Búin að jafna sig á áfallinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn. Vísir/Sigurjón Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn með íslenska landsliðinu fyrir stórleik kvöldsins við Svíþjóð. Hún fagnar því að koma aftur inn í liðið eftir að hafa misst af heimsmeistaramótinu í lok síðasta árs. „Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
„Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30