Ákall Hafnarfjarðarbæjar í málefnum hælis- og flóttabarna Margrét Vala Marteinsdóttir og Kristín Thoroddsen skrifa 1. mars 2024 10:00 Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun