Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 07:06 Netanyahu segist staðráðinn í að ráðast inn í Rafah en hefur þó samþykkt að senda fulltrúa til Washington til að ræða fyrirætlanirnar. AP/Leo Correa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Netanyahu sagðist hafa gert Joe Biden Bandaríkjaforseta grein fyrir því að Ísraelsmenn væru staðráðnir í að ljúka því sem þeir hefðu hafið, þar á meðal að útrýma þeim bardagasveitum Hamas sem hefðust við í Rafah. Það væri ekki hægt að gera nema með því að fara inn á svæðið. Netanyahu og Biden ræddu saman í síma á mánudag og er Biden sagður hafa ítrekað við Netanyahu að það væru mistök að ráðast inn á Rafah; Ísraelsmenn gætu náð markmiðum sínum með öðrum leiðum og þá væri hætta á að þeir einangruðust algjörlega á alþjóðasviðinu ef aðgerðirnar myndu valda frekara mannfalli og neyð. Forsætisráðherrann sagðist bíða eftir tillögum frá Bandaríkjunum um hvernig mætti verja almenna borgara á Rafah, af virðingu við Biden. Hann sagðist hins vegar ekki sjá neina aðra leið til að útrýma Hamas en að ráðast gegn bardagasveitunum þar sem þær héldu sig. Yfirvöld í Ísrael segja Rafah nú eina svæðið á Gasa þar sem umsvif Hamas eru veruleg en greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að þar sé að finna fjórar bardagasveitir samtakanna. Á sama tíma dvelur 1,5 milljón manna þar, eftir að hafa flúið árásir Ísraels annars staðar á svæðinu. Hvíta húsið hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael og aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hamas en segist ekki munu styðja innrás í Rafah nema að Ísraelsmenn leggi fram trúverðuga áætlun um hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum án þess að það komi niður á almennum borgurum. Von er á sendinefnd háttsettra embættismanna frá Ísrael til Washington í byrjun næstu viku, þar sem fundað verður um áætlanir Ísraelsmanna. Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Netanyahu sagðist hafa gert Joe Biden Bandaríkjaforseta grein fyrir því að Ísraelsmenn væru staðráðnir í að ljúka því sem þeir hefðu hafið, þar á meðal að útrýma þeim bardagasveitum Hamas sem hefðust við í Rafah. Það væri ekki hægt að gera nema með því að fara inn á svæðið. Netanyahu og Biden ræddu saman í síma á mánudag og er Biden sagður hafa ítrekað við Netanyahu að það væru mistök að ráðast inn á Rafah; Ísraelsmenn gætu náð markmiðum sínum með öðrum leiðum og þá væri hætta á að þeir einangruðust algjörlega á alþjóðasviðinu ef aðgerðirnar myndu valda frekara mannfalli og neyð. Forsætisráðherrann sagðist bíða eftir tillögum frá Bandaríkjunum um hvernig mætti verja almenna borgara á Rafah, af virðingu við Biden. Hann sagðist hins vegar ekki sjá neina aðra leið til að útrýma Hamas en að ráðast gegn bardagasveitunum þar sem þær héldu sig. Yfirvöld í Ísrael segja Rafah nú eina svæðið á Gasa þar sem umsvif Hamas eru veruleg en greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að þar sé að finna fjórar bardagasveitir samtakanna. Á sama tíma dvelur 1,5 milljón manna þar, eftir að hafa flúið árásir Ísraels annars staðar á svæðinu. Hvíta húsið hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael og aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hamas en segist ekki munu styðja innrás í Rafah nema að Ísraelsmenn leggi fram trúverðuga áætlun um hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum án þess að það komi niður á almennum borgurum. Von er á sendinefnd háttsettra embættismanna frá Ísrael til Washington í byrjun næstu viku, þar sem fundað verður um áætlanir Ísraelsmanna.
Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira