Plankavinir, kaka fyrir vinnufélaga, leika sér með börnum og hafa gaman Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. mars 2024 07:00 Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Reykjavíkurborg, gefur nokkur skemmtileg dæmi um hvernig fólk hefur eða getur aukið hreyfinguna yfir vinnudaginn án þess að ætla sér að gleypa fílinn, en hreyfing er megináhersla Mottumars í ár. Um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífstílstengd. Vísir/Vilhelm Plankavinafélag samstarfsfélaga, kaka fyrir samstarfsfélagana eftir hverja 1000 kílómetra á hjóli og að leika sér með börnum eru allt dæmi um hvernig starfsfólk hjá Reykjavíkurborg hefur virkjað sig í hreyfingu. Hjá Reykjavíkurborg er starfsfólk um ellefu þúsund talsins. Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá borginni, segir Mottumars dæmi um hreyfiátak sem ekki er hægt að sleppa því að taka þátt í: „Við erum ekki síst að benda á hvernig fólk getur aukið hreyfingu með litlu hlutunum. Því allt telst til og það er alls ekki svo að það þurfi að gleypa fílinn þótt okkur takist vel til að hreyfa okkur meira yfir vinnudaginn.“ Þriðjungur krabbameinstilvika er lífstílstengd og því er megináhersla Mottumars þetta árið hreyfing. Þátttaka vinnustaða er eitt af einkennum Mottumars og af því tilefni fjallar Atvinnulífið um málefni honum tengdum í gær og í dag. Skemmtileg dæmi starfsfólks „Það vita allir að hreyfing er góð en staðreyndin er þó sú að við erum mis læs á okkar eigin heilsu,“ segir Harpa, en meðal átaksverkefna sem borgin hefur til dæmis tekið þátt í er að efla heilsulæsi fólks, verkefni sem SÍBS stóð fyrir. Almennt segir Harpa að borgin reyni að taka þátt í öllum sambærilegum verkefnum. Enda sé vinnustaðurinn einn sá fjölmennasti á landinu og geti því verið fordæmisgefandi. „Skilin á milli þess að virkja starfsfólk eða íbúa í hreyfingu eða öðrum heilsutengdum málum eru oft óljós. Því starfsfólk vinnur víða náið með íbúum og eru þess að auki oft fólk búsett líka í borginni, þannig að hvar liggja mörkin?“ Hún segir starfið sitt afar fjölbreytt en rauði þráðurinn sé að efla lýðheilsu eins og best verður á kosið, sem oftast og mest. Enda geti það verið ótrúlega skemmtilegt. Til dæmis á vinnustöðum. Ég veit til dæmis um vinnustað þar sem þær eru nokkrar samstarfskonur saman með Plankavinafélagið. Sem gengur þá út á að planka saman í hádeginu. Og hjá þeim er mottóið einfaldlega: „Þar sem fleiri komast að en vilja““ segir Harpa og brosir. „Síðan megum við ekki gleyma því að leika okkur. Því það felst ótrúlega mikil hreyfing í því að leika með börnum, sem fyrir marga getur verið tilvalin leið til að auka á hreyfinguna.“ Annað dæmi eru stuttir göngutúrar. „Ég veit til dæmis um tvö sem starfa í ráðhúsinu sem nýta hádegið og skella sér í göngu í kringum tjörnina nánast alla daga.“ Enn eitt dæmið er að skapa skemmtilega stemningu í kringum árangurinn sem næst. „Einn vinnufélagi minn ákvað fyrir nokkru að auka sína hreyfingu með því að fara að hjóla í vinnuna alltaf þegar færi gæfist til. Hann keypti sér því hjól og fór fljótlega að tala um að honum fyndist þetta miklu minna mál en hann hefði haldið í fyrstu og hann verðlaunar sig með kökusneið eftir hverja 100 km“ segir Harpa og bætir við: „Í dag kemur hann með köku í vinnuna eftir hverja 1000 kílómetra sem hann hjólar. Sem er alltaf jafn skemmtilegt.“ Harpa segir svo marga einfalda hluti yfir daginn geta verið dæmi um góðar breytingar, til dæmis að nota stigann frekar en lyftuna, hækka/lækka borðin þegar það er hægt eða taka stuttar göngur. Þá hafa margir búið til skemmtilega stemningu í kringum hreyfingu yfir vinnudaginn.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Þurfum ekki að gleypa fílinn Harpa segir að eitt af því sem skipti mjög miklu máli á vinnustöðum sé aðstaðan. „Til dæmis sturtuaðstaða sem fólk hefur aðgang að og getur nýtt sér ef það er að taka góða hreyfingu yfir vinnudaginn.“ Þá séu borð sem hægt er að hækka eða lækka af hinu góða. Munurinn á milli kynja hvað varðar hreyfingu er til dæmis ekki mjög mikill. En getur verið mjög mikill eftir því við hvað fólk starfar. Kyrrsetufólk sem vinnur við tölvur allan daginn er hópur sem þarf að huga sérstaklega að og reyna að virkja.“ Sem Harpa segir ekkert endilega þurfa að vera flókið. „Við þurfum ekki að hugsa um meiri hreyfingu sem einhverja breytingu sem felur í sér að ætla að gleypa fílinn í heilu lagi. Hér leggjum við því sérstaka áherslu á að benda á litlu einföldu hlutina. Því þeir telja svo mikið yfir allan daginn.“ Og Harpa nefnir nokkur góð dæmi: Að taka stigann frekar en lyftuna Að passa sig á því að standa reglulega upp yfir daginn Að hækka eða lækka borð, til dæmis alltaf eftir að þú sækir þér kaffi „Það er oft talað um hálftíma til sextíu mínútur á dag en til þess að ná því, er hægt að horfa til svo margs. Ef þú til dæmis tekur stigann þrisvar sinnum á dag ertu strax kominn með korter,“ segir Harpa og bætir við: „Við þurfum alls ekkert að ímynda okkur að það að hreyfa okkur meir þýði eitthvað fjallahlaup í klukkutíma. Með því að horfa á alla þessa litlu og jafnvel einföldu hluti á daginn getum við náð fínum árangri. Og síðan minni ég líka á hrósið. Að vera dugleg að gefa okkur sjálfum gott klapp á öxlina þegar vel tekst til og það sama á við um að hrósa vinnufélögunum okkar.“ Harpa segir borgina hafa ákveðið að taka virkan þátt í Mottumars enda séu sem flestir vinnustaðir hvattir til að gera það. Hér má sjá frétt frá liðinni viku þar sem starfsfólk Reykjavíkurborgar í Höfðaborg var kallað út til að taka þátt í nokkrum skemmtilegum æfingum með Gunna og Felix. Heilsa Krabbamein Vinnustaðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Spennuþrungin sigling Mottumarssokkana til Íslands dæmi um hvað margt getur komið upp „Mottumarssokkarnir voru framleiddir í þetta skiptið í Asíu og í byrjun desember var þeim lestað þar í skip til að koma til okkar sjóleiðina. Nema að þá lendum við í því Hútarnir í Jemen loka Súesskurðinum í framhaldi af sínum deilum við Bandaríkjamenn með þeim afleiðingum að fjölmörg flutningaskip þurftu að sigla suður með Afríku sem þýddi að sokkarnir voru mun lengur á leiðinni hingað heim,“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðs- og fjáröflunarmála hjá Krabbameinsfélaginu. 20. mars 2024 07:01 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg er starfsfólk um ellefu þúsund talsins. Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá borginni, segir Mottumars dæmi um hreyfiátak sem ekki er hægt að sleppa því að taka þátt í: „Við erum ekki síst að benda á hvernig fólk getur aukið hreyfingu með litlu hlutunum. Því allt telst til og það er alls ekki svo að það þurfi að gleypa fílinn þótt okkur takist vel til að hreyfa okkur meira yfir vinnudaginn.“ Þriðjungur krabbameinstilvika er lífstílstengd og því er megináhersla Mottumars þetta árið hreyfing. Þátttaka vinnustaða er eitt af einkennum Mottumars og af því tilefni fjallar Atvinnulífið um málefni honum tengdum í gær og í dag. Skemmtileg dæmi starfsfólks „Það vita allir að hreyfing er góð en staðreyndin er þó sú að við erum mis læs á okkar eigin heilsu,“ segir Harpa, en meðal átaksverkefna sem borgin hefur til dæmis tekið þátt í er að efla heilsulæsi fólks, verkefni sem SÍBS stóð fyrir. Almennt segir Harpa að borgin reyni að taka þátt í öllum sambærilegum verkefnum. Enda sé vinnustaðurinn einn sá fjölmennasti á landinu og geti því verið fordæmisgefandi. „Skilin á milli þess að virkja starfsfólk eða íbúa í hreyfingu eða öðrum heilsutengdum málum eru oft óljós. Því starfsfólk vinnur víða náið með íbúum og eru þess að auki oft fólk búsett líka í borginni, þannig að hvar liggja mörkin?“ Hún segir starfið sitt afar fjölbreytt en rauði þráðurinn sé að efla lýðheilsu eins og best verður á kosið, sem oftast og mest. Enda geti það verið ótrúlega skemmtilegt. Til dæmis á vinnustöðum. Ég veit til dæmis um vinnustað þar sem þær eru nokkrar samstarfskonur saman með Plankavinafélagið. Sem gengur þá út á að planka saman í hádeginu. Og hjá þeim er mottóið einfaldlega: „Þar sem fleiri komast að en vilja““ segir Harpa og brosir. „Síðan megum við ekki gleyma því að leika okkur. Því það felst ótrúlega mikil hreyfing í því að leika með börnum, sem fyrir marga getur verið tilvalin leið til að auka á hreyfinguna.“ Annað dæmi eru stuttir göngutúrar. „Ég veit til dæmis um tvö sem starfa í ráðhúsinu sem nýta hádegið og skella sér í göngu í kringum tjörnina nánast alla daga.“ Enn eitt dæmið er að skapa skemmtilega stemningu í kringum árangurinn sem næst. „Einn vinnufélagi minn ákvað fyrir nokkru að auka sína hreyfingu með því að fara að hjóla í vinnuna alltaf þegar færi gæfist til. Hann keypti sér því hjól og fór fljótlega að tala um að honum fyndist þetta miklu minna mál en hann hefði haldið í fyrstu og hann verðlaunar sig með kökusneið eftir hverja 100 km“ segir Harpa og bætir við: „Í dag kemur hann með köku í vinnuna eftir hverja 1000 kílómetra sem hann hjólar. Sem er alltaf jafn skemmtilegt.“ Harpa segir svo marga einfalda hluti yfir daginn geta verið dæmi um góðar breytingar, til dæmis að nota stigann frekar en lyftuna, hækka/lækka borðin þegar það er hægt eða taka stuttar göngur. Þá hafa margir búið til skemmtilega stemningu í kringum hreyfingu yfir vinnudaginn.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Þurfum ekki að gleypa fílinn Harpa segir að eitt af því sem skipti mjög miklu máli á vinnustöðum sé aðstaðan. „Til dæmis sturtuaðstaða sem fólk hefur aðgang að og getur nýtt sér ef það er að taka góða hreyfingu yfir vinnudaginn.“ Þá séu borð sem hægt er að hækka eða lækka af hinu góða. Munurinn á milli kynja hvað varðar hreyfingu er til dæmis ekki mjög mikill. En getur verið mjög mikill eftir því við hvað fólk starfar. Kyrrsetufólk sem vinnur við tölvur allan daginn er hópur sem þarf að huga sérstaklega að og reyna að virkja.“ Sem Harpa segir ekkert endilega þurfa að vera flókið. „Við þurfum ekki að hugsa um meiri hreyfingu sem einhverja breytingu sem felur í sér að ætla að gleypa fílinn í heilu lagi. Hér leggjum við því sérstaka áherslu á að benda á litlu einföldu hlutina. Því þeir telja svo mikið yfir allan daginn.“ Og Harpa nefnir nokkur góð dæmi: Að taka stigann frekar en lyftuna Að passa sig á því að standa reglulega upp yfir daginn Að hækka eða lækka borð, til dæmis alltaf eftir að þú sækir þér kaffi „Það er oft talað um hálftíma til sextíu mínútur á dag en til þess að ná því, er hægt að horfa til svo margs. Ef þú til dæmis tekur stigann þrisvar sinnum á dag ertu strax kominn með korter,“ segir Harpa og bætir við: „Við þurfum alls ekkert að ímynda okkur að það að hreyfa okkur meir þýði eitthvað fjallahlaup í klukkutíma. Með því að horfa á alla þessa litlu og jafnvel einföldu hluti á daginn getum við náð fínum árangri. Og síðan minni ég líka á hrósið. Að vera dugleg að gefa okkur sjálfum gott klapp á öxlina þegar vel tekst til og það sama á við um að hrósa vinnufélögunum okkar.“ Harpa segir borgina hafa ákveðið að taka virkan þátt í Mottumars enda séu sem flestir vinnustaðir hvattir til að gera það. Hér má sjá frétt frá liðinni viku þar sem starfsfólk Reykjavíkurborgar í Höfðaborg var kallað út til að taka þátt í nokkrum skemmtilegum æfingum með Gunna og Felix.
Heilsa Krabbamein Vinnustaðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Spennuþrungin sigling Mottumarssokkana til Íslands dæmi um hvað margt getur komið upp „Mottumarssokkarnir voru framleiddir í þetta skiptið í Asíu og í byrjun desember var þeim lestað þar í skip til að koma til okkar sjóleiðina. Nema að þá lendum við í því Hútarnir í Jemen loka Súesskurðinum í framhaldi af sínum deilum við Bandaríkjamenn með þeim afleiðingum að fjölmörg flutningaskip þurftu að sigla suður með Afríku sem þýddi að sokkarnir voru mun lengur á leiðinni hingað heim,“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðs- og fjáröflunarmála hjá Krabbameinsfélaginu. 20. mars 2024 07:01 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Spennuþrungin sigling Mottumarssokkana til Íslands dæmi um hvað margt getur komið upp „Mottumarssokkarnir voru framleiddir í þetta skiptið í Asíu og í byrjun desember var þeim lestað þar í skip til að koma til okkar sjóleiðina. Nema að þá lendum við í því Hútarnir í Jemen loka Súesskurðinum í framhaldi af sínum deilum við Bandaríkjamenn með þeim afleiðingum að fjölmörg flutningaskip þurftu að sigla suður með Afríku sem þýddi að sokkarnir voru mun lengur á leiðinni hingað heim,“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðs- og fjáröflunarmála hjá Krabbameinsfélaginu. 20. mars 2024 07:01
Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02
Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00