Má ég kveðja á eigin forsendum? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 7. mars 2024 08:00 Þetta er rosalega einfalt: Við bara bönnum það sem er hættulegt og leyfum það sem er öruggt. Störf alþingismanna væru mjög auðveld ef þetta væri raunin. En ef bannstefnan virkar, hvers vegna deyja þá margir tugir einstaklinga á ári, fyrir aldur fram, vegna vímuefnaneyslu? Þvert á móti hef ég hitt marga notendur vímuefna sem óttast að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess að neysla er bönnuð. Bannstefnan veldur meiri skaða en bótum. Í mínum huga er frelsið ekki bara undirstaða samfélagsins okkar. Það er líka skaðaminnkandi, og einfaldar líf fólks. En til þess að ýta undir frelsi þurfum við að byggja traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki bara gert með því að þjóðin byrji að treysta þingmönnum heldur verða þingmenn að geta treyst þjóðinni. Þeir þurfa að geta treyst fólki til taka ákvarðanir um eigið líf og til að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja traustið. Það eru almannahagsmunir fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp fyrir Alþingi sem snýr að lögleiðingu dánaraðstoðar. Mál þetta er til jafns frelsismál og mannúðarmál. Svo ég stikli á stóru þá snýst dánaraðstoð um rétt sjúklings til að óska eftir því að fá að kveðja þennan heim á eigin forsendum. Í frumvarpinu er lagt til að sjúklingur sem óskar eftir dánaraðstoð skal vera lögráða og sjálfráða, þannig á sig kominn andlega að vera fær um að taka ákvörðun um að óska dánaraðstoðar, með ólæknandi sjúkdóm og upplifir ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Jafnframt er mikilvægt að benda á að enginn læknir verður tilneyddur til að veita dánaraðstoð stríði það gegn hans sannfæringu. Hins vegar er ljóst að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks í garð dánaraðstoðar hefur orðið mun jákvæðara en áður var. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 kemur fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða eru alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi. Árið 2010 voru einungis 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga hlynnt dánaraðstoð. Um er að ræða mikilvægt frelsis- og mannúðarmál sem er mikilvægt að þingið taki afstöðu til. Löggjafinn hefur það hlutverk að þjónusta fólkið í landinu og jafnframt er nauðsynlegt að treysta fólki fyrir eigin ákvörðunum. Það er mikilvægt að við fáum að lokum að kveðja á eigin forsendum og því tel ég nauðsynlegt að frumvarpið fái fram að ganga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Dánaraðstoð Heilbrigðismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þetta er rosalega einfalt: Við bara bönnum það sem er hættulegt og leyfum það sem er öruggt. Störf alþingismanna væru mjög auðveld ef þetta væri raunin. En ef bannstefnan virkar, hvers vegna deyja þá margir tugir einstaklinga á ári, fyrir aldur fram, vegna vímuefnaneyslu? Þvert á móti hef ég hitt marga notendur vímuefna sem óttast að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess að neysla er bönnuð. Bannstefnan veldur meiri skaða en bótum. Í mínum huga er frelsið ekki bara undirstaða samfélagsins okkar. Það er líka skaðaminnkandi, og einfaldar líf fólks. En til þess að ýta undir frelsi þurfum við að byggja traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki bara gert með því að þjóðin byrji að treysta þingmönnum heldur verða þingmenn að geta treyst þjóðinni. Þeir þurfa að geta treyst fólki til taka ákvarðanir um eigið líf og til að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja traustið. Það eru almannahagsmunir fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp fyrir Alþingi sem snýr að lögleiðingu dánaraðstoðar. Mál þetta er til jafns frelsismál og mannúðarmál. Svo ég stikli á stóru þá snýst dánaraðstoð um rétt sjúklings til að óska eftir því að fá að kveðja þennan heim á eigin forsendum. Í frumvarpinu er lagt til að sjúklingur sem óskar eftir dánaraðstoð skal vera lögráða og sjálfráða, þannig á sig kominn andlega að vera fær um að taka ákvörðun um að óska dánaraðstoðar, með ólæknandi sjúkdóm og upplifir ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Jafnframt er mikilvægt að benda á að enginn læknir verður tilneyddur til að veita dánaraðstoð stríði það gegn hans sannfæringu. Hins vegar er ljóst að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks í garð dánaraðstoðar hefur orðið mun jákvæðara en áður var. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 kemur fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða eru alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi. Árið 2010 voru einungis 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga hlynnt dánaraðstoð. Um er að ræða mikilvægt frelsis- og mannúðarmál sem er mikilvægt að þingið taki afstöðu til. Löggjafinn hefur það hlutverk að þjónusta fólkið í landinu og jafnframt er nauðsynlegt að treysta fólki fyrir eigin ákvörðunum. Það er mikilvægt að við fáum að lokum að kveðja á eigin forsendum og því tel ég nauðsynlegt að frumvarpið fái fram að ganga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun