Draumalandið Luxembourg og íslenskir jafnaðarmenn - annar hluti Ólafur Sveinsson skrifar 14. mars 2024 08:00 Í grein sinni „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um hið mikla ágæti Luxemburg skrifar Hjörtur Björnsson um það hvernig Luxembourg hafi haldið áfram á sigurbraut sinni 1999 með upptöku evrunnar. „ ... vel ígrundaðar aðgerðir til þess að lokka að erlenda fjárfestingu og uppbyggingu hátækniiðnaðar og fjármálamiðstöðvar varð til þess að mörg alþjóðleg stórfyrirtæki sáu sér hag í að staðsetja evrópu-höfuðstöðvar sínar í landinu. Þar má telja Microsoft og Amazon sem er auk þess með aðal vörudreifingastöð sína í evrópu stadda í landinu þökk sé hentugri staðsetningu, góðu samgöngukerfi og flugfraktmiðstöð sem flytur yfir milljón tonn af frakt á ári til og frá öllum heimsálfum.“ Það er augljóst að Hjörtur hefur gert áróður yfirvalda í Luxemburg að sínum, en sleppir því að minnast á að ástæðan fyrir því að alþjóðleg fyrirtæki hafa höfuðstöðvar sínar í Luxemburg eru að fyrir vikið þurfa þau ekki að greiða nema örlítið brot úr prósenti í skatt af miklum hagnaði sínum innan alls Evrópubandalagsins. Það á auðvitað líka við um Amazon sem er þekkt fyrir að koma mjög illa fram við starfsmenn sína í vöruhúsunum og að vinna hatrammlega gegn verkalýðsfélögum. Það er dæmigert fyrir tíðarandann að tveir auðugustu menn heims, Jeff Bezos Amazon og Elon Musk Tesla, SpaceX, X osfrv. berjast báðir af mikilli hörku gegn stofnun verkalýðsfélaga í fyrirtækjum sínum í Bandaríkjunum og annarsstaðar. Halda launum í lágmarki og vilja drottna og deila, í stað þess að veita launþegunum lágmarksréttindi. Hjörtur talar um „ ... vel ígrundaðar aðgerðir til að lokka erlenda fjárfestingu og uppbyggingu hátækniiðnaðar ... „ og það er auðvelt að gera sér í hugarlund í hverju þær voru fólgnar. Skattfrelsi og mjög sennilega rausnarlegir styrkir. Luxemburg nýtur þess að að því liggja þrjú fjölmenn og rík lönd, Þýskaland, Belgía og Frakkland með vel menntuðu fólki sem sækir þangað vinnu. Meðal annars þess vegna er erfitt að bera það saman við Ísland. Að auki gerir Luxemburg í krafti ríkisdæmis síns mjög vel við þá sem þar búa, eins og kemur fram í grein Róberts, og á fyrir vikið auðveldara með að laða til sín vel menntað fólk sem vinnur í alþjóðlegu umhverfi en mjög mörg önnur lönd. Undirboð, skattaafslættir og styrkir til stórra alþjóðlegra fyrirtækja, auðhringa eins og sumir kjósa að kalla þau, sem vita ekki aura sinna tal, til að fá þau til að byggja verksmiðjur og koma með aðra starfsemi inní viðkomandi land er orðið að plagsið sem að styrkir þau ekki aðeins fjárhagslega, heldur veldur lýðræðishalla, því það eru þau sem að setja leikreglurnar í stað ríkjanna sjálfra. Það þekkja Íslendingar mjög vel og nærtækasta dæmið er Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa í Reyðarfirði, þar sem rafmagnsverðið, sem er viðskiptaleyndarmál, er að öllum líkinum svo lágt að Kárahnjúkavirkjun stendur ekki undir sér þau 40 ár sem samningur Alcoa og Landsvirkjunar er í gildi. Alcoa borgar engan tekjuskatt af álverinu í Reyðarfirði, þrátt fyrir að Fjarðaál sé önnur af arðsömustu álbræðslum fyrirtækisins og styrkir / afslættir vegna hafnarframkvæmda og annars voru verulegir. Það má vera að álverið hafi verið blessun fyrir Austfirðinga eins og oft er haldið fram, en það var ótrúlega vondur buissnes fyrir Ísland. „Af okkur 660 þúsund íbúum Lúxemborgar eru heimamenn (það er að segja Lúxembúrgískir ríkisborgarar) einungis um 53% íbúanna. ... Við útlendingarnir sem höfum „tekið yfir landið“ komum frá 171 þjóðríkjum og tölum allskonar mállýskur en þó kannski síst Lúxembúrgísku ... Þess á milli skiptir þá ekki meginmáli hvort við tölum ensku, þýsku eða frönsku eða hvort við tilbiðjum Óðinn, Jésú, Múhammeð, Búdda, Krishna, Mammon eða Yoda. Lúxemborg hefur breyst á fáeinum árum ... í alþjóðlegan hrærigraut mismunandi „framandi menningarheima“ og tungumála. Þetta virðist þó lítið fara í taugarnar á heimamönnum sem vita hverjir halda uppi góðærinu og strokka smjérið sem drýpur af hverju strái. Aldrei hef ég orðið var við útlendingaandúð eða kröfur um „aðlögun“. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann gera því skóna að útlendingar séu „vandamál“ sem ógni menningu, tungumáli, innviðum eða forréttindastöðu innfæddra.“ Það eru ekki síst þessi orð Róberts sem að virðast hafa vakið lukku meðal vinstrisinnaðra Íslendinga sem eru langþreyttir á þeim landlægu kynþáttafordómum, rasisma sem hefur komið af fullum krafti uppá yfirborðið á síðustu misserum í tengslum við umræður um innflytjendur og flóttamenn. Það hefur sjokkerað ýmsa en ætti því miður ekki að koma á óvart miðað við umræðurnar um þessi mál í þeim löndum sem við miðum okkur helst við. Í Finnlandi situr þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar (nýnasistaflokkur er eiginlega betri lýsing) í stjórn. Í Svíþjóð er minnihlutastjórn undir forystu Hægriflokksins við völd, studd af næst stærsta flokki landsins Svíþjóðardemókrötum, sem að á rætur sínar að rekja í hreyfingu nýnasista. Í Danmörku náðu Sósíaldemókratar völdum með því að gera kröfur þjóðernisflokka sem voru yst til hægri í innflytjenda- og flóttamannamálum að sínum og nú hefur Kristrún Mjöll Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar lýst yfir aðdáun sinni á Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur og stefnu hennar í málefnum innflytjenda og flóttamanna. Í Þýskalandi er AfD (Alterntive für Deutschland), hægri öfgaflokkur, að hluta nýnasistaflokkur, næst stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Í Austurríki hefur þjóðernissinnaði pópulistaflokkurinn ÖVP verið reglulega í stjórn. Á Ítalíu fer fasistaflokkur Gorgia Meloni frænku Mussolinis fyrir ríkisstjórninni. Í Hollandi vann þjóðernisflokkur pópúlistans Geerd Wilders, sem berst hart gegn innflytjendum og flóttamönnum, nýlega kosningarnar. Í Frakklandi er líklegt að Marine Le Pen verði næsti forsteti. Í Portúgal vann hægri öfgaflokkur stóran sigur í kosningunum um síðustu helgi. Í síðustu kosningum á Spáni munaði minnstu að öfgafullur þjóðernisflokkur ynni kosningarnar. Á Bretlandi setur Íhaldsflokkurinn allt sitt traust á að hörð og öfgafull stefna flokksins í innflytjenda- og flótamannamálum tryggi honum áframhaldandi stjórnarsetu í kosningunum í haust. Í Bandaríkjunum er Trump, í Brasilíu var Bolsonaro, í Argentínu var kolbrjálaður anarkókapítalisti nýlega kosinn forseti. En í miðri Vestur-Evrópu er lítið stórhertogadæmi þar sem allir lifa í sátt og samlyndi og engin spenna er milli innfæddra og þeirra mismunandi hópa útlendinga sem þar búa, rétt eins og í lokin í Dýrunum í Hálsaskógi þegar aumingja Mikki refur er neyddur til að borða gulrætur og piparkökur frá Hérastubb bakarameistara og allir eiga að vera vinir. Í Ástríksbókunum búa Gallarnir í litlu þorpi inní miðju rómarveldi og eru ósigrandi út af töfradrykknum. Það er engu líkara en Luxembourg blandi töframeðali í drykkjarvatnið gegn kynþáttafordómum, miðað við frásögn Róberts Björnssonar, sem má skilja sem svo að jafn vel sé tekið á móti flóttamönnum frá Miðausturlöndum og hámenntuðum sérfræðingum sem fyrirtæki þar þurfa nauðsynlega á að halda. Sigurður Hr. Sigurðsson skrifaði á facebook í tengslum við grein Róberts: „Það eru að vísu 20 ár síðan ég bjó í Luxembourg en ég var vissulega var við ákveðið óþol gagnvart þessum mikla fjölda útlendinga. Mín tilfinning var sú að "innfæddir" væru stundum ókurteisir og jafnvel agressífir gagnvart aðkomufólki. Innflytjendur voru frá mörgum löndum og unnu alls konar störf, stundum mun betur launuð en heimamenn. Svo voru stórir hópar fólks frá Ítalíu og Portúgal sem unnu í byggingavinnu og við heimilishjálp og þrif. Það var eiginlega áberandi hversu fáir voru svartir, arabar eða af asískum uppruna en trúlega hefur þetta breyst töluvert mikið á 20 árum.“ Þýskaland, Frakkland og Belgía, sem að liggja að Luxembourg, eru öll mjög stéttskipt lönd þar sem litið er niður á þá sem að vinna í einföldum verksmiðjustörfum, almennum verkamannastörfum, við þrif, heimilishjálp, hjúkrun osfrv. og það er erfitt að ímynda sér að það eigi ekki líka við um Luxembourg. Eins og Sigurður skrifar eru innflytjendur af sama eða svipuðu þjóðerni fjölmennir í slíkum störfum í Luxembourg sem eru nær allstaðar illa borguð og húsnæðið sem fólkinu stendur til boða með því lakasta sem hægt er að fá. Það á við um flest lönd Vestur-Evrópu eftir gríðarlegan innflutning á fólki á sjöunda og áttunda áratugnum vegna mikils skorts á ómenntuðu vinnuafli í iðnríkjunum og Ísland hefur bæst í þann hóp á þessari öld. Nú er almennt viðurkennt að mikið af slæmum mistökum hafi verið gerð á þeim tíma, sem að samfélögin súpi enn seiðið af, og því miður virðast íslensk yfirvöld ætla að endurtaka þau öll. Í Þýskalandi þar sem ég bý og þekki best til voru það einkum Ítalir sem að voru fluttir inn í lok sjötta og byrjun sjöunda áratugarins og það eimir en eftir af fordómunum í þeirra garð. Um og uppúr miðjum sjöunda áratugnum hófst innflutningur á Tyrkjum í stórum stíl, sem að komu flestir úr austur héruðum landsins úr sveitaþorpum sem voru einöngruð og mjög íhaldsöm. Flestir voru lítt eða ekki skólagengnir og margir ólæsir. Það var talað um Gastarbeiter (farandverkamenn) en Gast er sama og gestur á íslensku, því þeim var aðeins ætlað að vera í skamman tíma í Þýskalandi sem gestir og fara síðan aftur til síns heima. Menn voru sóttir á flugvöllinn og nánast keyrðir beint í verksmiðjurnar, kolanámurnar, húsnæðið sem þurfti að skúra osfrv. Herbergin sem þeim var boðið uppá, þá sjaldan húsnæði fylgdi með, var yfirleitt skelfilegt og mállausir mennirnir björguðu sér með því að „maður þekkti landsmann“ sem aðstoðaði þá við að finna pláss fyrir dýnu í lélegri og yfirfylltri íbúð með öðrum Tyrkjum. Þar sem þeir voru farandverkamenn í einföldum störfum sem myndu yfirgefa landið fljótlega þótti ástæðulaust að kenna þeim þýsku eða að reyna að aðlaga þá þýsku samfélagi á nokkurn hátt. Svipaða sögu var að segja í flestum öðrum iðnvæddum löndum Vestur-Evrópu á þessum tíma. Í Danmörku voru það einkum Tyrkir og Pakistanar sem voru sóttir til landsins meðan nýlenduþjóðirnar Bretar og Frakkar hleyptu fólki úr fyrrverandi nýlendum til sín í stórum stíl. Í Luxembourg skorti einnig vinnuafl á þessum tíma, einkum í landbúnaði til viðbótar við verksmiðjuvinnu, byggingarvinnu, þrif og önnur störf sem litla sem enga menntun þarf til að inna af hendi. Samfélagið var mjög íhaldssamt og rammkaþólskt og því var ákveðið að veita aðeins verkafólki úr kaþólskum löndum atvinnuleyfi, því það væri líklegra til að aðlagast lífinu þar vandræðalítið en aðrir út af sameiginlegri trú. Fyrst komu þar Ítalir en uppúr miðjum sjöunda áratugnum Portúgalar í stórum stíl og eru nú um 20% íbúa stórhertogadæmisins. Það er alls ekki litið á þá sem jafningja í Luxembourg heldur þurfa þeir og afkomendur þeirra að berjast við mikla fordóma. Það eru svotil eingöngu útlendingar frá öðrum löndum Efnahagsbandalagsins sem að fá atvinnuleyfi í Luxembourg þannig að fullyrðing Róberts um að í Luxembourg sé að finna „ ... alþjóðlegan hrærigraut mismunandi „framandi menningarheima“ og tungumála“ stenst illa nánari skoðun, nema maður takmarki heiminn við Evrópu, eins og reyndar ýmsar fleiri fullyrðingar hans um hvað allt sé „dejlig“ og „ligeglad“ í útlendingamálum í Luxembourg. En meira um það í næstu grein. Ég ætlaði upphaflega aðeins að skrifa eina stutta grein, síðan urðu þær tvær og nú er fyrirsjáanlegt að sú þriðja bætist við. Vonandi verða þær ekki fleiri. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sveinsson Tengdar fréttir Íslenskir jafnaðarmenn og draumalandið Luxemburg – fyrri hluti Grein Róberts Björnssonar „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um Luxemburg hér á Vísi, hefur verið dreift á facebook af vinstrimönnum eins og um nýtt guðspjall sé að ræða og Luxemburg fyrirmyndaríkið. Það er ótrúlega grunnhyggið þegar haft er í huga á hverju þetta litla, moldríka fyrirmyndarsamfélag þeirra sem kenna sig við jafnaðarmennsku þrífst. 11. mars 2024 08:30 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um hið mikla ágæti Luxemburg skrifar Hjörtur Björnsson um það hvernig Luxembourg hafi haldið áfram á sigurbraut sinni 1999 með upptöku evrunnar. „ ... vel ígrundaðar aðgerðir til þess að lokka að erlenda fjárfestingu og uppbyggingu hátækniiðnaðar og fjármálamiðstöðvar varð til þess að mörg alþjóðleg stórfyrirtæki sáu sér hag í að staðsetja evrópu-höfuðstöðvar sínar í landinu. Þar má telja Microsoft og Amazon sem er auk þess með aðal vörudreifingastöð sína í evrópu stadda í landinu þökk sé hentugri staðsetningu, góðu samgöngukerfi og flugfraktmiðstöð sem flytur yfir milljón tonn af frakt á ári til og frá öllum heimsálfum.“ Það er augljóst að Hjörtur hefur gert áróður yfirvalda í Luxemburg að sínum, en sleppir því að minnast á að ástæðan fyrir því að alþjóðleg fyrirtæki hafa höfuðstöðvar sínar í Luxemburg eru að fyrir vikið þurfa þau ekki að greiða nema örlítið brot úr prósenti í skatt af miklum hagnaði sínum innan alls Evrópubandalagsins. Það á auðvitað líka við um Amazon sem er þekkt fyrir að koma mjög illa fram við starfsmenn sína í vöruhúsunum og að vinna hatrammlega gegn verkalýðsfélögum. Það er dæmigert fyrir tíðarandann að tveir auðugustu menn heims, Jeff Bezos Amazon og Elon Musk Tesla, SpaceX, X osfrv. berjast báðir af mikilli hörku gegn stofnun verkalýðsfélaga í fyrirtækjum sínum í Bandaríkjunum og annarsstaðar. Halda launum í lágmarki og vilja drottna og deila, í stað þess að veita launþegunum lágmarksréttindi. Hjörtur talar um „ ... vel ígrundaðar aðgerðir til að lokka erlenda fjárfestingu og uppbyggingu hátækniiðnaðar ... „ og það er auðvelt að gera sér í hugarlund í hverju þær voru fólgnar. Skattfrelsi og mjög sennilega rausnarlegir styrkir. Luxemburg nýtur þess að að því liggja þrjú fjölmenn og rík lönd, Þýskaland, Belgía og Frakkland með vel menntuðu fólki sem sækir þangað vinnu. Meðal annars þess vegna er erfitt að bera það saman við Ísland. Að auki gerir Luxemburg í krafti ríkisdæmis síns mjög vel við þá sem þar búa, eins og kemur fram í grein Róberts, og á fyrir vikið auðveldara með að laða til sín vel menntað fólk sem vinnur í alþjóðlegu umhverfi en mjög mörg önnur lönd. Undirboð, skattaafslættir og styrkir til stórra alþjóðlegra fyrirtækja, auðhringa eins og sumir kjósa að kalla þau, sem vita ekki aura sinna tal, til að fá þau til að byggja verksmiðjur og koma með aðra starfsemi inní viðkomandi land er orðið að plagsið sem að styrkir þau ekki aðeins fjárhagslega, heldur veldur lýðræðishalla, því það eru þau sem að setja leikreglurnar í stað ríkjanna sjálfra. Það þekkja Íslendingar mjög vel og nærtækasta dæmið er Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa í Reyðarfirði, þar sem rafmagnsverðið, sem er viðskiptaleyndarmál, er að öllum líkinum svo lágt að Kárahnjúkavirkjun stendur ekki undir sér þau 40 ár sem samningur Alcoa og Landsvirkjunar er í gildi. Alcoa borgar engan tekjuskatt af álverinu í Reyðarfirði, þrátt fyrir að Fjarðaál sé önnur af arðsömustu álbræðslum fyrirtækisins og styrkir / afslættir vegna hafnarframkvæmda og annars voru verulegir. Það má vera að álverið hafi verið blessun fyrir Austfirðinga eins og oft er haldið fram, en það var ótrúlega vondur buissnes fyrir Ísland. „Af okkur 660 þúsund íbúum Lúxemborgar eru heimamenn (það er að segja Lúxembúrgískir ríkisborgarar) einungis um 53% íbúanna. ... Við útlendingarnir sem höfum „tekið yfir landið“ komum frá 171 þjóðríkjum og tölum allskonar mállýskur en þó kannski síst Lúxembúrgísku ... Þess á milli skiptir þá ekki meginmáli hvort við tölum ensku, þýsku eða frönsku eða hvort við tilbiðjum Óðinn, Jésú, Múhammeð, Búdda, Krishna, Mammon eða Yoda. Lúxemborg hefur breyst á fáeinum árum ... í alþjóðlegan hrærigraut mismunandi „framandi menningarheima“ og tungumála. Þetta virðist þó lítið fara í taugarnar á heimamönnum sem vita hverjir halda uppi góðærinu og strokka smjérið sem drýpur af hverju strái. Aldrei hef ég orðið var við útlendingaandúð eða kröfur um „aðlögun“. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann gera því skóna að útlendingar séu „vandamál“ sem ógni menningu, tungumáli, innviðum eða forréttindastöðu innfæddra.“ Það eru ekki síst þessi orð Róberts sem að virðast hafa vakið lukku meðal vinstrisinnaðra Íslendinga sem eru langþreyttir á þeim landlægu kynþáttafordómum, rasisma sem hefur komið af fullum krafti uppá yfirborðið á síðustu misserum í tengslum við umræður um innflytjendur og flóttamenn. Það hefur sjokkerað ýmsa en ætti því miður ekki að koma á óvart miðað við umræðurnar um þessi mál í þeim löndum sem við miðum okkur helst við. Í Finnlandi situr þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar (nýnasistaflokkur er eiginlega betri lýsing) í stjórn. Í Svíþjóð er minnihlutastjórn undir forystu Hægriflokksins við völd, studd af næst stærsta flokki landsins Svíþjóðardemókrötum, sem að á rætur sínar að rekja í hreyfingu nýnasista. Í Danmörku náðu Sósíaldemókratar völdum með því að gera kröfur þjóðernisflokka sem voru yst til hægri í innflytjenda- og flóttamannamálum að sínum og nú hefur Kristrún Mjöll Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar lýst yfir aðdáun sinni á Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur og stefnu hennar í málefnum innflytjenda og flóttamanna. Í Þýskalandi er AfD (Alterntive für Deutschland), hægri öfgaflokkur, að hluta nýnasistaflokkur, næst stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Í Austurríki hefur þjóðernissinnaði pópulistaflokkurinn ÖVP verið reglulega í stjórn. Á Ítalíu fer fasistaflokkur Gorgia Meloni frænku Mussolinis fyrir ríkisstjórninni. Í Hollandi vann þjóðernisflokkur pópúlistans Geerd Wilders, sem berst hart gegn innflytjendum og flóttamönnum, nýlega kosningarnar. Í Frakklandi er líklegt að Marine Le Pen verði næsti forsteti. Í Portúgal vann hægri öfgaflokkur stóran sigur í kosningunum um síðustu helgi. Í síðustu kosningum á Spáni munaði minnstu að öfgafullur þjóðernisflokkur ynni kosningarnar. Á Bretlandi setur Íhaldsflokkurinn allt sitt traust á að hörð og öfgafull stefna flokksins í innflytjenda- og flótamannamálum tryggi honum áframhaldandi stjórnarsetu í kosningunum í haust. Í Bandaríkjunum er Trump, í Brasilíu var Bolsonaro, í Argentínu var kolbrjálaður anarkókapítalisti nýlega kosinn forseti. En í miðri Vestur-Evrópu er lítið stórhertogadæmi þar sem allir lifa í sátt og samlyndi og engin spenna er milli innfæddra og þeirra mismunandi hópa útlendinga sem þar búa, rétt eins og í lokin í Dýrunum í Hálsaskógi þegar aumingja Mikki refur er neyddur til að borða gulrætur og piparkökur frá Hérastubb bakarameistara og allir eiga að vera vinir. Í Ástríksbókunum búa Gallarnir í litlu þorpi inní miðju rómarveldi og eru ósigrandi út af töfradrykknum. Það er engu líkara en Luxembourg blandi töframeðali í drykkjarvatnið gegn kynþáttafordómum, miðað við frásögn Róberts Björnssonar, sem má skilja sem svo að jafn vel sé tekið á móti flóttamönnum frá Miðausturlöndum og hámenntuðum sérfræðingum sem fyrirtæki þar þurfa nauðsynlega á að halda. Sigurður Hr. Sigurðsson skrifaði á facebook í tengslum við grein Róberts: „Það eru að vísu 20 ár síðan ég bjó í Luxembourg en ég var vissulega var við ákveðið óþol gagnvart þessum mikla fjölda útlendinga. Mín tilfinning var sú að "innfæddir" væru stundum ókurteisir og jafnvel agressífir gagnvart aðkomufólki. Innflytjendur voru frá mörgum löndum og unnu alls konar störf, stundum mun betur launuð en heimamenn. Svo voru stórir hópar fólks frá Ítalíu og Portúgal sem unnu í byggingavinnu og við heimilishjálp og þrif. Það var eiginlega áberandi hversu fáir voru svartir, arabar eða af asískum uppruna en trúlega hefur þetta breyst töluvert mikið á 20 árum.“ Þýskaland, Frakkland og Belgía, sem að liggja að Luxembourg, eru öll mjög stéttskipt lönd þar sem litið er niður á þá sem að vinna í einföldum verksmiðjustörfum, almennum verkamannastörfum, við þrif, heimilishjálp, hjúkrun osfrv. og það er erfitt að ímynda sér að það eigi ekki líka við um Luxembourg. Eins og Sigurður skrifar eru innflytjendur af sama eða svipuðu þjóðerni fjölmennir í slíkum störfum í Luxembourg sem eru nær allstaðar illa borguð og húsnæðið sem fólkinu stendur til boða með því lakasta sem hægt er að fá. Það á við um flest lönd Vestur-Evrópu eftir gríðarlegan innflutning á fólki á sjöunda og áttunda áratugnum vegna mikils skorts á ómenntuðu vinnuafli í iðnríkjunum og Ísland hefur bæst í þann hóp á þessari öld. Nú er almennt viðurkennt að mikið af slæmum mistökum hafi verið gerð á þeim tíma, sem að samfélögin súpi enn seiðið af, og því miður virðast íslensk yfirvöld ætla að endurtaka þau öll. Í Þýskalandi þar sem ég bý og þekki best til voru það einkum Ítalir sem að voru fluttir inn í lok sjötta og byrjun sjöunda áratugarins og það eimir en eftir af fordómunum í þeirra garð. Um og uppúr miðjum sjöunda áratugnum hófst innflutningur á Tyrkjum í stórum stíl, sem að komu flestir úr austur héruðum landsins úr sveitaþorpum sem voru einöngruð og mjög íhaldsöm. Flestir voru lítt eða ekki skólagengnir og margir ólæsir. Það var talað um Gastarbeiter (farandverkamenn) en Gast er sama og gestur á íslensku, því þeim var aðeins ætlað að vera í skamman tíma í Þýskalandi sem gestir og fara síðan aftur til síns heima. Menn voru sóttir á flugvöllinn og nánast keyrðir beint í verksmiðjurnar, kolanámurnar, húsnæðið sem þurfti að skúra osfrv. Herbergin sem þeim var boðið uppá, þá sjaldan húsnæði fylgdi með, var yfirleitt skelfilegt og mállausir mennirnir björguðu sér með því að „maður þekkti landsmann“ sem aðstoðaði þá við að finna pláss fyrir dýnu í lélegri og yfirfylltri íbúð með öðrum Tyrkjum. Þar sem þeir voru farandverkamenn í einföldum störfum sem myndu yfirgefa landið fljótlega þótti ástæðulaust að kenna þeim þýsku eða að reyna að aðlaga þá þýsku samfélagi á nokkurn hátt. Svipaða sögu var að segja í flestum öðrum iðnvæddum löndum Vestur-Evrópu á þessum tíma. Í Danmörku voru það einkum Tyrkir og Pakistanar sem voru sóttir til landsins meðan nýlenduþjóðirnar Bretar og Frakkar hleyptu fólki úr fyrrverandi nýlendum til sín í stórum stíl. Í Luxembourg skorti einnig vinnuafl á þessum tíma, einkum í landbúnaði til viðbótar við verksmiðjuvinnu, byggingarvinnu, þrif og önnur störf sem litla sem enga menntun þarf til að inna af hendi. Samfélagið var mjög íhaldssamt og rammkaþólskt og því var ákveðið að veita aðeins verkafólki úr kaþólskum löndum atvinnuleyfi, því það væri líklegra til að aðlagast lífinu þar vandræðalítið en aðrir út af sameiginlegri trú. Fyrst komu þar Ítalir en uppúr miðjum sjöunda áratugnum Portúgalar í stórum stíl og eru nú um 20% íbúa stórhertogadæmisins. Það er alls ekki litið á þá sem jafningja í Luxembourg heldur þurfa þeir og afkomendur þeirra að berjast við mikla fordóma. Það eru svotil eingöngu útlendingar frá öðrum löndum Efnahagsbandalagsins sem að fá atvinnuleyfi í Luxembourg þannig að fullyrðing Róberts um að í Luxembourg sé að finna „ ... alþjóðlegan hrærigraut mismunandi „framandi menningarheima“ og tungumála“ stenst illa nánari skoðun, nema maður takmarki heiminn við Evrópu, eins og reyndar ýmsar fleiri fullyrðingar hans um hvað allt sé „dejlig“ og „ligeglad“ í útlendingamálum í Luxembourg. En meira um það í næstu grein. Ég ætlaði upphaflega aðeins að skrifa eina stutta grein, síðan urðu þær tvær og nú er fyrirsjáanlegt að sú þriðja bætist við. Vonandi verða þær ekki fleiri. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Íslenskir jafnaðarmenn og draumalandið Luxemburg – fyrri hluti Grein Róberts Björnssonar „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um Luxemburg hér á Vísi, hefur verið dreift á facebook af vinstrimönnum eins og um nýtt guðspjall sé að ræða og Luxemburg fyrirmyndaríkið. Það er ótrúlega grunnhyggið þegar haft er í huga á hverju þetta litla, moldríka fyrirmyndarsamfélag þeirra sem kenna sig við jafnaðarmennsku þrífst. 11. mars 2024 08:30
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar