Hugmyndaríka eða hugmyndasnauða Ísland? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 8. mars 2024 11:00 Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið. Guðmundur, stofnandi Kerecis, kom svo og bætti við að þetta snýst ekki eingöngu um hugmyndir heldur það að vera með djúpstæða þekkingu til þess að geta leyst vandamál. Það sem mér fannst vanta var að tala um hvernig við getum ýtt undir að mannauður Íslands sé hugmyndaríkur og kunni að finna raunveruleg vandamál sem fólk er að leita að lausnum fyrir. Áslaug Arna, ráðherra, talaði um að hraðinn er sífellt að aukast og tók dæmi um að þekking mannkynsins er núna að tvöfaldast á hverjum degi þegar þekking heimsins tvöfaldaðist á hverri öld fyrir árið 1900. Rannsóknir hafa bent á að þessi aukni hraði geti dregið úr hugmyndaauki fólks og margir kannast við að fá flestar hugmyndir sínar í sturtu, úti að hlaupa eða í fjallgöngum því það er einungis þá sem við erum nógu lengi frá skjánum til þess að hafa rýmið til þess að hugsa. Það er talað um að við séum að upplifa krísu skapandi hugsunar. Í yfir 50 ár hefur gögnum um skapandi hugsun fólks í Bandaríkjunum verið safnað með Torrence prófi. Skapandi hugsun fólks óx með hverju árinu sem hún var mæld, en árið 1990 varð breyting á og einkunn fólks á prófinu byrjaði að hríðfalla. Vísindafólk telur ástæðuna vera þennan aukna hraða. Það er miður, því að skapandi hugsun er talin vera sú hæfni á vinnumarkaði sem er ein sú mikilvægasta í dag og mun nauðsyn hennar aukast hvað hraðast á næstu árum samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Rannsóknir benda einnig á að fyrirtæki sem leggja áherslu á skapandi hugsun eru með ánægðari viðskiptavini, ánægðara og heilbrigðara starfsfólk og vaxa hraðar. Það er því nokkuð ljóst að virðið í því að leggja áherslu á skapandi hugsun er mikið og leysa þarf það vandamál að skapa umhverfi sem styður við og eflir skapandi hugsun. Við getum ekki notað lausnir gærdagsins til þess að leysa vandamál dagsins í dag, því eins og Áslaug Arna talaði um þá er kominn veldisvöxtur í breytingar. Sem betur fer er hægt að þjálfa skapandi og lausnamiðaða hugsun og skapa umhverfi á vinnustöðum sem styður við hugmyndir í stað þess að draga úr þeim eins og því miður rannsóknir benda á að gerist frekar. Leggja ætti meiri áherslu á að kenna skapandi og lausnamiðaða hugsun í háskólum landsins í öllum deildum, ásamt því skapa lausnir til þess að auka rýmið fyrir skapandi hugsun í grunnskólum landsins. Það er núna sem við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að þjálfa og efla skapandi hugsun fólks því það getur verið okkar helsta samkeppnisforskot á heimsvísu og þannig getum við raunverulega orðið hugmyndalandið Ísland. Líkt og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði í lokin á iðnþinginu að þá blómstrar íslenskur jarðvegur ekki af sjálfum sér, við þurfum að skapa rétta jarðveginn. Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið. Guðmundur, stofnandi Kerecis, kom svo og bætti við að þetta snýst ekki eingöngu um hugmyndir heldur það að vera með djúpstæða þekkingu til þess að geta leyst vandamál. Það sem mér fannst vanta var að tala um hvernig við getum ýtt undir að mannauður Íslands sé hugmyndaríkur og kunni að finna raunveruleg vandamál sem fólk er að leita að lausnum fyrir. Áslaug Arna, ráðherra, talaði um að hraðinn er sífellt að aukast og tók dæmi um að þekking mannkynsins er núna að tvöfaldast á hverjum degi þegar þekking heimsins tvöfaldaðist á hverri öld fyrir árið 1900. Rannsóknir hafa bent á að þessi aukni hraði geti dregið úr hugmyndaauki fólks og margir kannast við að fá flestar hugmyndir sínar í sturtu, úti að hlaupa eða í fjallgöngum því það er einungis þá sem við erum nógu lengi frá skjánum til þess að hafa rýmið til þess að hugsa. Það er talað um að við séum að upplifa krísu skapandi hugsunar. Í yfir 50 ár hefur gögnum um skapandi hugsun fólks í Bandaríkjunum verið safnað með Torrence prófi. Skapandi hugsun fólks óx með hverju árinu sem hún var mæld, en árið 1990 varð breyting á og einkunn fólks á prófinu byrjaði að hríðfalla. Vísindafólk telur ástæðuna vera þennan aukna hraða. Það er miður, því að skapandi hugsun er talin vera sú hæfni á vinnumarkaði sem er ein sú mikilvægasta í dag og mun nauðsyn hennar aukast hvað hraðast á næstu árum samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Rannsóknir benda einnig á að fyrirtæki sem leggja áherslu á skapandi hugsun eru með ánægðari viðskiptavini, ánægðara og heilbrigðara starfsfólk og vaxa hraðar. Það er því nokkuð ljóst að virðið í því að leggja áherslu á skapandi hugsun er mikið og leysa þarf það vandamál að skapa umhverfi sem styður við og eflir skapandi hugsun. Við getum ekki notað lausnir gærdagsins til þess að leysa vandamál dagsins í dag, því eins og Áslaug Arna talaði um þá er kominn veldisvöxtur í breytingar. Sem betur fer er hægt að þjálfa skapandi og lausnamiðaða hugsun og skapa umhverfi á vinnustöðum sem styður við hugmyndir í stað þess að draga úr þeim eins og því miður rannsóknir benda á að gerist frekar. Leggja ætti meiri áherslu á að kenna skapandi og lausnamiðaða hugsun í háskólum landsins í öllum deildum, ásamt því skapa lausnir til þess að auka rýmið fyrir skapandi hugsun í grunnskólum landsins. Það er núna sem við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að þjálfa og efla skapandi hugsun fólks því það getur verið okkar helsta samkeppnisforskot á heimsvísu og þannig getum við raunverulega orðið hugmyndalandið Ísland. Líkt og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði í lokin á iðnþinginu að þá blómstrar íslenskur jarðvegur ekki af sjálfum sér, við þurfum að skapa rétta jarðveginn. Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun