Sjómannafélag Íslands - stéttarfélag til málamynda? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 7. mars 2024 11:47 Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga. Þrátt fyrir fyrrgreint er nokkur fjöldi sjómanna á skipum sem gerð eru út af fyrirtækjum innan vébanda SFS með lausa kjarasamninga og hafa verið allt frá árslokum 2019. Um er að ræða sjómenn sem eiga aðild að Sjómannafélagi Íslands, félagi sem virðist vera málamyndastéttarfélag. Fyrir það líða hlutaðeigandi sjómenn. Fyrirsvarsmenn hins svokallaða stéttarfélags hafa engan vilja sýnt til þess að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Ekki hefur verið óskað funda, ekki hafa verið lagðar fram tillögur og ekkert hefur í raun verið lagt til málanna af hálfu fyrirsvarsmanna hins svokallaða stéttarfélags á þeim langa tíma sem liðinn er frá því kjarasamningar losnuðu fyrir ríflega fjórum árum síðan. Við alvarlegt athafnaleysi hins svokallaða stéttarfélags bætist síðan, að fyrirsvarsmenn þess hafa ítrekað farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart þeim stéttarfélögum sem hafa unnið í þágu sinna félagsmanna við að ná hagfelldum kjarasamningum og þar með bættum kjörum fyrir sína félagsmenn. Engir kjarasamningar eru yfir gagnrýni hafnir og í samningum tveggja nær hvorugur öllu sínu fram. Skoðanir eru því vafalaust skiptar á kröfugerðum og kjarasamningum, bæði á meðal félagsmanna stéttarfélaganna og félagsmanna SFS. Undan þeim veruleika verður ekki vikist. Það má hins vegar gera þá kröfu að í skoðanaskiptum sé farið rétt með staðreyndir og málefnaleg rök sett fram. Þess hefur ekki orðið vart í orðræðu fyrirsvarsmanna Sjómannafélags Íslands. Svo virðist sem hið svokallaða stéttarfélag hafi ætlað að leika sambærilegan leik nú og fyrir ríflega ári síðan, þegar öll stéttarfélög sjómanna skrifuðu undir kjarasamninga við SFS. Þeir samningar voru felldir af öllum félögum nema Félagi skipstjórnarmanna. Í aðdraganda þeirra samninga lagði Sjómannafélag Íslands ekkert til málanna. Félagið skrifaði hins vegar undir hlutaðeigandi samninga og hóf síðan linnulausa niðurrifsstarfsemi um sömu samninga. Eftir að kjarasamningarnir voru felldir hefur ekkert heyrst frá félaginu og allt er á huldu um hvers háttar kjarabætur félagsmenn þess óskuðu sér. Af þeim sökum hefur SFS nú gert kjarasamninga við þau félög sem tefldu fram skýrum kröfum og tillögum til úrbóta á þeim samningum sem felldir voru. Það gerði Sjómannafélag Íslands ekki og við það situr. Það er ábyrgðarhluti að starfrækja stéttarfélag. Slíkt félag er mikilvægur hirðir bæði réttinda og fjármuna félagsmanna sinna. Það félag sem sinnir ekki grunnskyldum gagnvart félagsmönnum, sem starfa á skipum innan vébanda SFS, getur ekki átt heimtingu á því að við það séu gerðir kjarasamningar. Á þeim stað er Sjómannafélag Íslands. Hjá hinu svokallaða stéttarfélagi þurfa fyrirsvarsmenn einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart SFS og ekki síður gagnvart sínum félagsmönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga. Þrátt fyrir fyrrgreint er nokkur fjöldi sjómanna á skipum sem gerð eru út af fyrirtækjum innan vébanda SFS með lausa kjarasamninga og hafa verið allt frá árslokum 2019. Um er að ræða sjómenn sem eiga aðild að Sjómannafélagi Íslands, félagi sem virðist vera málamyndastéttarfélag. Fyrir það líða hlutaðeigandi sjómenn. Fyrirsvarsmenn hins svokallaða stéttarfélags hafa engan vilja sýnt til þess að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Ekki hefur verið óskað funda, ekki hafa verið lagðar fram tillögur og ekkert hefur í raun verið lagt til málanna af hálfu fyrirsvarsmanna hins svokallaða stéttarfélags á þeim langa tíma sem liðinn er frá því kjarasamningar losnuðu fyrir ríflega fjórum árum síðan. Við alvarlegt athafnaleysi hins svokallaða stéttarfélags bætist síðan, að fyrirsvarsmenn þess hafa ítrekað farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart þeim stéttarfélögum sem hafa unnið í þágu sinna félagsmanna við að ná hagfelldum kjarasamningum og þar með bættum kjörum fyrir sína félagsmenn. Engir kjarasamningar eru yfir gagnrýni hafnir og í samningum tveggja nær hvorugur öllu sínu fram. Skoðanir eru því vafalaust skiptar á kröfugerðum og kjarasamningum, bæði á meðal félagsmanna stéttarfélaganna og félagsmanna SFS. Undan þeim veruleika verður ekki vikist. Það má hins vegar gera þá kröfu að í skoðanaskiptum sé farið rétt með staðreyndir og málefnaleg rök sett fram. Þess hefur ekki orðið vart í orðræðu fyrirsvarsmanna Sjómannafélags Íslands. Svo virðist sem hið svokallaða stéttarfélag hafi ætlað að leika sambærilegan leik nú og fyrir ríflega ári síðan, þegar öll stéttarfélög sjómanna skrifuðu undir kjarasamninga við SFS. Þeir samningar voru felldir af öllum félögum nema Félagi skipstjórnarmanna. Í aðdraganda þeirra samninga lagði Sjómannafélag Íslands ekkert til málanna. Félagið skrifaði hins vegar undir hlutaðeigandi samninga og hóf síðan linnulausa niðurrifsstarfsemi um sömu samninga. Eftir að kjarasamningarnir voru felldir hefur ekkert heyrst frá félaginu og allt er á huldu um hvers háttar kjarabætur félagsmenn þess óskuðu sér. Af þeim sökum hefur SFS nú gert kjarasamninga við þau félög sem tefldu fram skýrum kröfum og tillögum til úrbóta á þeim samningum sem felldir voru. Það gerði Sjómannafélag Íslands ekki og við það situr. Það er ábyrgðarhluti að starfrækja stéttarfélag. Slíkt félag er mikilvægur hirðir bæði réttinda og fjármuna félagsmanna sinna. Það félag sem sinnir ekki grunnskyldum gagnvart félagsmönnum, sem starfa á skipum innan vébanda SFS, getur ekki átt heimtingu á því að við það séu gerðir kjarasamningar. Á þeim stað er Sjómannafélag Íslands. Hjá hinu svokallaða stéttarfélagi þurfa fyrirsvarsmenn einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart SFS og ekki síður gagnvart sínum félagsmönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun