Hljómahöllin fagnar 10 ára afmæli með opnu húsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2024 13:04 Tómas Young, forstöðumaður Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ, sem hvetur fólk til að mæta í afmælisveisluna í dag. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram. Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend
Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira