„Viljum ekki bara tvö stig, viljum líka vera spila vel.“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. mars 2024 21:51 Benedikt Guðmundsson stýrði Njarðvíkurliðinu til sigurs í kvöld. vísir / pawel Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með gestina frá Hveragerði í kvöld þegar Hamar leit við í Ljónagryfjuna í 20.umferð Subway deild karla. Heimamenn fóru með öruggan 31 stiga sigur 103-72. „Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Sjá meira
„Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu