Verstappen aftur á sigurbraut eftir árekstur á fyrsta hring Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 09:31 Verstappen fagnar sigri í nótt ásamt liðsfélögum sínum í Red Bull. Vísir/Getty Max Verstappen og Sergio Perez náðu sinni þriðju tvennu í fjórða kappakstri tímabilsins þegar þeir komu fyrstir í mark í Japanskappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen byrjaði Formúllu 1 tímabilið eins og hann lauk því síðasta með sigri í fyrstu tveimur kappökstrunum í Sádi Arabíu og Bahrein. Í þriðja kappakstrinum í Ástralíu fyrir tveimur vikum náði hann þó mjög óvænt ekki að klára keppnina og því var meiri spenna en oft áður fyrir kappakstri helgarinnar í Japan. Verstappen og Red Bull komu sér þó örugglega aftur á sigurbraut því Verstappen kom fyrstur í mark í kappakstri næturinnar og liðsfélagi hans Sergio Perez varð annar. Verstappen náði þar með í sinn þriðja sigur á tímabilinu en Perez hefur orðið annar í öll skiptin. Chequered flag moment Max also now joins Schumacher, Vettel and Hamilton in the '3000 laps led' club #F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/ayXNWU2EwZ— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 „Þetta var mjög gott. Erfiði hlutinn var í ræsingunni að halda forystunni en bíllinn varð betri og betri eftir það í gegnum kappaksturinn. Ég veit ekki hvort það hafði með það að gera að skýin komu yfir brautina,“ sagði Verstappen eftir sigurinn. Kappaksturinn litaðist af árekstri þeirra Daniel Ricciardo og Alex Albon strax á fyrsta hring og þurfti að gera þrjátíu mínútna hlé á keppnina og ræsa á nýjan leik þegar búið var að hreinsa brautina. LAP 1/53Red flag Albon and Ricciardo come together at Turn 2. Both drivers are out of their cars.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/fvGWOyb104— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 Verstappen lét það þó ekki stoppa sig og þeysti af stað í báðum ræsingum og hélt fyrsta sætinu örugglega. Hann kom tólf sekúndum á undan Perez í mark og Carlos Sainz varð þriðji á Ferrari. Charles Leclerc, félagi Sainz hjá Ferrari, varð í fjórða sæti og Lando Norris á McLaren í fimmta. Reynsluboltinn Fernando Alonso skaut svo hraðskreiðari bílum ref fyrir rass þegar hann kom í mark í sjötta sæti en fyrrum heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti ekki góða keppni og endaði í níunda sæti eftir að hafa hafið keppni sjöundi. Staðan í keppni ökuþóra: 1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Max Verstappen byrjaði Formúllu 1 tímabilið eins og hann lauk því síðasta með sigri í fyrstu tveimur kappökstrunum í Sádi Arabíu og Bahrein. Í þriðja kappakstrinum í Ástralíu fyrir tveimur vikum náði hann þó mjög óvænt ekki að klára keppnina og því var meiri spenna en oft áður fyrir kappakstri helgarinnar í Japan. Verstappen og Red Bull komu sér þó örugglega aftur á sigurbraut því Verstappen kom fyrstur í mark í kappakstri næturinnar og liðsfélagi hans Sergio Perez varð annar. Verstappen náði þar með í sinn þriðja sigur á tímabilinu en Perez hefur orðið annar í öll skiptin. Chequered flag moment Max also now joins Schumacher, Vettel and Hamilton in the '3000 laps led' club #F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/ayXNWU2EwZ— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 „Þetta var mjög gott. Erfiði hlutinn var í ræsingunni að halda forystunni en bíllinn varð betri og betri eftir það í gegnum kappaksturinn. Ég veit ekki hvort það hafði með það að gera að skýin komu yfir brautina,“ sagði Verstappen eftir sigurinn. Kappaksturinn litaðist af árekstri þeirra Daniel Ricciardo og Alex Albon strax á fyrsta hring og þurfti að gera þrjátíu mínútna hlé á keppnina og ræsa á nýjan leik þegar búið var að hreinsa brautina. LAP 1/53Red flag Albon and Ricciardo come together at Turn 2. Both drivers are out of their cars.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/fvGWOyb104— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 Verstappen lét það þó ekki stoppa sig og þeysti af stað í báðum ræsingum og hélt fyrsta sætinu örugglega. Hann kom tólf sekúndum á undan Perez í mark og Carlos Sainz varð þriðji á Ferrari. Charles Leclerc, félagi Sainz hjá Ferrari, varð í fjórða sæti og Lando Norris á McLaren í fimmta. Reynsluboltinn Fernando Alonso skaut svo hraðskreiðari bílum ref fyrir rass þegar hann kom í mark í sjötta sæti en fyrrum heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti ekki góða keppni og endaði í níunda sæti eftir að hafa hafið keppni sjöundi. Staðan í keppni ökuþóra: 1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig
1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig
Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira