Hryðjuverkamenn og ofbeldisseggir Páll Hermannsson skrifar 12. mars 2024 14:30 Í Morgunblaðinu í dag, 120324, er rætt við fyrrum landsliðsþjálfara Ísraels, Avram Grant. Hann sagði þegar rætt var um ummæli Hareide þjálfara íslenska landsliðsins, að hann vildi helst að komandi landsleikur Íslands og Ísraels færi ekki fram vegna ástandsins á Gasa og þess sem Ísraelsmenn hefðu gert konum, börnum og öðrum saklausum borgurum á svæðinu. Grant sagðist vilja spyrja Hareide: Hvers vegna sagðir þú ekkert um fjöldamorðin í Ísrael 7. október? Þarna er Grant að leggja áherslu á að umræðan um Gasa eigi að hafa þá dagsetningu sem útgangspunkt. Ekki vikuna áður þegar ísraelski herinn gerði fjöldamargar loftárasir á Gasa eða að þá hafði herinn drepið 234 Palestínumenn á Vesturbakkanum frá áramótum. Þá höfðu hermenn stundað að skjóta mótmælendur á Gasa í hné og ökla sem leiðir til ævilangrar bæklunar. Sem betur fer hafa Samtökin Ísland Palestína staðið fyrir aðstoð við að sum þeirra sem verða fyrir slíkum voðaverkum fá hjálpartæki frá Össuri. Höfundur þessarar greinar er hjartanlega sammála Hareide við eigum ekki að hafa samneyti við ofbeldisseggi. Það er alrangt að senda þátttakanda í Eurovision, þar sem ljóst er að áróðursdeild Ísraela hafði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að lag Íslendings flutt af Palestínumanni næði ekki að sigra. Ísraelsríki var stofnað 1948, en hugmyndina um að gyðingar flyttu til lands Palestínumanna setti Austurríkismaðurinn Theodor Herzl fram á síðasta áratug 19. aldar. Hann var fyrst og fremst að leita að landi. Úganda og Argentína voru líka í skoðun. Að lokum var stefnan sett á Palestínu, sem þá var hluti af veldi Ottómana. Þar var „blómleg“ byggð, einkum stundaður landbúnaður. Mestur hluti íbúa var íslamstrúar en múslimar bjuggu í sátt og samlyndi með minnihluta gyðinga og kristinna manna af ýmsum kirkjudeildum. Herzl vildi stofna ríki gyðinga í Palestínu. Fyrst sá hann fyrir sér að aðrir hópar gætu einnig búið þar enda væri forræði í höndum hinna fyrrnefndu en síðar taldi hann að það þyrfti að losna við aðra íbúa yfir landamærin. Um aldamótin 1900 var íbúafjöldi í Palestínu hálf milljón manna. Auðmenn af gyðingaættum beittu bresku stjórnina þrýstingi til að gefa út yfirlýsingu um að hún teldi rétt að gyðingar fengju að setjast að í Palestínu − meðan Palestína var enn undir yfirráðum Tyrkja, með því skilyrði að virða þá sem fyrir voru, Palestínumenn. Þetta jafngildir því svona um það bil að bæjarstjórn Seltjarnarness gæfi Venesúelabúum rétt til að leggja undir sig Suður-Grænland. Eiríkur rauði kom þangað einhvern tímann og það væri vel hægt að halda því fram að hann hefði ætlað að flytja seinna á Nesið og því gæti Seltjarnarnes haft sögulegan rétt til að taka þessa ákvörðun. Eins og alþjóð veit eiga Venesúelabúar bágt, en ekki er loku fyrir það skotið að einhverjir eigi ættir að rekja til Grænlands. Bretar náður yfirráðum í Palestínu eftir fyrra stríð. Þá beittu auðugir gyðingar Truman forseta miklum þrýstingi til að samþykkja skiptingu Palestínu og aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum. Hryðjuverk Alþjóðasamþykktir um mannréttindi og meðferð fólks á hernumdu landi ná ekki langt. Hér er vísað til áratuga ofbeldis Ísraelsmanna á Palestínubúum. Orðið síonisti er hér notað um þá gyðinga í Ísrael sem styðja ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. En verulegur hluti gyðinga um allan heims styður ekki aðgerðir síonista. Bretar höfðu á árinu 1946 komist yfir skjöl um hryðjuverk síonista í Palestínu þar sem tiltekið var hverjir tóku þátt í þeim. Upplýsingunum var komið fyrir í aðalskrifstofu Breta í einni álmu King David-hótelsins í Jerúsalem. Þetta var vont mál fyrir síonista og stóð Pólverjinn Menachem Begin, seinna forsætisráðherra Ísraels, fyrir því að sprengja álmuna í rústir. Aðgerðin kostaði 91 mannslíf, Bretar, arabar, gyðingar. Þetta yrði nú kallað hryðjuverk. Síonistar frömdu skipuleg hryðjuverk á íbúum Palestínu, sérstaklega árin 1947 og 1948. Þessi hryðjuverk höfðu verið lengi í undirbúningi undir stjórn Íslandsvinarins Davids Bens Gurion, verðandi forsætisráðherra Ísraels. Undirbúningurinn fólst í því að skrásetja sem mest um byggðir landsins, fjölda íbúa, ráðamenn, aðkomu- og flóttaleiðir og verðmæta lausamuni sem hægt væri að taka áður en byggðirnar yrðu sprengdar til grunna. Hryðjuverk þessara ára kalla Palestínumen nakba – skelfinguna eða hörmungarnar. Hinn 15. febrúar 1948 réðust hópar síonista skipulega á fimm þorp Palestínumanna og ráku íbúana á flótta. Foringi eins hópsins er talinn hafa verið Yitzhak Rabin, síðar forsætisráðherra Ísraels. Þessi hernaðaraðgerð var hryðjuverk. Þetta var eins konar generalprufa fyrir það sem nú er kallað þjóðernishreinsun, og tókst vel. Bretar aðhöfðust ekkert til að koma í veg fyrir árásirnar. Þegar þeir ruddust inn í þorpið úðuðu hermenn xxx húsin með vélbyssuskothríð og drápu marga íbúa. Þorpsbúum sem eftir voru var safnað saman á ákveðinn stað og myrtir með köldu blóði. Síðan voru lík þeirra vanvirt. Á meðan var nokkrum kvennanna nauðgað og síðan myrtar. Drengur að nafni Zaydan varð fyrir skoti þar hann sem stóð í röð með börnunum í þorpinu við vegg og xxx hermenn létu skotum rigna yfir þau „að gamni sínu“ áður en þeir yfirgáfu þorpið. Hann var heppinn að lifa af. Þessi frásögn gæti virst vera um tíðindin 7. október 2023, og þar sem stendur xxx í textanum mætti halda að átt sé við Hamas. Svo er ekki. Þetta er frásögn frá 9. apríl 1948, og xxx stendur fyrir hersveitir síonista. Staðurinn er þorp sem hét Deir Yassin. Þeir sem hermennirnir drápu voru Palestínumenn og tilgangurinn var að búa til ríkið Ísrael með því að drepa eins marga og þurfti til að fá aðra íbúa til að bjarga lífi sínu á flótta án þess að taka nokkuð með sér. Hersveitirnar lögðu síðan þorpin í rúst og nú kannast síonistar ekki við að þarna hafi verið byggð. Textinn hér er þýddur úr bók ísraelska sagnfræðingsins Ilans Pappés, The Ethnic Cleansing of Palestine eða Þjóðernishreinsunin í Palestínu. Meirihluti íbúa þorpsins Al Bassa voru grísk-kaþólskir í maí 1948 þegar her síonista réðst inn í það eins og í um 530 önnur þorp sem þeir síðan jöfnuðu við jörðu. Tilgangur árásarinnar var að reka fólkið á flótta. Þeir sem ekki vildu flýja heimkynni þar sem fjölskyldurnar höfðu búið um aldir söfnuðust saman í kirkjunni. Hermenn tóku fjóra unglinga úr kirkjunni út á torg og skutu þau. Þá lögðu þeir þorpsbúar sem eftir voru á flótta. Næstu landamæri við Al Bassa voru að Líbanon og þangað var flúið. Líbanar voru aldrei spurðir, því síonistar skeyta ekki um alþjóðalög og -reglur. Líbanon var einu sinni það land þessa heimssvæðis sem flestir vildu heimsækja, en þar hefur um marga áratugi ríkt eins konar stríðsástand og mikill fjöldi Palestínumanna býr þar í flóttamannabúðum, þriðja og fjórða kynslóð á flótta, án ríkisfangs. Síonistar stóðu að fjöldamorðum í Sabra og Shatila flóttamannabúðunum í Líbanon 1982. Fjöldi hinna myrtu er óviss en tölur milli 460 og 3.600 hafa verið nefndar. Í bókinni Íslandsstræti í Jerúsalem eftir Hjálmtý Heiðdal frá 2019 er sagt frá samsvarandi glæpum forvera núverandi Ísraelshers, IDF, í þorpinu Al Dawayima í október 1948 − eftir stofnun Ísraelsríkis. Haft er eftir sjónarvottum að „þrátt fyrir að ekki hafi verið nein mótspyrna að hálfu þorpsbúa hafi hermenn Haganah [hers síonista] barið ungbörn til dauða með lurkum, nauðgað konum og smalað fólki inn í hús sem síðan voru sprengd í loft upp“. Fyrirmælin frá David Ben-Gurion til manna sinna voru: „Í hverri árás þurfa áhrifin að vera afgerandi, með eyðileggingu heimila og brottrekstri íbúa.“ Talið er að milli 8 og 15 þúsund Palestínumanna hafi fallið fyrir hendi síonista á þessum tíma. Um 85% Palestínumanna voru rekin á brott frá bústöðum sínum. Helmingur þeirra Palestínuaraba sem urðu flóttamenn höfðu verið hraktir frá híbýlum sínum þegar í maí 1948, áður en Ísrael var stofnað sem ríki. 750 þúsund Palestínumenn voru hraktir á flótta meðan „nakba“ stóð yfir. Sáttasemjarinn út Eftir stofnun Ísraelsríkis réðust veikburða herir Arabaríkja inn í landið sem í þeirra huga hét Palestína. Ríkin voru nýlega laus undan oki Breta og Frakka og herir þeirra engan veginn jafnoki hinna vel vopnum búnu og þrautþjálfuðu hersveita síonista. Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til vopnahlés í átökunum í Palestínu og tók það gildi 11. júní 1948. Folke Bernadotte, sænskur greifi og reyndur sáttasemjari, sem meðal annars hafði komið gyðingum til hjálpar í Þýskalandi nasismans, var fenginn til að tryggja frið og stýra sáttaviðræðum. Bernadotte lagði fram sáttatillögu sína 16. september 1948, og skyldi ríki Palestínuaraba nú sameinast Jórdaníu. Hvorugum aðilanum líkaði tillagan, en síonistum sýnu verr en Arabaríkjunum og Palestínumönnum. Hryðjuverkamaður úr öfgasveitum Lehí-samtakanna myrti hinn kunna sænska diplómat 17. september. Yitzhak Shamir, verðandi forsætisráðherra Ísraels, var leiðtogi Lehí. Í æviminningum sínum kvaðst hann hreykinn af þeim hryðjuverkum sem hann hafði komið að. Rétt er að hafa þessa forsögu í huga þegar atburðir haustsins eru skoðaðir. Ekkert afsakar hryðjuverk Hamasliða 7. október ‒ en okkur er skylt að skilja hvernig á þeim stendur. Hér er dæmi: hryðjuverkamennirnir 7. október hafa verið sakaðir um ofbeldi gegn konum, þar með talið nauðganir. Hér skal ekki um það efast – þótt það megi telja undarlegt að tími væri fyrir slíkt í árás eins og þessari. Verulegur hluti Palestínumanna hefur frá stofnun Ísraelsríkis verið fangelsaður fyrir litlar eða engar sakir, og dvalist um lengri eða skemmri tíma í slæmum fangelsum síonista. Þegar konur vilja heimsækja maka sína er á þeim þuklað í bak og fyrir og leiddar hafa verið líkur að því einhverjum þeirra hafi verið nauðgað. Glæpur sem hverfandi líkur eru á að sé kærður, enda ekki á dagskrá síonista að hafa mannréttindi í hávegum þegar um Palestínumenn er að ræða. Rannsókn á þessum ásökunum stendur yfir á vegum Sameinuðu þjóðannar. Getur verið að einhverjir þeirra sem kunna að hafa framið kynferðislega glæpi 7. október hafi átt eiginkonu, móður, systur eða ömmu sem voru fórnarlömb þessara glæpa? Hryðjuverkin 7. október verða ekki afsökuð, en rétt að líta á mögulega hvata þeirra. Ísraelsríki er byggt á lygum og lifir á lygum Þegar byrjað var að kynna hugmyndina um ríki gyðinga í Palestínu var viðkvæði síonista að þjóð án lands hygðist setjast að á landi án fólks. Sem auðvitað var lygi. Um aldamótin 1900 voru íbúar Palestínu hálf milljón. Tuttugu og tveim árum síðar voru niðurstöður í manntali Breta að þar byggju 757 þúsund manns. Þar af voru gyðingar 84 þúsund eða 11%. Aðrir íbúar 89%, fyrst og fremst Palestínuarabar, íslamskir og kristnir. Þegar verið var að undirbúa móttöku Davids Ben-Gurions forsætisráðherra Ísraels í september 1962 birti Lesbók Morgunblaðsins lofgrein um gestinn. „Hann trúir því að landið, sem undir tíu alda óstjórn Múhameðstrúaðra Araba varð eyðimörk, geti aftur orðið að frjósömu landi.“ Ekki skipti máli að íbúar Palestínu – 757 þúsund árið 1922 − hafa varla lifað á því að éta sand. Margir kannast við Jaffa-appelsínur sem hér voru seldar sem úrvalsávextir. Þær ræktuðu Palestínumenn og seldu allar götur frá því um miðja 19. öld. Hluti af árásastefnu síonista er að drepa fjölmiðlamenn sem hafa skýrt frá aðgerðum síonista. 95 fréttamenn hafa verið drepnir á Gasa þá 5 mánuði sem árásir síonista hafa staðið. Innrætingin Ísraelski sagnfræðingurinn Theodor Katz lýsir með þessum hætti átthagakennslu sinnar kynslóðar: „Við lærðum í skóla að 1,3 milljónir Palestínuaraba sem voru hér 1948 hafi eiginlega ekki verið til, eða þá að þeir hafi ekki verið mennskir.“ Fyrrverandi herforingi í Ísraelsher, Miko Peled, segir að viðmiðunin sé alltaf Helförin. Óvinurinn á næstu grösum – hinir örsnauðu Palestínumenn − séu jafningi nasistanna. Þegar minnst er á Palestínumenn gýs upp viðbjóðurinn og hatrið: Þeir eru ekkert, þeir eru skepnur! Og það er skemmtun að djöflast á þeim hvar sem tækifæri gefst til, stöðva þá og heimta skilríki, bara til að sýna vald sitt. Þegar fyrrverandi hermenn hittast og ræða um gömlu góðu dagana er rifjað upp hvað það var gaman að djöflast í liðinu á Vesturbakkanum. Í Ísrael er herskylda – 2 ár og átta mánuðir fyrir karla og 2 ár fyrir konur – og þar er fjölmennur her, vel vopnum búinn. Ef það fyndist lausn sem tryggði jafnan rétt allra íbúa þess svæðis sem Ísrael ræður nú yfir, hernuminna og „ísraelskra“, væri herinn alltof stór, og þeir sem honum stjórna mundu missa áhrif í samfélaginu. Væri viðurkenndur eignaréttur Palestínumanna á öllu landi á hernumdu svæðunum yrði það hlutverk lögregluyfirvalda – ekki hersins – að koma í veg fyrir landrán til frambúðar. Niðurstaðan er að Ísraelsríki þrífst á ófriði, og það virðist orðin pólitísk nauðsyn að viðhalda ófriði með því að svipta Palestínumenn mannréttindum og nota hvert tækifæri sem gefst til að drepa þá. Á árinu 2012 rann illa búin rúta til á lélegum vegi ekki langt frá Jerúsalem og brunnu nokkur 5 ára palestínsk börn til bana. Ekki var hægt að bjarga þeim þótt viðbragðsaðilar væru rétt hjá, eða í um kílómeters fjarlægð. Búið var að skera svæðið í sundur til að skilja Palestínumenn frá byggðum gyðinga, og þar sem ekki voru sömu viðbragðsaðilar fyrir herraþjóðina og þá innfæddu barst hjálpin alltof seint. Viðbrögð herraþjóðarinnar, sérstaklega barna og ungmenna, voru þau að það væri bara fínt að þessi börn dæju. Var gerður sjónvarpsþáttur um þessi viðbrögð. Ósannsögli Síonistar hafa verið óhræddir að láta frá sér fara ósannar upplýsingar. Bresk-bandaríski fjölmiðlamaðurinn Mehdi Hassan fer yfir 7 helstu ósannindi um Gasa á YouTube, „Mehdi Hasan debunks ‘top 7 lies about Gasa’“. Ísraelskir fjölmiðlar verri en þeir rússnesku Gideon Levy, dálkahöfundur dagblaðsins Haaretz í Ísrael, segir það með eindæmum að ísraelskir fjölmiðlar séu verri en þeir rússnesku við umfjöllun um átök sem ríki þeirra eiga í. Munurinn er þó sá að Pútin og hans menn ráða því hvað birtist í Rússlandi, en slík boð og bönn virðast óþörf í Ísrael, svo vel virkar innrætingin. Nær ekkert er nú fjallað um þjáningar fólks vegna árása Ísraelshers á almenna borgara á Gasasvæðinu. Útrýmingin Samúð heimsins var með gyðingum eftir helförina. Áður vildu fáir – einkum í Evrópu- og á Vesturlöndum − taka á móti gyðingum á flótta, jafnvel strax eftir stríð. Sex milljónum gyðinga var útrýmt á valdatíma nasista. Verulegur hluti þeirra var lokaður inn í gettóum, eins og Gasa hefur verið undanfarin ár. Af þessum sex milljónum dóu 1,3 úr sjúkdómum og hungri. Sú aðferð að svipta Gasabúa aðgangi að vatni, rafmagni, mat og lyfjum er mjög í ætt við þær hörmungar sem gyðingar mátti þola af hendi Adolfs Hitlers. Í árásum Ísraelshers á Gasa 2008, sem héldu áfram með hléum til 2014, féllu 3.804 Gasabúar, þar af um þúsund ungmenni. 87 Ísraelsmenn féllu, mestmegnis hermenn. Hlutfallið: 1 Ísraelsmaður, 43 Palestínumenn. Ísraelsher hefur drepið meira en 30 þúsund manns á Gasa síðan 7. október, og um 70 þúsund eru slasaðir. Heimaland gyðinga Um það bil helmingur þeirra gyðinga sem byggja Ísrael eru afkomendur Evrópubúa, og aðrir koma að mestu leyti frá landsvæðunum í kring. Í Írak höfðu gyðingar búið í sátt og samlyndi við aðra landsmenn frá 6. öld fyrir Krists burð. Sama átti við um Íran. Talið er að áratugina eftir seinna stríð hafi um 900 þúsund gyðingar flust til Ísraels frá löndum í Asíu og Afríku. Tilurð Ísraels og aðgerðir síonista vöktu andúð meðal araba og múslima, og kom hún niður á gyðingum sem búsettir voru í arabaríkjunum, þannig að stór hluti þeirra sá sig tilneydda að flytja. Aðgerðir síonista, allt frá hinni fáránlegu ákvörðun Evrópubúa að aðrir Evrópubúar, gyðingar, gætu tekið yfir land sem þegar var í góðri byggð, hefur skapað samfellda ókyrrð í löndunum í kring. Verst er hún í Líbanon. Fólk í Miðausturlöndum finnur til með Palestínumönnum, og yfirstandandi útrýmingarherferð veldur óbeit sem kemur niður á viðhorfum til þeirra sem taldir eru á bandi síonista. Það hefur áhrif um allan heiminn. Ágætt dæmi eru árásirnar á skipaumferð um Rauða hafið sem leiða til mun lengri siglinga gámaskipa suður fyrir Afríku. Þetta hefur leitt til hækkunar flutningskostnaðar milli Asíu og Evrópu og þar með hærra vöruverðs. Aðskilnaðarstefna er óásættanleg Heimurinn sammæltist um að aðskilnaðarstefna Suður-Afríku stjórnar væri ekki ásættanleg og setti þvinganir á ríkið. Þær báru árangur, og að lokum varð Nelson Mandela forseti. Yfirgangur og ofbeldi síonista er langtum verri, en þeim hefur frá upphafi tekist að fá einfaldar sálir á sitt mál. Annars vegar er Helförin og hins vegar ímyndaður hernaðarmáttur Palestínumanna. Síonistum hefur tekist að setja jafnaðarmerki milli gagnrýni á skepnuskap þeirra og gagnrýni á alla gyðinga. Bretar eru svo með allt niður um sig þegar þeir telja að andúð á glæpum síonista jafngildi stuðningi við Hamas. Hið mikla vald peninga gyðinga, sérstaklega í Bandaríkjunum hefur áhrif á umræðuna. Menn þar á bæ þora ekki að stoppa flutninga ókeypis morðtóla til Ísraels. Ísrael er eina aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem er rasískt. Síðan 2018 hefur þessi kynþáttastefna, rasismi, verið bundin í „grunnlög“ Ísraels − þar sem segir að einungis gyðingar hafi ákvörðunarrétt um grundvallarmál í ríkinu, þannig að ef svo færi að fólk af arabískum uppruna, Palestínumenn, yrði meirihluti íbúa í Ísraels ‒ héldi það áfram að vera annars flokks borgarar án réttar til áhrifa á skipan samfélagsins. Það er rasismi. Við þurfum að beita okkur á sama hátt gagnvart síonistum og aðskilnaðarsinnum í Suður-Afríku, en þurfum að vera mun öflugri nú. Enga samvinnu við þá sem eru aldir upp með kynþáttafordómum og hafa flestir þjónað í her sem hefur þann helsta tilgang að niðurlægja annan kynþátt, og drepa síðan bæði Palestínumenn og fréttamenn sem skýra frá aðgerðum þeirra. From the River to the Sea: frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs Það fór fyrir brjóstið á góðhjörtuðum einstaklingum, sérstaklega þeim sem eru ekki litblindir, að Palestínumenn fengu leyfi borgarinnar til að tjalda á Austurvelli. Þar var farið með slagorðið Fromthe River to the Sea, Palestine will be free. Það er í raun til þrenns konar túlkun á fyrri hlutanum, From the River to the Sea. Ein er að Palestínumenn dreymi um að hrekja síonista úr landi, sem er fullkomlega óraunverulegt. Aðrir ekki svo góðhjartaðir síonískir landræningjar á Vesturbakkanum sem dreymir um að leggja Gasaströndina líka undir sig − þeir telja að slagorðið lýsi akkúrat þeirra málstað og reyndar draumum síonista frá upphafi, að á þessu svæði búi bara gyðingar, í landinu sem Guð á að hafa gefið þeim. Þriðja túlkunin er þessi: Það er sem betur fer til fólk sem trúir því að með því að útrýma kynþáttastefnu síonista geti allar þjóðir lifað saman á þessu svæði, þar sem mannréttindi og eignarréttur er virtur. Sem sagt að Palestínumenn geti lifað sem frjálsir einstaklingar. Frá ánni til hafsins. Höfundur bjó og starfaði í Miðausturlöndum í tvo áratugi. Þessi grein er byggð á mun ítarlegri grein. Réttur til að verja sig.https://www.pallhermannsson.com/rettur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu í dag, 120324, er rætt við fyrrum landsliðsþjálfara Ísraels, Avram Grant. Hann sagði þegar rætt var um ummæli Hareide þjálfara íslenska landsliðsins, að hann vildi helst að komandi landsleikur Íslands og Ísraels færi ekki fram vegna ástandsins á Gasa og þess sem Ísraelsmenn hefðu gert konum, börnum og öðrum saklausum borgurum á svæðinu. Grant sagðist vilja spyrja Hareide: Hvers vegna sagðir þú ekkert um fjöldamorðin í Ísrael 7. október? Þarna er Grant að leggja áherslu á að umræðan um Gasa eigi að hafa þá dagsetningu sem útgangspunkt. Ekki vikuna áður þegar ísraelski herinn gerði fjöldamargar loftárasir á Gasa eða að þá hafði herinn drepið 234 Palestínumenn á Vesturbakkanum frá áramótum. Þá höfðu hermenn stundað að skjóta mótmælendur á Gasa í hné og ökla sem leiðir til ævilangrar bæklunar. Sem betur fer hafa Samtökin Ísland Palestína staðið fyrir aðstoð við að sum þeirra sem verða fyrir slíkum voðaverkum fá hjálpartæki frá Össuri. Höfundur þessarar greinar er hjartanlega sammála Hareide við eigum ekki að hafa samneyti við ofbeldisseggi. Það er alrangt að senda þátttakanda í Eurovision, þar sem ljóst er að áróðursdeild Ísraela hafði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að lag Íslendings flutt af Palestínumanni næði ekki að sigra. Ísraelsríki var stofnað 1948, en hugmyndina um að gyðingar flyttu til lands Palestínumanna setti Austurríkismaðurinn Theodor Herzl fram á síðasta áratug 19. aldar. Hann var fyrst og fremst að leita að landi. Úganda og Argentína voru líka í skoðun. Að lokum var stefnan sett á Palestínu, sem þá var hluti af veldi Ottómana. Þar var „blómleg“ byggð, einkum stundaður landbúnaður. Mestur hluti íbúa var íslamstrúar en múslimar bjuggu í sátt og samlyndi með minnihluta gyðinga og kristinna manna af ýmsum kirkjudeildum. Herzl vildi stofna ríki gyðinga í Palestínu. Fyrst sá hann fyrir sér að aðrir hópar gætu einnig búið þar enda væri forræði í höndum hinna fyrrnefndu en síðar taldi hann að það þyrfti að losna við aðra íbúa yfir landamærin. Um aldamótin 1900 var íbúafjöldi í Palestínu hálf milljón manna. Auðmenn af gyðingaættum beittu bresku stjórnina þrýstingi til að gefa út yfirlýsingu um að hún teldi rétt að gyðingar fengju að setjast að í Palestínu − meðan Palestína var enn undir yfirráðum Tyrkja, með því skilyrði að virða þá sem fyrir voru, Palestínumenn. Þetta jafngildir því svona um það bil að bæjarstjórn Seltjarnarness gæfi Venesúelabúum rétt til að leggja undir sig Suður-Grænland. Eiríkur rauði kom þangað einhvern tímann og það væri vel hægt að halda því fram að hann hefði ætlað að flytja seinna á Nesið og því gæti Seltjarnarnes haft sögulegan rétt til að taka þessa ákvörðun. Eins og alþjóð veit eiga Venesúelabúar bágt, en ekki er loku fyrir það skotið að einhverjir eigi ættir að rekja til Grænlands. Bretar náður yfirráðum í Palestínu eftir fyrra stríð. Þá beittu auðugir gyðingar Truman forseta miklum þrýstingi til að samþykkja skiptingu Palestínu og aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum. Hryðjuverk Alþjóðasamþykktir um mannréttindi og meðferð fólks á hernumdu landi ná ekki langt. Hér er vísað til áratuga ofbeldis Ísraelsmanna á Palestínubúum. Orðið síonisti er hér notað um þá gyðinga í Ísrael sem styðja ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. En verulegur hluti gyðinga um allan heims styður ekki aðgerðir síonista. Bretar höfðu á árinu 1946 komist yfir skjöl um hryðjuverk síonista í Palestínu þar sem tiltekið var hverjir tóku þátt í þeim. Upplýsingunum var komið fyrir í aðalskrifstofu Breta í einni álmu King David-hótelsins í Jerúsalem. Þetta var vont mál fyrir síonista og stóð Pólverjinn Menachem Begin, seinna forsætisráðherra Ísraels, fyrir því að sprengja álmuna í rústir. Aðgerðin kostaði 91 mannslíf, Bretar, arabar, gyðingar. Þetta yrði nú kallað hryðjuverk. Síonistar frömdu skipuleg hryðjuverk á íbúum Palestínu, sérstaklega árin 1947 og 1948. Þessi hryðjuverk höfðu verið lengi í undirbúningi undir stjórn Íslandsvinarins Davids Bens Gurion, verðandi forsætisráðherra Ísraels. Undirbúningurinn fólst í því að skrásetja sem mest um byggðir landsins, fjölda íbúa, ráðamenn, aðkomu- og flóttaleiðir og verðmæta lausamuni sem hægt væri að taka áður en byggðirnar yrðu sprengdar til grunna. Hryðjuverk þessara ára kalla Palestínumen nakba – skelfinguna eða hörmungarnar. Hinn 15. febrúar 1948 réðust hópar síonista skipulega á fimm þorp Palestínumanna og ráku íbúana á flótta. Foringi eins hópsins er talinn hafa verið Yitzhak Rabin, síðar forsætisráðherra Ísraels. Þessi hernaðaraðgerð var hryðjuverk. Þetta var eins konar generalprufa fyrir það sem nú er kallað þjóðernishreinsun, og tókst vel. Bretar aðhöfðust ekkert til að koma í veg fyrir árásirnar. Þegar þeir ruddust inn í þorpið úðuðu hermenn xxx húsin með vélbyssuskothríð og drápu marga íbúa. Þorpsbúum sem eftir voru var safnað saman á ákveðinn stað og myrtir með köldu blóði. Síðan voru lík þeirra vanvirt. Á meðan var nokkrum kvennanna nauðgað og síðan myrtar. Drengur að nafni Zaydan varð fyrir skoti þar hann sem stóð í röð með börnunum í þorpinu við vegg og xxx hermenn létu skotum rigna yfir þau „að gamni sínu“ áður en þeir yfirgáfu þorpið. Hann var heppinn að lifa af. Þessi frásögn gæti virst vera um tíðindin 7. október 2023, og þar sem stendur xxx í textanum mætti halda að átt sé við Hamas. Svo er ekki. Þetta er frásögn frá 9. apríl 1948, og xxx stendur fyrir hersveitir síonista. Staðurinn er þorp sem hét Deir Yassin. Þeir sem hermennirnir drápu voru Palestínumenn og tilgangurinn var að búa til ríkið Ísrael með því að drepa eins marga og þurfti til að fá aðra íbúa til að bjarga lífi sínu á flótta án þess að taka nokkuð með sér. Hersveitirnar lögðu síðan þorpin í rúst og nú kannast síonistar ekki við að þarna hafi verið byggð. Textinn hér er þýddur úr bók ísraelska sagnfræðingsins Ilans Pappés, The Ethnic Cleansing of Palestine eða Þjóðernishreinsunin í Palestínu. Meirihluti íbúa þorpsins Al Bassa voru grísk-kaþólskir í maí 1948 þegar her síonista réðst inn í það eins og í um 530 önnur þorp sem þeir síðan jöfnuðu við jörðu. Tilgangur árásarinnar var að reka fólkið á flótta. Þeir sem ekki vildu flýja heimkynni þar sem fjölskyldurnar höfðu búið um aldir söfnuðust saman í kirkjunni. Hermenn tóku fjóra unglinga úr kirkjunni út á torg og skutu þau. Þá lögðu þeir þorpsbúar sem eftir voru á flótta. Næstu landamæri við Al Bassa voru að Líbanon og þangað var flúið. Líbanar voru aldrei spurðir, því síonistar skeyta ekki um alþjóðalög og -reglur. Líbanon var einu sinni það land þessa heimssvæðis sem flestir vildu heimsækja, en þar hefur um marga áratugi ríkt eins konar stríðsástand og mikill fjöldi Palestínumanna býr þar í flóttamannabúðum, þriðja og fjórða kynslóð á flótta, án ríkisfangs. Síonistar stóðu að fjöldamorðum í Sabra og Shatila flóttamannabúðunum í Líbanon 1982. Fjöldi hinna myrtu er óviss en tölur milli 460 og 3.600 hafa verið nefndar. Í bókinni Íslandsstræti í Jerúsalem eftir Hjálmtý Heiðdal frá 2019 er sagt frá samsvarandi glæpum forvera núverandi Ísraelshers, IDF, í þorpinu Al Dawayima í október 1948 − eftir stofnun Ísraelsríkis. Haft er eftir sjónarvottum að „þrátt fyrir að ekki hafi verið nein mótspyrna að hálfu þorpsbúa hafi hermenn Haganah [hers síonista] barið ungbörn til dauða með lurkum, nauðgað konum og smalað fólki inn í hús sem síðan voru sprengd í loft upp“. Fyrirmælin frá David Ben-Gurion til manna sinna voru: „Í hverri árás þurfa áhrifin að vera afgerandi, með eyðileggingu heimila og brottrekstri íbúa.“ Talið er að milli 8 og 15 þúsund Palestínumanna hafi fallið fyrir hendi síonista á þessum tíma. Um 85% Palestínumanna voru rekin á brott frá bústöðum sínum. Helmingur þeirra Palestínuaraba sem urðu flóttamenn höfðu verið hraktir frá híbýlum sínum þegar í maí 1948, áður en Ísrael var stofnað sem ríki. 750 þúsund Palestínumenn voru hraktir á flótta meðan „nakba“ stóð yfir. Sáttasemjarinn út Eftir stofnun Ísraelsríkis réðust veikburða herir Arabaríkja inn í landið sem í þeirra huga hét Palestína. Ríkin voru nýlega laus undan oki Breta og Frakka og herir þeirra engan veginn jafnoki hinna vel vopnum búnu og þrautþjálfuðu hersveita síonista. Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til vopnahlés í átökunum í Palestínu og tók það gildi 11. júní 1948. Folke Bernadotte, sænskur greifi og reyndur sáttasemjari, sem meðal annars hafði komið gyðingum til hjálpar í Þýskalandi nasismans, var fenginn til að tryggja frið og stýra sáttaviðræðum. Bernadotte lagði fram sáttatillögu sína 16. september 1948, og skyldi ríki Palestínuaraba nú sameinast Jórdaníu. Hvorugum aðilanum líkaði tillagan, en síonistum sýnu verr en Arabaríkjunum og Palestínumönnum. Hryðjuverkamaður úr öfgasveitum Lehí-samtakanna myrti hinn kunna sænska diplómat 17. september. Yitzhak Shamir, verðandi forsætisráðherra Ísraels, var leiðtogi Lehí. Í æviminningum sínum kvaðst hann hreykinn af þeim hryðjuverkum sem hann hafði komið að. Rétt er að hafa þessa forsögu í huga þegar atburðir haustsins eru skoðaðir. Ekkert afsakar hryðjuverk Hamasliða 7. október ‒ en okkur er skylt að skilja hvernig á þeim stendur. Hér er dæmi: hryðjuverkamennirnir 7. október hafa verið sakaðir um ofbeldi gegn konum, þar með talið nauðganir. Hér skal ekki um það efast – þótt það megi telja undarlegt að tími væri fyrir slíkt í árás eins og þessari. Verulegur hluti Palestínumanna hefur frá stofnun Ísraelsríkis verið fangelsaður fyrir litlar eða engar sakir, og dvalist um lengri eða skemmri tíma í slæmum fangelsum síonista. Þegar konur vilja heimsækja maka sína er á þeim þuklað í bak og fyrir og leiddar hafa verið líkur að því einhverjum þeirra hafi verið nauðgað. Glæpur sem hverfandi líkur eru á að sé kærður, enda ekki á dagskrá síonista að hafa mannréttindi í hávegum þegar um Palestínumenn er að ræða. Rannsókn á þessum ásökunum stendur yfir á vegum Sameinuðu þjóðannar. Getur verið að einhverjir þeirra sem kunna að hafa framið kynferðislega glæpi 7. október hafi átt eiginkonu, móður, systur eða ömmu sem voru fórnarlömb þessara glæpa? Hryðjuverkin 7. október verða ekki afsökuð, en rétt að líta á mögulega hvata þeirra. Ísraelsríki er byggt á lygum og lifir á lygum Þegar byrjað var að kynna hugmyndina um ríki gyðinga í Palestínu var viðkvæði síonista að þjóð án lands hygðist setjast að á landi án fólks. Sem auðvitað var lygi. Um aldamótin 1900 voru íbúar Palestínu hálf milljón. Tuttugu og tveim árum síðar voru niðurstöður í manntali Breta að þar byggju 757 þúsund manns. Þar af voru gyðingar 84 þúsund eða 11%. Aðrir íbúar 89%, fyrst og fremst Palestínuarabar, íslamskir og kristnir. Þegar verið var að undirbúa móttöku Davids Ben-Gurions forsætisráðherra Ísraels í september 1962 birti Lesbók Morgunblaðsins lofgrein um gestinn. „Hann trúir því að landið, sem undir tíu alda óstjórn Múhameðstrúaðra Araba varð eyðimörk, geti aftur orðið að frjósömu landi.“ Ekki skipti máli að íbúar Palestínu – 757 þúsund árið 1922 − hafa varla lifað á því að éta sand. Margir kannast við Jaffa-appelsínur sem hér voru seldar sem úrvalsávextir. Þær ræktuðu Palestínumenn og seldu allar götur frá því um miðja 19. öld. Hluti af árásastefnu síonista er að drepa fjölmiðlamenn sem hafa skýrt frá aðgerðum síonista. 95 fréttamenn hafa verið drepnir á Gasa þá 5 mánuði sem árásir síonista hafa staðið. Innrætingin Ísraelski sagnfræðingurinn Theodor Katz lýsir með þessum hætti átthagakennslu sinnar kynslóðar: „Við lærðum í skóla að 1,3 milljónir Palestínuaraba sem voru hér 1948 hafi eiginlega ekki verið til, eða þá að þeir hafi ekki verið mennskir.“ Fyrrverandi herforingi í Ísraelsher, Miko Peled, segir að viðmiðunin sé alltaf Helförin. Óvinurinn á næstu grösum – hinir örsnauðu Palestínumenn − séu jafningi nasistanna. Þegar minnst er á Palestínumenn gýs upp viðbjóðurinn og hatrið: Þeir eru ekkert, þeir eru skepnur! Og það er skemmtun að djöflast á þeim hvar sem tækifæri gefst til, stöðva þá og heimta skilríki, bara til að sýna vald sitt. Þegar fyrrverandi hermenn hittast og ræða um gömlu góðu dagana er rifjað upp hvað það var gaman að djöflast í liðinu á Vesturbakkanum. Í Ísrael er herskylda – 2 ár og átta mánuðir fyrir karla og 2 ár fyrir konur – og þar er fjölmennur her, vel vopnum búinn. Ef það fyndist lausn sem tryggði jafnan rétt allra íbúa þess svæðis sem Ísrael ræður nú yfir, hernuminna og „ísraelskra“, væri herinn alltof stór, og þeir sem honum stjórna mundu missa áhrif í samfélaginu. Væri viðurkenndur eignaréttur Palestínumanna á öllu landi á hernumdu svæðunum yrði það hlutverk lögregluyfirvalda – ekki hersins – að koma í veg fyrir landrán til frambúðar. Niðurstaðan er að Ísraelsríki þrífst á ófriði, og það virðist orðin pólitísk nauðsyn að viðhalda ófriði með því að svipta Palestínumenn mannréttindum og nota hvert tækifæri sem gefst til að drepa þá. Á árinu 2012 rann illa búin rúta til á lélegum vegi ekki langt frá Jerúsalem og brunnu nokkur 5 ára palestínsk börn til bana. Ekki var hægt að bjarga þeim þótt viðbragðsaðilar væru rétt hjá, eða í um kílómeters fjarlægð. Búið var að skera svæðið í sundur til að skilja Palestínumenn frá byggðum gyðinga, og þar sem ekki voru sömu viðbragðsaðilar fyrir herraþjóðina og þá innfæddu barst hjálpin alltof seint. Viðbrögð herraþjóðarinnar, sérstaklega barna og ungmenna, voru þau að það væri bara fínt að þessi börn dæju. Var gerður sjónvarpsþáttur um þessi viðbrögð. Ósannsögli Síonistar hafa verið óhræddir að láta frá sér fara ósannar upplýsingar. Bresk-bandaríski fjölmiðlamaðurinn Mehdi Hassan fer yfir 7 helstu ósannindi um Gasa á YouTube, „Mehdi Hasan debunks ‘top 7 lies about Gasa’“. Ísraelskir fjölmiðlar verri en þeir rússnesku Gideon Levy, dálkahöfundur dagblaðsins Haaretz í Ísrael, segir það með eindæmum að ísraelskir fjölmiðlar séu verri en þeir rússnesku við umfjöllun um átök sem ríki þeirra eiga í. Munurinn er þó sá að Pútin og hans menn ráða því hvað birtist í Rússlandi, en slík boð og bönn virðast óþörf í Ísrael, svo vel virkar innrætingin. Nær ekkert er nú fjallað um þjáningar fólks vegna árása Ísraelshers á almenna borgara á Gasasvæðinu. Útrýmingin Samúð heimsins var með gyðingum eftir helförina. Áður vildu fáir – einkum í Evrópu- og á Vesturlöndum − taka á móti gyðingum á flótta, jafnvel strax eftir stríð. Sex milljónum gyðinga var útrýmt á valdatíma nasista. Verulegur hluti þeirra var lokaður inn í gettóum, eins og Gasa hefur verið undanfarin ár. Af þessum sex milljónum dóu 1,3 úr sjúkdómum og hungri. Sú aðferð að svipta Gasabúa aðgangi að vatni, rafmagni, mat og lyfjum er mjög í ætt við þær hörmungar sem gyðingar mátti þola af hendi Adolfs Hitlers. Í árásum Ísraelshers á Gasa 2008, sem héldu áfram með hléum til 2014, féllu 3.804 Gasabúar, þar af um þúsund ungmenni. 87 Ísraelsmenn féllu, mestmegnis hermenn. Hlutfallið: 1 Ísraelsmaður, 43 Palestínumenn. Ísraelsher hefur drepið meira en 30 þúsund manns á Gasa síðan 7. október, og um 70 þúsund eru slasaðir. Heimaland gyðinga Um það bil helmingur þeirra gyðinga sem byggja Ísrael eru afkomendur Evrópubúa, og aðrir koma að mestu leyti frá landsvæðunum í kring. Í Írak höfðu gyðingar búið í sátt og samlyndi við aðra landsmenn frá 6. öld fyrir Krists burð. Sama átti við um Íran. Talið er að áratugina eftir seinna stríð hafi um 900 þúsund gyðingar flust til Ísraels frá löndum í Asíu og Afríku. Tilurð Ísraels og aðgerðir síonista vöktu andúð meðal araba og múslima, og kom hún niður á gyðingum sem búsettir voru í arabaríkjunum, þannig að stór hluti þeirra sá sig tilneydda að flytja. Aðgerðir síonista, allt frá hinni fáránlegu ákvörðun Evrópubúa að aðrir Evrópubúar, gyðingar, gætu tekið yfir land sem þegar var í góðri byggð, hefur skapað samfellda ókyrrð í löndunum í kring. Verst er hún í Líbanon. Fólk í Miðausturlöndum finnur til með Palestínumönnum, og yfirstandandi útrýmingarherferð veldur óbeit sem kemur niður á viðhorfum til þeirra sem taldir eru á bandi síonista. Það hefur áhrif um allan heiminn. Ágætt dæmi eru árásirnar á skipaumferð um Rauða hafið sem leiða til mun lengri siglinga gámaskipa suður fyrir Afríku. Þetta hefur leitt til hækkunar flutningskostnaðar milli Asíu og Evrópu og þar með hærra vöruverðs. Aðskilnaðarstefna er óásættanleg Heimurinn sammæltist um að aðskilnaðarstefna Suður-Afríku stjórnar væri ekki ásættanleg og setti þvinganir á ríkið. Þær báru árangur, og að lokum varð Nelson Mandela forseti. Yfirgangur og ofbeldi síonista er langtum verri, en þeim hefur frá upphafi tekist að fá einfaldar sálir á sitt mál. Annars vegar er Helförin og hins vegar ímyndaður hernaðarmáttur Palestínumanna. Síonistum hefur tekist að setja jafnaðarmerki milli gagnrýni á skepnuskap þeirra og gagnrýni á alla gyðinga. Bretar eru svo með allt niður um sig þegar þeir telja að andúð á glæpum síonista jafngildi stuðningi við Hamas. Hið mikla vald peninga gyðinga, sérstaklega í Bandaríkjunum hefur áhrif á umræðuna. Menn þar á bæ þora ekki að stoppa flutninga ókeypis morðtóla til Ísraels. Ísrael er eina aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem er rasískt. Síðan 2018 hefur þessi kynþáttastefna, rasismi, verið bundin í „grunnlög“ Ísraels − þar sem segir að einungis gyðingar hafi ákvörðunarrétt um grundvallarmál í ríkinu, þannig að ef svo færi að fólk af arabískum uppruna, Palestínumenn, yrði meirihluti íbúa í Ísraels ‒ héldi það áfram að vera annars flokks borgarar án réttar til áhrifa á skipan samfélagsins. Það er rasismi. Við þurfum að beita okkur á sama hátt gagnvart síonistum og aðskilnaðarsinnum í Suður-Afríku, en þurfum að vera mun öflugri nú. Enga samvinnu við þá sem eru aldir upp með kynþáttafordómum og hafa flestir þjónað í her sem hefur þann helsta tilgang að niðurlægja annan kynþátt, og drepa síðan bæði Palestínumenn og fréttamenn sem skýra frá aðgerðum þeirra. From the River to the Sea: frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs Það fór fyrir brjóstið á góðhjörtuðum einstaklingum, sérstaklega þeim sem eru ekki litblindir, að Palestínumenn fengu leyfi borgarinnar til að tjalda á Austurvelli. Þar var farið með slagorðið Fromthe River to the Sea, Palestine will be free. Það er í raun til þrenns konar túlkun á fyrri hlutanum, From the River to the Sea. Ein er að Palestínumenn dreymi um að hrekja síonista úr landi, sem er fullkomlega óraunverulegt. Aðrir ekki svo góðhjartaðir síonískir landræningjar á Vesturbakkanum sem dreymir um að leggja Gasaströndina líka undir sig − þeir telja að slagorðið lýsi akkúrat þeirra málstað og reyndar draumum síonista frá upphafi, að á þessu svæði búi bara gyðingar, í landinu sem Guð á að hafa gefið þeim. Þriðja túlkunin er þessi: Það er sem betur fer til fólk sem trúir því að með því að útrýma kynþáttastefnu síonista geti allar þjóðir lifað saman á þessu svæði, þar sem mannréttindi og eignarréttur er virtur. Sem sagt að Palestínumenn geti lifað sem frjálsir einstaklingar. Frá ánni til hafsins. Höfundur bjó og starfaði í Miðausturlöndum í tvo áratugi. Þessi grein er byggð á mun ítarlegri grein. Réttur til að verja sig.https://www.pallhermannsson.com/rettur
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun