Verum ekki eftirbátar í stuðningi við Úkraínu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. mars 2024 06:00 Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Sjá meira
Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun