Nóbelsverðlaunahafi eða Seðlabankinn? Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 9. mars 2024 08:00 Í Kastljósi í vikunni var viðtal við Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Þetta viðtal var eins og talað úr okkar munni og staðfesti ALLT sem við höfum sagt í gagnrýni okkar á grimmilegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni, sem svo til eingöngu hafa falist í vaxtahækkunum. Vaxtahækkunum sem hafa bitnað verst á þeim sem mest skulda og minnst eiga og valdið bæði örvæntingu og svefnlausum nóttum hjá þúsundum heimila. Málflutningur okkar, sem þó byggir á skynsamri hagfræði, hefur fengið lítinn hljómgrunn meðal fjárfesta og viðskiptablaðamanna og ítrekað hefur verið gert lítið úr okkar skoðunum. Það er því mikil viðurkenning að okkar ábendingar sem við höfum viljað kalla almenna og augljósa skynsemi, séu nánast samhljóma þeim ráðleggingum sem Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði gefur þjóðinni í beinni útsendingu á RÚV. Stiglitz var að sjálfsögðu ekki að beina spjótum sínum sérstaklega að Seðlabanka Íslands og ræddi alltaf um „Seðlabanka heimsins“, en allt sem hann sagði um þessi mál má heimfæra upp á Seðlabanka Íslands, sem virkilega þarf að fara að hugsa sinn gang, svo ekki sé fastar kveðið að orði. Stiglitz um orsakir verðbólgunnar Afsökun ríkisstjórnarinnar fyrir verðbólgunni hefur verið heimsfaraldur og stríðið í Úkraínu, enda engin vilji á þeim bænum til að horfast í augu við lélega hagstjórn. Við sem þetta ritum vöruðum í fyrsta lagi við því, snemma í Covid faraldrinum, að verðbólga hlyti að vera í kortunum, þar sem virðiskeðjur væru að rofna út um allan heim. Við áttum fund með forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra árið 2021vegna áhyggna okkar um yfirvofandi verðbólgu og hvernig hún kynni að bitna á heimilunum. Við höfðum miklar áhyggjur af því að ef vextir yrðu skrúfaðir í botn þá myndi það útrýma fjárhagslegum stöðugleika tugþúsunda heimila. Ítrekað, í fjölmörgum ræðum og viðtölum, höfnuðu bæði fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri því sem mikilli fjarstæðu að nokkur hætta væri á verðbólgu. Ísland, land tækifæranna, var nefnilega gengið inn í nýtt lágvaxtatímabil, a.m.k. samkvæmt auglýsingum ríkisstjórnarflokkanna. Í öðru lagi höfum við ítrekað bent á að samkvæmt Seðlabankastjóra Evrópu, Christine Lagarde væri þessi verðbólga þess eðlis að vaxtahækkanir myndu ekki slá á hana. Við vorum á því að engar aðgerðir væru betri en slæmar og að númer eitt væri að verja heimili landsins og að sú braut sem við værum á, myndu skilja þau eftir í langvarandi kreppu sem myndi vara löngu eftir að við værum öll búin að gleyma verðbólgunni. Allt kom fyrir ekki, höfðinu var áfram slegið í steininn af mikilli þrjósku. Það er áhugavert að skoða afsakanir ríkisstjórnarinnar í ljósi þessara orða Stiglitz: „Óttinn við stjórnlausa verðbólgu var algjörlega orðum aukinn í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Seðlabankar um allan heim hækkuðu vexti að nauðsynjalausu ... Verðbólgan orsakaðist af hökti í framboði og eftirspurn og þegar faraldrinum lauk tóku markaðirnir rækilega við sér.“ Miðað við þessi orð þarf ríkisstjórnin að fara að líta í eigin barm í stað þess að skella skuldinni á utanaðkomandi atburði. Vaxtahækkanir eru olía á verðbólgubálið Í viðtalinu sagði Stiglitz Seðlabanka heims hafa hækkað vexti að nauðsynjalausu og að þeir hafi með því hellt olíu á verðbólgubál síðustu ára. Hann var gríðarlega gagnrýnin á þá sem fara með völdin í Seðlabönkum heimsins og sagði að þar horfðu menn of mikið á hagfræðikenningar í stað þess að horfa á stóru myndina eins og hagvöxt, atvinnustig, fjármálastöðugleika og misskiptingu. Hann sagði að vegna menntunar og uppruna þessara Seðlabankastjóra hefðu þeir tilhneigingu til að einbeita sér meira að verðbólgu en nokkru öðru, að það væri næstum í genum þeirra að þegar þeir sæju verðbólgu þá hækkuðu þeir vexti, hvort sem hækkun vaxta væri lausn á vandanum eða ekki. Hann ræddi um þetta nýjasta verðbólguskeið sem matar- og orkuverð hafði mikil áhrif á og kastaði fram þeirri spurningu hvort hækkun vaxta gæti skapað meira af orku eða meira af mat, sem gæti lækkað verðið. Svarið er að sjálfsögðu nei, því þvert á móti, þyrfti að auka fjárfestingar til að auka framboðið og þar með lækka verðið, á meðan hækkun vaxta hefði þveröfug áhrif á bæði matar og orkuverð. Hann sagði það sama eiga við um húsnæðisskort, sem er vandi sem við þekkjum vel á Íslandi og sagði hækkun vaxta eingöngu gera illt verra. Enda sjáum við það að það hefur hægst verulega á byggingu nýs íbúðarhúsnæðis eftir að vextir fóru að hækka. Hann sagði það einnig staðreynd að fyrirtæki næðu auknum vaxtakostnaði til baka með því að velta honum beint út í vöruverð til neytenda sem aftur hækkaði verðbólguna. Að lokum sagði hann að þótt vissulega væri verðbólgan á niðurleið, þá væri það EKKI vegna hækkunar stýrivaxta. Því ættu Seðlabankar engar þakkir skildar fyrir sitt vaxtablæti. Til að draga saman erindi Nóbelsverðlaunahafans eru skilaboð hans að annars vegar hafi Seðlabankar heims of þrönga sýn á verðbólguna og að hins vegar hafi þeir aukið á vandann með vaxtahækkunum sínum. Allur okkar málflutningur staðfestur – en hvað nú? Já það er óhætt að segja að Joseph Stiglitz hafi staðfest allan málflutning okkar og þeirra fáu sem hafa mótmælt þessu vaxtabrjálæði Seðlabankans frá því vaxtahækkunarferlið hófst. Við höfum ekki tölu á þeim skiptum sem við höfum bent á að verðbólgan á Íslandi sé EKKI heimilum landsins að kenna og að það myndi því ekki skila neinu að leggja allar þessar byrðar á venjulegt fólk, nema festa þau í langvarandi fjárhagskreppu. Við höfum einnig bent á að hvernig þessar vaxtahækkanir frysta nær algjörlega alla uppbyggingu á húsnæðismarkaði, sem er verulega alvarlegt og algjörlega á skjön við markmið ríkisstjórnarinnar um fjölgun íbúða. En engu að síður, svo fáránlegt sem það er, hefur það verið sérstakt markmið Seðlabankans að draga úr uppbyggingu á húsnæði, þrátt fyrir viðvarandi húsnæðisskort, ef trúa á orðum varaseðlabankastjóra, sem hann lét falla á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar fyrr í vetur. Það hefur líka blasað við að fyrirtækin myndu að sjálfsögðu velta auknum vaxtakostnaði beint út í verðlagið og auka þannig á verðbólguna. En aðspurður mótmælti Seðlabankastjóri þessu og sagði að hann hefði ekki áhyggjur af því, hann tryði ekki að þau myndu gera það. Áhlaupið á heimilin hefur valdið gríðarlegu tjóni Það er langt síðan vaxtahækkanir Seðlabankans snerust upp í andhverfu sína. Hann hefur ráðist gegn verðbólgunni af offorsi, sem hefur svo til eingöngu beinst að heimilum landsins. Aðgerðir hans gegn verðbólgunni eru miklu verri en verðbólgan sjálf og, nú þarf ekki bara okkar orð fyrir því, þær kynda undir frekari verðbólgu. Það er einfalt reikningsdæmi að 10% verðbólga kostar heimili sem er með 100 þúsund króna útgjöld 10.000 krónur í hverjum mánuði og 50.000 séu útgjöldin 500 þúsund krónur. Að nokkur skuli halda því fram að lausnin á þeim vanda sé að auka útgjöld fjölskyldunnar um 300 þúsund krónur að auki, í hverjum einasta mánuði, er svo bilað, að það er ótrúlegt að það skuli ekki allir sjá strax, ekki einu sinni þó þeim sé bent á það. Þetta er eins og að taka handlegginn af við öxl vegna puttabrots og læknir sem gerði það yrðu ekki langlífur í starfi. Seðlabankinn er upp á sitt einsdæmi að kæfa heimili landsins og við erum þegar komin á þann stað að mörg þeirra munu aldrei ná sér á ný. Mun einhver axla ábyrgðina? Spurningin er hins vegar, hver ætlar að axla ábyrgð á gjörðum Seðlabankans? Hver ætlar og hvernig á að bæta heimilunum þetta gríðarlega tjón sem þau hafa orðið fyrir? Og ætlar ríkisstjórnin að sjá til þess að snúið verði af þessari villubraut strax áður en að skaði heimilanna verður meiri? Eða ætlar hún áfram að sitja hjá með hendur í skauti, á meðan einhverjir mestu fjármagnsflutningar sögunnar eiga sér stað undir nefinu á þeim, vegna e.k. tilraunamennsku í hagfræði sem Seðlabankinn stundar? Við ætlum ekki að gera fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur það að rekja svar hennar lið fyrir lið. Hún hafði lítinn tíma til að ígrunda orð Stiglitz og hvernig ætti að bregðast við þeim, í óundirbúnum fyrirspurnum, morguninn eftir viðtalið. En að því sögðu olli svar hennar nokkrum vonbrigðum og við vonum innilega að hún muni endurskoða afstöðu sína. Í svörum sínum lagði hún m.a. áherslu á sjálfstæði Seðlabankans og sagði: „Það er auðvitað hlutverk okkar hér að mynda og skapa þann lagaramma og útfæra þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur í sínu verkefni þar sem það er hann sem ber ábyrgð á því verðbólgumarkmiði sem sett er, sem er 2,5%. Hann er sjálfstæður í sínum störfum, skipaður af forsætisráðherra og er þar í skjóli þess skipunartíma sem hann hefur innan þess lagaramma sem hann hefur. Ég er ekki talsmaður þess og lít reyndar svo á og það hefur hvergi í veröldinni gengið sérstaklega vel þegar vegið er að sjálfstæði Seðlabankans með einhverjum hætti, en það er okkar að skapa þennan ramma.“ (Tengill bæði á fyrirspurnina og svör ráðherra við henni) Á þessu svari hennar er ekki annað að skilja en að haldið verði áfram á sömu óheillabrautinni, með öllum þeim skaða sem því fylgir. Skipulag stjórnsýslunnar, verkefni stofnana og lagaumgjörð þeirra eru mannanna verk og sem slík alls ekki óumbreytanlegt. Ríkisstjórnin getur ekki firrt sig ábyrgð og vísað í „sjálfstæði Seðlabankans“. Ríkisstjórnin skipar Seðlabankastjóra og meirihluta þeirra sem eru í flestum nefndum og ráðum Seðlabankans eins og t.d. Peningastefnunefnd. Sjálfstæðið er nú ekki meira en það. Það er ekkert launungarmál að við sem þetta ritum teljum Seðlabankastjóra (og reyndar peningastefnunefnd alla), vera óhæfan til starfa og skrifuðum grein í nóvember þar sem við kröfðumst þess að forsætisráðherra myndi ekki framlengja skipunartíma hans því „eftir hann liggur slóð mistaka sem hafa haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar.“ Forsætisráðherra framlengdi samning hans til 5 ára núna í febrúar sl. Varnarlaus gagnvart óhæfum embættismönnum Engin hefur kosið Seðlabankastjóra. Hann starfar í skjóli ríkisstjórnarinnar og virðist eiga að vera hafin yfir gagnrýni. Vandinn við lögin um Seðlabankann er að á þeim eru engir varnaglar og afleiðingarnar eru þær að hópur fólks sem engin hefur kjörið getur farið sínu fram og getur, eins og við erum að horfa upp á núna, hreinlega sett allt í bál og brand með illa grunduðum ákvörðunum. Þetta eru valdamestu embættismenn landsins. Við erum alls ekki að segja að Seðlabankinn megi ekki vera sjálfstæður að meginstefnu. En hann má heldur ekki vera einráður og þegar hann er að valda jafn stórum vanda og auðvelt er að sýna fram á, verður ríkisstjórnin að hafa völd og vitund til að stöðva hann. Ef einhverskonar neyðarlög þarf til þá er núna tíminn til að setja þau. Hagfræði er ekki vísindi Það er staðreynd að hagfræði er ekki vísindi og jú þar greinir fólk á. Í svörum sínum á Alþingi sagði fjármálaráðherra: „Það er algerlega þannig að peningastefna er ekki verkfræðilegt verkefni heldur mjög sálrænt líka og marglaga.“ Fyrst svo er, hljótum við að spyrja okkur hvernig hægt sé að réttlæta að þessum þungu vaxtabyrðum sé EKKI lyft af heimilunum, þegar þær byggja ekki á „verkfræðilegum“ staðreyndum, heldur „sálrænum“ tilfinningum? Við sem þetta ritum höfum stundum í samtölum okkar á milli, fagnað því að vera ekki hagfræðingar því þeir virðast algjörlega missa alla jarðtengingu og týna sér í kenningum með kíkinn fyrir blinda auganu. Þannig er rörsýn þeirra oft slík að þeir geta ekki einu sinni skilið að þó að heimili sé með ágætistekjur, þá ráði það ekki við aukna greiðslubyrði upp á 300 þúsund í hverjum mánuði, hvað þá þau sem verr eru stödd. Hvar og í hvernig efnahag var slíkt fólk alið upp, sem getur ekki skilið þau einföldu sannindi? Hverjum eigum við að treysta? Tilraunin „Förum illa með heimilin á Íslandi og afhendum bönkunum fjármuni þeirra“ hlýtur að hafa runnið sitt skeið. Stjórnmálamenn verða að hafa kjark til að snúa af vondum brautum í stað þess að ana áfram í þrjóskukasti. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, hefur bæst í kór okkar sem höfum varað við ástandinu sem orðið er að veruleika. Það hefur náttúrulega aldrei verið réttlætanlegt að setja heimilin í þá vondu stöðu sem þau eru í núna en nú ætti öllum að vera orðið ljóst að háir stýrivextir gera illt verra og að þeir þurfi að lækka hratt. Á aðra höndina höfum við Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði og á hina höfum við Ásgeir Jónsson og félaga. Hvorum ætlum við að trúa? Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósi í vikunni var viðtal við Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Þetta viðtal var eins og talað úr okkar munni og staðfesti ALLT sem við höfum sagt í gagnrýni okkar á grimmilegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni, sem svo til eingöngu hafa falist í vaxtahækkunum. Vaxtahækkunum sem hafa bitnað verst á þeim sem mest skulda og minnst eiga og valdið bæði örvæntingu og svefnlausum nóttum hjá þúsundum heimila. Málflutningur okkar, sem þó byggir á skynsamri hagfræði, hefur fengið lítinn hljómgrunn meðal fjárfesta og viðskiptablaðamanna og ítrekað hefur verið gert lítið úr okkar skoðunum. Það er því mikil viðurkenning að okkar ábendingar sem við höfum viljað kalla almenna og augljósa skynsemi, séu nánast samhljóma þeim ráðleggingum sem Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði gefur þjóðinni í beinni útsendingu á RÚV. Stiglitz var að sjálfsögðu ekki að beina spjótum sínum sérstaklega að Seðlabanka Íslands og ræddi alltaf um „Seðlabanka heimsins“, en allt sem hann sagði um þessi mál má heimfæra upp á Seðlabanka Íslands, sem virkilega þarf að fara að hugsa sinn gang, svo ekki sé fastar kveðið að orði. Stiglitz um orsakir verðbólgunnar Afsökun ríkisstjórnarinnar fyrir verðbólgunni hefur verið heimsfaraldur og stríðið í Úkraínu, enda engin vilji á þeim bænum til að horfast í augu við lélega hagstjórn. Við sem þetta ritum vöruðum í fyrsta lagi við því, snemma í Covid faraldrinum, að verðbólga hlyti að vera í kortunum, þar sem virðiskeðjur væru að rofna út um allan heim. Við áttum fund með forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra árið 2021vegna áhyggna okkar um yfirvofandi verðbólgu og hvernig hún kynni að bitna á heimilunum. Við höfðum miklar áhyggjur af því að ef vextir yrðu skrúfaðir í botn þá myndi það útrýma fjárhagslegum stöðugleika tugþúsunda heimila. Ítrekað, í fjölmörgum ræðum og viðtölum, höfnuðu bæði fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri því sem mikilli fjarstæðu að nokkur hætta væri á verðbólgu. Ísland, land tækifæranna, var nefnilega gengið inn í nýtt lágvaxtatímabil, a.m.k. samkvæmt auglýsingum ríkisstjórnarflokkanna. Í öðru lagi höfum við ítrekað bent á að samkvæmt Seðlabankastjóra Evrópu, Christine Lagarde væri þessi verðbólga þess eðlis að vaxtahækkanir myndu ekki slá á hana. Við vorum á því að engar aðgerðir væru betri en slæmar og að númer eitt væri að verja heimili landsins og að sú braut sem við værum á, myndu skilja þau eftir í langvarandi kreppu sem myndi vara löngu eftir að við værum öll búin að gleyma verðbólgunni. Allt kom fyrir ekki, höfðinu var áfram slegið í steininn af mikilli þrjósku. Það er áhugavert að skoða afsakanir ríkisstjórnarinnar í ljósi þessara orða Stiglitz: „Óttinn við stjórnlausa verðbólgu var algjörlega orðum aukinn í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Seðlabankar um allan heim hækkuðu vexti að nauðsynjalausu ... Verðbólgan orsakaðist af hökti í framboði og eftirspurn og þegar faraldrinum lauk tóku markaðirnir rækilega við sér.“ Miðað við þessi orð þarf ríkisstjórnin að fara að líta í eigin barm í stað þess að skella skuldinni á utanaðkomandi atburði. Vaxtahækkanir eru olía á verðbólgubálið Í viðtalinu sagði Stiglitz Seðlabanka heims hafa hækkað vexti að nauðsynjalausu og að þeir hafi með því hellt olíu á verðbólgubál síðustu ára. Hann var gríðarlega gagnrýnin á þá sem fara með völdin í Seðlabönkum heimsins og sagði að þar horfðu menn of mikið á hagfræðikenningar í stað þess að horfa á stóru myndina eins og hagvöxt, atvinnustig, fjármálastöðugleika og misskiptingu. Hann sagði að vegna menntunar og uppruna þessara Seðlabankastjóra hefðu þeir tilhneigingu til að einbeita sér meira að verðbólgu en nokkru öðru, að það væri næstum í genum þeirra að þegar þeir sæju verðbólgu þá hækkuðu þeir vexti, hvort sem hækkun vaxta væri lausn á vandanum eða ekki. Hann ræddi um þetta nýjasta verðbólguskeið sem matar- og orkuverð hafði mikil áhrif á og kastaði fram þeirri spurningu hvort hækkun vaxta gæti skapað meira af orku eða meira af mat, sem gæti lækkað verðið. Svarið er að sjálfsögðu nei, því þvert á móti, þyrfti að auka fjárfestingar til að auka framboðið og þar með lækka verðið, á meðan hækkun vaxta hefði þveröfug áhrif á bæði matar og orkuverð. Hann sagði það sama eiga við um húsnæðisskort, sem er vandi sem við þekkjum vel á Íslandi og sagði hækkun vaxta eingöngu gera illt verra. Enda sjáum við það að það hefur hægst verulega á byggingu nýs íbúðarhúsnæðis eftir að vextir fóru að hækka. Hann sagði það einnig staðreynd að fyrirtæki næðu auknum vaxtakostnaði til baka með því að velta honum beint út í vöruverð til neytenda sem aftur hækkaði verðbólguna. Að lokum sagði hann að þótt vissulega væri verðbólgan á niðurleið, þá væri það EKKI vegna hækkunar stýrivaxta. Því ættu Seðlabankar engar þakkir skildar fyrir sitt vaxtablæti. Til að draga saman erindi Nóbelsverðlaunahafans eru skilaboð hans að annars vegar hafi Seðlabankar heims of þrönga sýn á verðbólguna og að hins vegar hafi þeir aukið á vandann með vaxtahækkunum sínum. Allur okkar málflutningur staðfestur – en hvað nú? Já það er óhætt að segja að Joseph Stiglitz hafi staðfest allan málflutning okkar og þeirra fáu sem hafa mótmælt þessu vaxtabrjálæði Seðlabankans frá því vaxtahækkunarferlið hófst. Við höfum ekki tölu á þeim skiptum sem við höfum bent á að verðbólgan á Íslandi sé EKKI heimilum landsins að kenna og að það myndi því ekki skila neinu að leggja allar þessar byrðar á venjulegt fólk, nema festa þau í langvarandi fjárhagskreppu. Við höfum einnig bent á að hvernig þessar vaxtahækkanir frysta nær algjörlega alla uppbyggingu á húsnæðismarkaði, sem er verulega alvarlegt og algjörlega á skjön við markmið ríkisstjórnarinnar um fjölgun íbúða. En engu að síður, svo fáránlegt sem það er, hefur það verið sérstakt markmið Seðlabankans að draga úr uppbyggingu á húsnæði, þrátt fyrir viðvarandi húsnæðisskort, ef trúa á orðum varaseðlabankastjóra, sem hann lét falla á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar fyrr í vetur. Það hefur líka blasað við að fyrirtækin myndu að sjálfsögðu velta auknum vaxtakostnaði beint út í verðlagið og auka þannig á verðbólguna. En aðspurður mótmælti Seðlabankastjóri þessu og sagði að hann hefði ekki áhyggjur af því, hann tryði ekki að þau myndu gera það. Áhlaupið á heimilin hefur valdið gríðarlegu tjóni Það er langt síðan vaxtahækkanir Seðlabankans snerust upp í andhverfu sína. Hann hefur ráðist gegn verðbólgunni af offorsi, sem hefur svo til eingöngu beinst að heimilum landsins. Aðgerðir hans gegn verðbólgunni eru miklu verri en verðbólgan sjálf og, nú þarf ekki bara okkar orð fyrir því, þær kynda undir frekari verðbólgu. Það er einfalt reikningsdæmi að 10% verðbólga kostar heimili sem er með 100 þúsund króna útgjöld 10.000 krónur í hverjum mánuði og 50.000 séu útgjöldin 500 þúsund krónur. Að nokkur skuli halda því fram að lausnin á þeim vanda sé að auka útgjöld fjölskyldunnar um 300 þúsund krónur að auki, í hverjum einasta mánuði, er svo bilað, að það er ótrúlegt að það skuli ekki allir sjá strax, ekki einu sinni þó þeim sé bent á það. Þetta er eins og að taka handlegginn af við öxl vegna puttabrots og læknir sem gerði það yrðu ekki langlífur í starfi. Seðlabankinn er upp á sitt einsdæmi að kæfa heimili landsins og við erum þegar komin á þann stað að mörg þeirra munu aldrei ná sér á ný. Mun einhver axla ábyrgðina? Spurningin er hins vegar, hver ætlar að axla ábyrgð á gjörðum Seðlabankans? Hver ætlar og hvernig á að bæta heimilunum þetta gríðarlega tjón sem þau hafa orðið fyrir? Og ætlar ríkisstjórnin að sjá til þess að snúið verði af þessari villubraut strax áður en að skaði heimilanna verður meiri? Eða ætlar hún áfram að sitja hjá með hendur í skauti, á meðan einhverjir mestu fjármagnsflutningar sögunnar eiga sér stað undir nefinu á þeim, vegna e.k. tilraunamennsku í hagfræði sem Seðlabankinn stundar? Við ætlum ekki að gera fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur það að rekja svar hennar lið fyrir lið. Hún hafði lítinn tíma til að ígrunda orð Stiglitz og hvernig ætti að bregðast við þeim, í óundirbúnum fyrirspurnum, morguninn eftir viðtalið. En að því sögðu olli svar hennar nokkrum vonbrigðum og við vonum innilega að hún muni endurskoða afstöðu sína. Í svörum sínum lagði hún m.a. áherslu á sjálfstæði Seðlabankans og sagði: „Það er auðvitað hlutverk okkar hér að mynda og skapa þann lagaramma og útfæra þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur í sínu verkefni þar sem það er hann sem ber ábyrgð á því verðbólgumarkmiði sem sett er, sem er 2,5%. Hann er sjálfstæður í sínum störfum, skipaður af forsætisráðherra og er þar í skjóli þess skipunartíma sem hann hefur innan þess lagaramma sem hann hefur. Ég er ekki talsmaður þess og lít reyndar svo á og það hefur hvergi í veröldinni gengið sérstaklega vel þegar vegið er að sjálfstæði Seðlabankans með einhverjum hætti, en það er okkar að skapa þennan ramma.“ (Tengill bæði á fyrirspurnina og svör ráðherra við henni) Á þessu svari hennar er ekki annað að skilja en að haldið verði áfram á sömu óheillabrautinni, með öllum þeim skaða sem því fylgir. Skipulag stjórnsýslunnar, verkefni stofnana og lagaumgjörð þeirra eru mannanna verk og sem slík alls ekki óumbreytanlegt. Ríkisstjórnin getur ekki firrt sig ábyrgð og vísað í „sjálfstæði Seðlabankans“. Ríkisstjórnin skipar Seðlabankastjóra og meirihluta þeirra sem eru í flestum nefndum og ráðum Seðlabankans eins og t.d. Peningastefnunefnd. Sjálfstæðið er nú ekki meira en það. Það er ekkert launungarmál að við sem þetta ritum teljum Seðlabankastjóra (og reyndar peningastefnunefnd alla), vera óhæfan til starfa og skrifuðum grein í nóvember þar sem við kröfðumst þess að forsætisráðherra myndi ekki framlengja skipunartíma hans því „eftir hann liggur slóð mistaka sem hafa haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar.“ Forsætisráðherra framlengdi samning hans til 5 ára núna í febrúar sl. Varnarlaus gagnvart óhæfum embættismönnum Engin hefur kosið Seðlabankastjóra. Hann starfar í skjóli ríkisstjórnarinnar og virðist eiga að vera hafin yfir gagnrýni. Vandinn við lögin um Seðlabankann er að á þeim eru engir varnaglar og afleiðingarnar eru þær að hópur fólks sem engin hefur kjörið getur farið sínu fram og getur, eins og við erum að horfa upp á núna, hreinlega sett allt í bál og brand með illa grunduðum ákvörðunum. Þetta eru valdamestu embættismenn landsins. Við erum alls ekki að segja að Seðlabankinn megi ekki vera sjálfstæður að meginstefnu. En hann má heldur ekki vera einráður og þegar hann er að valda jafn stórum vanda og auðvelt er að sýna fram á, verður ríkisstjórnin að hafa völd og vitund til að stöðva hann. Ef einhverskonar neyðarlög þarf til þá er núna tíminn til að setja þau. Hagfræði er ekki vísindi Það er staðreynd að hagfræði er ekki vísindi og jú þar greinir fólk á. Í svörum sínum á Alþingi sagði fjármálaráðherra: „Það er algerlega þannig að peningastefna er ekki verkfræðilegt verkefni heldur mjög sálrænt líka og marglaga.“ Fyrst svo er, hljótum við að spyrja okkur hvernig hægt sé að réttlæta að þessum þungu vaxtabyrðum sé EKKI lyft af heimilunum, þegar þær byggja ekki á „verkfræðilegum“ staðreyndum, heldur „sálrænum“ tilfinningum? Við sem þetta ritum höfum stundum í samtölum okkar á milli, fagnað því að vera ekki hagfræðingar því þeir virðast algjörlega missa alla jarðtengingu og týna sér í kenningum með kíkinn fyrir blinda auganu. Þannig er rörsýn þeirra oft slík að þeir geta ekki einu sinni skilið að þó að heimili sé með ágætistekjur, þá ráði það ekki við aukna greiðslubyrði upp á 300 þúsund í hverjum mánuði, hvað þá þau sem verr eru stödd. Hvar og í hvernig efnahag var slíkt fólk alið upp, sem getur ekki skilið þau einföldu sannindi? Hverjum eigum við að treysta? Tilraunin „Förum illa með heimilin á Íslandi og afhendum bönkunum fjármuni þeirra“ hlýtur að hafa runnið sitt skeið. Stjórnmálamenn verða að hafa kjark til að snúa af vondum brautum í stað þess að ana áfram í þrjóskukasti. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, Joseph Stiglitz, hefur bæst í kór okkar sem höfum varað við ástandinu sem orðið er að veruleika. Það hefur náttúrulega aldrei verið réttlætanlegt að setja heimilin í þá vondu stöðu sem þau eru í núna en nú ætti öllum að vera orðið ljóst að háir stýrivextir gera illt verra og að þeir þurfi að lækka hratt. Á aðra höndina höfum við Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði og á hina höfum við Ásgeir Jónsson og félaga. Hvorum ætlum við að trúa? Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun