Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 3. apríl 2024 15:30 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Vísir/Arnar „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. Hann segir að ef hún færi fram myndi það augljóslega hafa áhrif á ríkisstjórnina. Hún sé bæði forsætisráðherra og öflugur stjórnmálaleiðtogi. Heimir Már ræddi við Sigurð Inga fyrir ríkisstjórnarfundinn sem hófst klukkan 15.30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að hún ætli að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum „Mér finnst mikilvægt að við horfum til þess sem við höfum verið að gera á liðnum sjö árum. Þessum öfluga vexti sem hefur verið á Íslandi og stöðugleika að stóru leyti,“ segir Sigurður Ingi og að mikilvægt sé að ný ríkisstjórn, sem taki við ef Katrín hættir, sé jafn öflug og stöðug til að sigla í gegnum þann ólgusjó sem há verðbólga er. Sigurður Ingi vildi ekki svara því hver myndi taka við af Katrínu í forsætisráðherrastól eða hvort það væri sjálfgefið að hann eða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, myndu gera það. „Nú hefur forsætisráðherra ekki enn gefið það út að hún ætli í framboð og þess vegna er dálítið ótímabært að svara öllum svona vangaveltum. En augljóslega hlýtur allt að koma til skoðunar við slíkar aðstæður,“ segir Sigurður Ingi. Geti starfað án hennar áfram Hann telur ríkisstjórnina geta starfað án Katrínar og að mikilvægt sé að viðhalda stöðugleikanum sem ríkisstjórnin hefur haldið í sinni tíð. „Við erum búin að gera mjög stóra hluti í vetur í því samhengi. Kjarasamningarnir augljóslega eitt þeirra. Það eru ákveðin mikilvæg skilaboð sem við þurfum að senda að alveg óháð því hver sé við stjórnvölinn á hverjum tíma þá þurfum við slíka ríkisstjórn sem geti siglt þjóðarskútunni í gegnum ákveðinn ólgusjó.“ Sigurður Ingi segir að ef Katrín fari fram og skili umboði sínu þá kalli það á viðræður á milli stjórnarflokkanna og að eðlilegt sé að það gerist strax. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að Katrín sækist eftir embætti forseta. Ef það þyrfti að kalla til Alþingiskosninga telur hann þó ekki heppilegt að það sé gert á sama tíma og kjörið er til forseta. Sigurður Ingi segir að alltaf sé eftirsjá af öflugum stjórnmálaleiðtogum en það komi alltaf maður í manns stað. „En það er auðvitað sjónarsviptir ef að hún tekur þessa ákvörðun og hættir í stjórnmálum. Þá er þetta svona söguleg breyting.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3. apríl 2024 14:10 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Hann segir að ef hún færi fram myndi það augljóslega hafa áhrif á ríkisstjórnina. Hún sé bæði forsætisráðherra og öflugur stjórnmálaleiðtogi. Heimir Már ræddi við Sigurð Inga fyrir ríkisstjórnarfundinn sem hófst klukkan 15.30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að hún ætli að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum „Mér finnst mikilvægt að við horfum til þess sem við höfum verið að gera á liðnum sjö árum. Þessum öfluga vexti sem hefur verið á Íslandi og stöðugleika að stóru leyti,“ segir Sigurður Ingi og að mikilvægt sé að ný ríkisstjórn, sem taki við ef Katrín hættir, sé jafn öflug og stöðug til að sigla í gegnum þann ólgusjó sem há verðbólga er. Sigurður Ingi vildi ekki svara því hver myndi taka við af Katrínu í forsætisráðherrastól eða hvort það væri sjálfgefið að hann eða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, myndu gera það. „Nú hefur forsætisráðherra ekki enn gefið það út að hún ætli í framboð og þess vegna er dálítið ótímabært að svara öllum svona vangaveltum. En augljóslega hlýtur allt að koma til skoðunar við slíkar aðstæður,“ segir Sigurður Ingi. Geti starfað án hennar áfram Hann telur ríkisstjórnina geta starfað án Katrínar og að mikilvægt sé að viðhalda stöðugleikanum sem ríkisstjórnin hefur haldið í sinni tíð. „Við erum búin að gera mjög stóra hluti í vetur í því samhengi. Kjarasamningarnir augljóslega eitt þeirra. Það eru ákveðin mikilvæg skilaboð sem við þurfum að senda að alveg óháð því hver sé við stjórnvölinn á hverjum tíma þá þurfum við slíka ríkisstjórn sem geti siglt þjóðarskútunni í gegnum ákveðinn ólgusjó.“ Sigurður Ingi segir að ef Katrín fari fram og skili umboði sínu þá kalli það á viðræður á milli stjórnarflokkanna og að eðlilegt sé að það gerist strax. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að Katrín sækist eftir embætti forseta. Ef það þyrfti að kalla til Alþingiskosninga telur hann þó ekki heppilegt að það sé gert á sama tíma og kjörið er til forseta. Sigurður Ingi segir að alltaf sé eftirsjá af öflugum stjórnmálaleiðtogum en það komi alltaf maður í manns stað. „En það er auðvitað sjónarsviptir ef að hún tekur þessa ákvörðun og hættir í stjórnmálum. Þá er þetta svona söguleg breyting.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3. apríl 2024 14:10 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3. apríl 2024 14:10
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22