Kirkjan - þægilegt pláss? Toshiki Toma skrifar 8. apríl 2024 10:01 Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar