Sonurinn gat ekki kosið Bashar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 14:29 Hera og Bashar tókust á í einvíginu í gær þar sem Hera fór með sigur úr býtum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. „Ég kaus rétt. Ég kaus Heru og náði því. En þegar sonur minn ætlaði að kjósa Bashar þá slitnaði línan bara strax. Hann náði aldrei að hringja en reyndi nokkrum sinnum,“ segir Lars Jóhann Andrésson, fjölskyldufaðir frá Hornafirði í samtali við Vísi. Fjölskyldan keyrði rúma þúsund kílómetra til að fylgjast með Söngvakeppninni í Laugardalshöll. Hann segir það hafa verið rosalega gaman að hafa verið viðstaddur keppnina í gær en fannst hann knúinn til þess að láta RÚV vita af því að ekki hefði gengið að greiða atkvæði til allra í gær. „Okkur langaði svo að láta vita af þessu. Sjálfur var ég ekki ósáttur enda gat ég kosið Heru. En rétt skal vera rétt.“ Appið til skoðunar Fréttastofu hefur borist fleiri ábendingar frá fólki sem ekki gat kosið Bashar í gær. Þá er umræða um málið á Facebook hópnum Júróvisjón 2024. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir í skriflegu svari til Vísis að ekkert sé að frétta í dag af skoðun RÚV á kosningaappinu. Vísir greindi frá því í gær að appið yrði skoðað eftir að nokkur fjöldi fólks fékk kosninganúmer Heru Bjarkar á skjáinn eftir að hafa reynt að kjósa Bashar. Rúnar tók fram í samtali við Vísi að atkvæðafjöldinn sem um ræðir sé ekki það afgerandi að hann hafi haft áhrif á úrslitin. Opinberar tölur vegna atkvæðagreiðslunnar hafa ekki verið gefnar upp. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ sagði Rúnar í gærkvöldi. Eurovision Tengdar fréttir Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
„Ég kaus rétt. Ég kaus Heru og náði því. En þegar sonur minn ætlaði að kjósa Bashar þá slitnaði línan bara strax. Hann náði aldrei að hringja en reyndi nokkrum sinnum,“ segir Lars Jóhann Andrésson, fjölskyldufaðir frá Hornafirði í samtali við Vísi. Fjölskyldan keyrði rúma þúsund kílómetra til að fylgjast með Söngvakeppninni í Laugardalshöll. Hann segir það hafa verið rosalega gaman að hafa verið viðstaddur keppnina í gær en fannst hann knúinn til þess að láta RÚV vita af því að ekki hefði gengið að greiða atkvæði til allra í gær. „Okkur langaði svo að láta vita af þessu. Sjálfur var ég ekki ósáttur enda gat ég kosið Heru. En rétt skal vera rétt.“ Appið til skoðunar Fréttastofu hefur borist fleiri ábendingar frá fólki sem ekki gat kosið Bashar í gær. Þá er umræða um málið á Facebook hópnum Júróvisjón 2024. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir í skriflegu svari til Vísis að ekkert sé að frétta í dag af skoðun RÚV á kosningaappinu. Vísir greindi frá því í gær að appið yrði skoðað eftir að nokkur fjöldi fólks fékk kosninganúmer Heru Bjarkar á skjáinn eftir að hafa reynt að kjósa Bashar. Rúnar tók fram í samtali við Vísi að atkvæðafjöldinn sem um ræðir sé ekki það afgerandi að hann hafi haft áhrif á úrslitin. Opinberar tölur vegna atkvæðagreiðslunnar hafa ekki verið gefnar upp. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ sagði Rúnar í gærkvöldi.
Eurovision Tengdar fréttir Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00