Aukinn kraftur með hækkandi sól Bragi Bjarnason skrifar 28. mars 2024 14:30 Páskafrí er í loftinu, fermingar og hið séríslenska “páskahret” örugglega í veðurkortunum, þó við værum öll fegin að losna við það. Þetta eru ákveðnir vorboðar, líkt og lóan, sem er komin aftur og ekki má gleyma holótta malbikinu, sandinum á gangstéttum eða brotnum kantsteinum eftir veturinn. Það er þó allt til bóta með hækkandi sól. Því er um að gera að halda sér jákvæðum í upplýsingagjöfinni úr okkar skemmtilega samfélagi í Árborg. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga Aðkoma ríkis og sveitarfélaga að gerð langtíma kjarasamnings á almennum markaði var talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum. Það er fagnaðarefni að tekist hafi að ná góðri heildarniðurstöðu um fjögurra ára kjarasamning með hóflegum launahækkunum. Þeir leggja góðan grunn fyrir samninga á opinbera markaðnum og vonandi nást brátt samningar á sambærilegum forsendum þar sem launagreiðslur eru stærsti einstaki útgjaldaliður sveitarfélaga. Svo kann að vera að við séum ekki öll sammála aðferðafræðinni eða hvernig aðkoma hins opinbera er að gerð kjarasamninga en þegar litið er á heildarmyndina þá skiptir stöðugleiki til lengri tíma mestu máli. Með honum gefst tækifæri til að ná hraðar böndum á verðbólgu og lækka vexti til lengri tíma. Aðgerðir sveitarfélaga sem Sveitarfélagið Árborg er hluti að, þ.e. lækkun gjaldskrár og niðurgreiðsla skólamáltíða skilar sér þannig til allra íbúa sem raunveruleg kjarabót og hefur jafnframt heppileg áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Miklar framkvæmdir í gangi Framkvæmdaaðilar hafa mikla trú á sveitarfélaginu okkar. Það sést best í því að tugir minni og stærri verkefna standa yfir og fleiri í undirbúningi. Heilsufyrirtækið World Class stækkar nú aðstöðu sína við Sundhöll Selfoss og vel gengur að byggja fjölbýlishús hinu megin við götuna. Miðbær Selfoss hefur sannarlega slegið í gegn eftir opnun sumarið 2021 og þar standa yfir framkvæmdir við nýtt bílastæðahús fyrir um 250 bíla sem og verslunar- og skrifstofuhúsnæði meðfram Eyraveginum. Gamla Húsasmiðjuhúsið öðlast nýtt líf síðar á árinu þegar þar opnar m.a. matvöru- og lyfjaverslun. Búast má við talsverðri uppbygginu á því svæði þar sem fyrirhugað er að byggja fjölbýlishús á lóðum næst Húsasmiðjureitnum. Þá eru nokkur verkefni tengd verslun, þjónustu og íbúðauppbyggingu í undirbúningi við Austurveginn. Það verður spennandi að sjá götumynd þessara megin gatna frá Ölfusárbrúnni þróast áfram. Bygging annars áfanga Stekkjaskóla er helsta framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins um þessar mundir. Ætlað er að þeirri framkvæmd ljúki undir lok árs. Endurnýjun lagna í Fossheiði á Selfossi ásamt viðhaldi við Stað á Eyrarbakka og sundlaug Stokkseyrar ganga vel. Á næstunni hefjast framkvæmdir við miðlunartank Selfossveitna, uppsteypu fráveitustöðvar fyrir Selfoss og endurnýjun lagna og yfirborðs í Rauðholti. Í tengslum við byggðasamlagið Bergrisann hefur sveitarfélagið svo fengið afhent húsnæði við Nauthaga undir sex þjónustuíbúðir en framkvæmdum á lóð lýkur nú í vor. Kraftur í íbúðauppbyggingu Íbúðauppbygging heldur áfram af krafti og er gott samstarf sveitarfélagsins við stærstu framkvæmdaaðilana ein af forsendum þess að uppbyggingin sé skynsamleg og í takti við þróun innviða. Markmiðið til framtíðar er alltaf að auka lífsgæði og tækifæri okkar íbúa þannig að öll uppbyggingin styðji við vöxt samfélagsins. Stekkjarhverfi, Jórvík og Austurbyggð á Selfossi eru í uppbyggingu núna ásamt einstaka lóðum í öðrum þéttbýliskjörnum og dreifbýli. Þá er fyrirhugað að framkvæmdir hefjist fljótlega í Árbakkalandinu. Á þessu ári er ætlað að efna til útboðs á nýjum götum á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt fjölda einbýlishúsalóða á svokölluðum þéttingarreitum. Mörg tækifæri má finna á þessu svæði öllu og mun ég á næstu vikum fara ítarlegar yfir áform og áhrif íbúðauppbyggingar innan sveitarfélagsins. Lifandi samfélag Sveitarfélagið Árborg er nú í samstarfsverkefni með Flóahreppi og Hveragerði um gerð atvinnustefnu enda miklir sameiginlegir hagsmunir í uppbyggingu atvinnulífs hér um slóðir. Íbúar og aðrir áhugasamir geta tekið þátt í verkefninu og komið sínum ábendingum á framfæri með því að svara stuttri könnun sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins (eða smella á þennan hlekk:Íbúakönnun). Að lokum vil ég benda á að Myndlistarfélag Árnesinga hefur verið með opnar vinnustofur reglulega í mars og afrakstur þess má sjá á sýningu yfir páskana í heitu pottunum í Sundhöll Selfoss. Byggðasafn Árnesinga hefur sett upp vorsýningu og er safnið opið frá kl. 13-17 alla páskahelgina. Ég vona að allir njóti frídaganna í tengslum við páskahelgina og óska íbúum og öðrum gleðilegra páska. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Sjálfstæðisflokkurinn Árborg Kjaramál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Páskafrí er í loftinu, fermingar og hið séríslenska “páskahret” örugglega í veðurkortunum, þó við værum öll fegin að losna við það. Þetta eru ákveðnir vorboðar, líkt og lóan, sem er komin aftur og ekki má gleyma holótta malbikinu, sandinum á gangstéttum eða brotnum kantsteinum eftir veturinn. Það er þó allt til bóta með hækkandi sól. Því er um að gera að halda sér jákvæðum í upplýsingagjöfinni úr okkar skemmtilega samfélagi í Árborg. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga Aðkoma ríkis og sveitarfélaga að gerð langtíma kjarasamnings á almennum markaði var talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum. Það er fagnaðarefni að tekist hafi að ná góðri heildarniðurstöðu um fjögurra ára kjarasamning með hóflegum launahækkunum. Þeir leggja góðan grunn fyrir samninga á opinbera markaðnum og vonandi nást brátt samningar á sambærilegum forsendum þar sem launagreiðslur eru stærsti einstaki útgjaldaliður sveitarfélaga. Svo kann að vera að við séum ekki öll sammála aðferðafræðinni eða hvernig aðkoma hins opinbera er að gerð kjarasamninga en þegar litið er á heildarmyndina þá skiptir stöðugleiki til lengri tíma mestu máli. Með honum gefst tækifæri til að ná hraðar böndum á verðbólgu og lækka vexti til lengri tíma. Aðgerðir sveitarfélaga sem Sveitarfélagið Árborg er hluti að, þ.e. lækkun gjaldskrár og niðurgreiðsla skólamáltíða skilar sér þannig til allra íbúa sem raunveruleg kjarabót og hefur jafnframt heppileg áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Miklar framkvæmdir í gangi Framkvæmdaaðilar hafa mikla trú á sveitarfélaginu okkar. Það sést best í því að tugir minni og stærri verkefna standa yfir og fleiri í undirbúningi. Heilsufyrirtækið World Class stækkar nú aðstöðu sína við Sundhöll Selfoss og vel gengur að byggja fjölbýlishús hinu megin við götuna. Miðbær Selfoss hefur sannarlega slegið í gegn eftir opnun sumarið 2021 og þar standa yfir framkvæmdir við nýtt bílastæðahús fyrir um 250 bíla sem og verslunar- og skrifstofuhúsnæði meðfram Eyraveginum. Gamla Húsasmiðjuhúsið öðlast nýtt líf síðar á árinu þegar þar opnar m.a. matvöru- og lyfjaverslun. Búast má við talsverðri uppbygginu á því svæði þar sem fyrirhugað er að byggja fjölbýlishús á lóðum næst Húsasmiðjureitnum. Þá eru nokkur verkefni tengd verslun, þjónustu og íbúðauppbyggingu í undirbúningi við Austurveginn. Það verður spennandi að sjá götumynd þessara megin gatna frá Ölfusárbrúnni þróast áfram. Bygging annars áfanga Stekkjaskóla er helsta framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins um þessar mundir. Ætlað er að þeirri framkvæmd ljúki undir lok árs. Endurnýjun lagna í Fossheiði á Selfossi ásamt viðhaldi við Stað á Eyrarbakka og sundlaug Stokkseyrar ganga vel. Á næstunni hefjast framkvæmdir við miðlunartank Selfossveitna, uppsteypu fráveitustöðvar fyrir Selfoss og endurnýjun lagna og yfirborðs í Rauðholti. Í tengslum við byggðasamlagið Bergrisann hefur sveitarfélagið svo fengið afhent húsnæði við Nauthaga undir sex þjónustuíbúðir en framkvæmdum á lóð lýkur nú í vor. Kraftur í íbúðauppbyggingu Íbúðauppbygging heldur áfram af krafti og er gott samstarf sveitarfélagsins við stærstu framkvæmdaaðilana ein af forsendum þess að uppbyggingin sé skynsamleg og í takti við þróun innviða. Markmiðið til framtíðar er alltaf að auka lífsgæði og tækifæri okkar íbúa þannig að öll uppbyggingin styðji við vöxt samfélagsins. Stekkjarhverfi, Jórvík og Austurbyggð á Selfossi eru í uppbyggingu núna ásamt einstaka lóðum í öðrum þéttbýliskjörnum og dreifbýli. Þá er fyrirhugað að framkvæmdir hefjist fljótlega í Árbakkalandinu. Á þessu ári er ætlað að efna til útboðs á nýjum götum á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt fjölda einbýlishúsalóða á svokölluðum þéttingarreitum. Mörg tækifæri má finna á þessu svæði öllu og mun ég á næstu vikum fara ítarlegar yfir áform og áhrif íbúðauppbyggingar innan sveitarfélagsins. Lifandi samfélag Sveitarfélagið Árborg er nú í samstarfsverkefni með Flóahreppi og Hveragerði um gerð atvinnustefnu enda miklir sameiginlegir hagsmunir í uppbyggingu atvinnulífs hér um slóðir. Íbúar og aðrir áhugasamir geta tekið þátt í verkefninu og komið sínum ábendingum á framfæri með því að svara stuttri könnun sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins (eða smella á þennan hlekk:Íbúakönnun). Að lokum vil ég benda á að Myndlistarfélag Árnesinga hefur verið með opnar vinnustofur reglulega í mars og afrakstur þess má sjá á sýningu yfir páskana í heitu pottunum í Sundhöll Selfoss. Byggðasafn Árnesinga hefur sett upp vorsýningu og er safnið opið frá kl. 13-17 alla páskahelgina. Ég vona að allir njóti frídaganna í tengslum við páskahelgina og óska íbúum og öðrum gleðilegra páska. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun