Færeyska 757-þotan fær aðra ferð á Vogaflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2024 11:30 Boeing 757-þota FarCargo lenti í fyrsta sinn á Vogaflugvelli í síðustu viku en á undanþágu fyrir einni ferð. Jónis Albert Nielsen/jn.fo Boeing 757-flutningaþota færeyska félagsins FarCargo hefur fengið undanþágu frá dönskum samgönguyfirvöldum til að lenda í Færeyjum í dag. Áform um reglulega fiskflutninga eru í uppnámi þar sem reglugerð fyrir Vogaflugvöll, eina flugvöll Færeyinga, takmarkar vænghaf þeirra flugvéla sem mega nota völlinn við allt að 36 metra en 757-þotan er með 41 metra breitt vænghaf. Flugvél FarCargo, dótturfélags fiskeldisrisans Bakkafrosts, lenti í fyrsta sinn í Færeyjum fyrir rúmri viku og var komu hennar þá fagnað með viðhöfn. Hún flaug síðan með fyrsta farminn, ferskan eldislax, til New York með millilendingu í Keflavík. Í staðinn fyrir að hefja reglubundið vöruflug var henni flogið til Billund í Danmörku þar sem hún hefur staðið óhreyfð síðan meðan reynt er að greiða úr málum. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið er hið vandræðalegasta en eftir jómfrúarflugið upplýstu færeyskir fjölmiðlar að þotan hefði aðeins fengið undanþágu fyrir þetta eina flug. Bæði FarCargo og flugvallaryfirvöld í Færeyjum virðast hafa staðið í þeirri trú að öll leyfi væru komin í höfn þegar danska samgöngustofan greip í taumana. Ástæðan var sú að Vogaflugvöllur er skráður með viðmiðunarkóða C en hefði þurft að vera með kóða D, sem leyfir flugvélar með allt að 52 metra vænghaf. Núna hefur 757-þotan Eysturoy aftur fengið bráðabirgðaleyfi til að lenda í Vogum en aðeins fyrir þessari einu ferð í dag. Áformað er að hún fljúgi frá Billund um miðjan dag og lendi í Færeyjum síðdegis. Þar verður þotan fyllt af ferskum laxi og síðan haldið til Keflavíkur um kvöldmatarleytið þar sem millilent verður til eldsneytistöku á leiðinni vestur um haf til New York. Þotan getur borið allt að 35 tonna farm.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Kringvarp Færeyja hefur eftir flugvallarstjóranum í Vogum að beðið sé eftir varanlegu leyfi fyrir 757-þotuna til að lenda í Færeyjum. „Við vitum ekki hvenær varanlegt leyfi kemur en það verður fljótlega,“ segir flugvallarstjórinn. „Eins og við áttum von á erum við aftur komin með lendingarleyfi, eins og við fengum í síðustu viku. Núna hyggjumst við hefja reglulegt flug,“ segir Birgir Nielsen, framkvæmdastjóri FarCargo, í færslu á Facebook. Færeyjar Fréttir af flugi Lax Sjókvíaeldi Keflavíkurflugvöllur Matvælaframleiðsla Fiskeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. 6. mars 2024 12:42 Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugvél FarCargo, dótturfélags fiskeldisrisans Bakkafrosts, lenti í fyrsta sinn í Færeyjum fyrir rúmri viku og var komu hennar þá fagnað með viðhöfn. Hún flaug síðan með fyrsta farminn, ferskan eldislax, til New York með millilendingu í Keflavík. Í staðinn fyrir að hefja reglubundið vöruflug var henni flogið til Billund í Danmörku þar sem hún hefur staðið óhreyfð síðan meðan reynt er að greiða úr málum. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið er hið vandræðalegasta en eftir jómfrúarflugið upplýstu færeyskir fjölmiðlar að þotan hefði aðeins fengið undanþágu fyrir þetta eina flug. Bæði FarCargo og flugvallaryfirvöld í Færeyjum virðast hafa staðið í þeirri trú að öll leyfi væru komin í höfn þegar danska samgöngustofan greip í taumana. Ástæðan var sú að Vogaflugvöllur er skráður með viðmiðunarkóða C en hefði þurft að vera með kóða D, sem leyfir flugvélar með allt að 52 metra vænghaf. Núna hefur 757-þotan Eysturoy aftur fengið bráðabirgðaleyfi til að lenda í Vogum en aðeins fyrir þessari einu ferð í dag. Áformað er að hún fljúgi frá Billund um miðjan dag og lendi í Færeyjum síðdegis. Þar verður þotan fyllt af ferskum laxi og síðan haldið til Keflavíkur um kvöldmatarleytið þar sem millilent verður til eldsneytistöku á leiðinni vestur um haf til New York. Þotan getur borið allt að 35 tonna farm.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Kringvarp Færeyja hefur eftir flugvallarstjóranum í Vogum að beðið sé eftir varanlegu leyfi fyrir 757-þotuna til að lenda í Færeyjum. „Við vitum ekki hvenær varanlegt leyfi kemur en það verður fljótlega,“ segir flugvallarstjórinn. „Eins og við áttum von á erum við aftur komin með lendingarleyfi, eins og við fengum í síðustu viku. Núna hyggjumst við hefja reglulegt flug,“ segir Birgir Nielsen, framkvæmdastjóri FarCargo, í færslu á Facebook.
Færeyjar Fréttir af flugi Lax Sjókvíaeldi Keflavíkurflugvöllur Matvælaframleiðsla Fiskeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. 6. mars 2024 12:42 Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40
Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. 6. mars 2024 12:42
Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03