfæringu þeirra. Og ef þú þarft stöðugt að fórna sannfæringu þinni, hvers konar stjórnmálamaður ertu þá? Höfundur er þingmaður Pírata.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun