Arnar krefst milljóna vegna árangurs sem Hallgrímur náði Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2024 11:31 Arnar Grétarsson gerði frábæra hluti sem þjálfari KA en skildi við liðið til að taka við Val síðla árs 2022. Aðstoðarmaður hans, Hallgrímur Jónasson, tók þá við KA. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson er farinn í hart og hefur stefnt sínum gömlu vinnuveitendum í KA. Málið snýst um greiðslur vegna árangurs KA í Evrópukeppni, sem Arnar lagði grunninn að. Arnar kvaddi KA haustið 2022 til að taka við Val, eftir að hafa stýrt KA í rúm tvö ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis var ákvæði í samningi Arnars við KA um að hann fengi ákveðið hlutfall af Evrópugreiðslum frá UEFA, sem félagið fékk svo árið eftir að Arnar fór, vegna árangurs í Sambandsdeild Evrópu. Heildarupphæðin sem KA fékk hækkaði úr 150.000 evrum (jafnvirði 22 milljóna króna í dag) í 550.000 (82 milljónir króna) við það að liðið, þá undir stjórn Hallgríms Jónassonar sem áður var aðstoðarmaður Arnars, komst í gegnum 1. og 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar. Eftir því sem Vísir kemst næst telja KA-menn eðlilegt að Arnar fái greiddan bónus í samræmi við þann árangur að hafa komið liðinu í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Arnar hefur hins vegar enn enga greiðslu fengið og krafa hans er að upphæðin sé í samræmi við að KA skuli hafa náð í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki er ljóst um hve háar upphæðir ágreiningurinn snýst en augljóst að um milljónir er að ræða, og jafnvel tugi milljóna. Tilraun til sátta á föstudag Arnar átti risastóran þátt í að koma KA í Evrópusæti haustið 2022 en hann skildi við liðið áður en það hafði endanlega tryggt sér Evrópusæti. Liðið var þó í afar góðum málum, með 43 stig í 3. sæti og með níu stiga forskot á næsta lið, Val, þegar aðeins umferðirnar fimm í nýju úrslitakeppninni voru eftir. Eftir að ráðningarsamningur Arnars var runninn út var hann svo kynntur sem nýr þjálfari Vals, sem hann stýrir í dag. Málið snýst því um það hve mikinn rétt Arnar hefur á bónus fyrir Evrópuárangurinn eftir að hann fór. Þrátt fyrir tilraunir hefur aðilum málsins ekki tekist að ná samkomulagi og nú er komið að sáttatilraun hjá dómara en stefna Arnars verður tekin fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra á föstudaginn. Nái menn ekki saman þar má búast við því að aðalmeðferð í málinu verði í vor. Besta deild karla KA Dómsmál Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Arnar kvaddi KA haustið 2022 til að taka við Val, eftir að hafa stýrt KA í rúm tvö ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis var ákvæði í samningi Arnars við KA um að hann fengi ákveðið hlutfall af Evrópugreiðslum frá UEFA, sem félagið fékk svo árið eftir að Arnar fór, vegna árangurs í Sambandsdeild Evrópu. Heildarupphæðin sem KA fékk hækkaði úr 150.000 evrum (jafnvirði 22 milljóna króna í dag) í 550.000 (82 milljónir króna) við það að liðið, þá undir stjórn Hallgríms Jónassonar sem áður var aðstoðarmaður Arnars, komst í gegnum 1. og 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar. Eftir því sem Vísir kemst næst telja KA-menn eðlilegt að Arnar fái greiddan bónus í samræmi við þann árangur að hafa komið liðinu í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Arnar hefur hins vegar enn enga greiðslu fengið og krafa hans er að upphæðin sé í samræmi við að KA skuli hafa náð í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki er ljóst um hve háar upphæðir ágreiningurinn snýst en augljóst að um milljónir er að ræða, og jafnvel tugi milljóna. Tilraun til sátta á föstudag Arnar átti risastóran þátt í að koma KA í Evrópusæti haustið 2022 en hann skildi við liðið áður en það hafði endanlega tryggt sér Evrópusæti. Liðið var þó í afar góðum málum, með 43 stig í 3. sæti og með níu stiga forskot á næsta lið, Val, þegar aðeins umferðirnar fimm í nýju úrslitakeppninni voru eftir. Eftir að ráðningarsamningur Arnars var runninn út var hann svo kynntur sem nýr þjálfari Vals, sem hann stýrir í dag. Málið snýst því um það hve mikinn rétt Arnar hefur á bónus fyrir Evrópuárangurinn eftir að hann fór. Þrátt fyrir tilraunir hefur aðilum málsins ekki tekist að ná samkomulagi og nú er komið að sáttatilraun hjá dómara en stefna Arnars verður tekin fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra á föstudaginn. Nái menn ekki saman þar má búast við því að aðalmeðferð í málinu verði í vor.
Besta deild karla KA Dómsmál Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira