Glódís Rún og Breki frá Austurási sigruðu slaktaumatöltið Meistaradeild Líflands 26. febrúar 2024 11:38 Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási sigruðu slaktaumatölt Meistaradeildar Líflands 2024 Fimmgangur á fimmtudaginn. Keppni í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands 2024 fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Það er óhætt að segja að keppnin hafi verið virkilega spennandi, frábærar sýningar sáust og var keppnin hörð allt til enda. Horses of Iceland bauð gestum í stúkuna og var Veisluþjónusta Suðurlands á sínum stað í veislusal reiðhallarinnar með glæsilegt hlaðborð sem knapar og aðrir gestir gæddu sér á. Tveir knapar keyptu sér uppboðsæti fyrir kvöldið ásamt því að eitt lið tefldi fram villiketti sem gerði kvöldið enn skemmtilegra. Það voru þau Þorgeir Ólafsson og Auðlind frá Þjórsárbakka sem riðu á vaðið og hófu veisluna. Að lokinni forkeppni voru það þau Jakob Svavar og Hrefna frá Fákshólum ásamt Glódísi Rún og Breka frá Austurási sem leiddu með sömu einkunn, en þar á eftir voru Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði, Aðalheiður Anna og Flóvent frá Breiðstöðum, Helga Una og Ósk frá Stað og síðastur að næla sér í sæti í A-úrslitum var Skagfirðingurinn Bjarni Jónasson á Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli. Glódís Rún og Breki frá Austurási ásamt Aðalheiði Önnu og Flóvent frá Breiðstöðum Að lokinni forkeppni var ljóst að úrslitin yrðu mjög spennandi þar sem stutt var á milli knapa og tveir knapar stóðu efstir og því með öllu óljóst hver myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir frjálsu ferðina á tölti voru það Jakob Svavar og Hrefna frá Fákshólum sem leiddu nokkuð örugglega og þeirri forystu héldu þau eftir hæga töltið. Fyrir slaka tauminn voru Ásmundur Ernir og Glódís Rún ekki langt undan. Það mátti heyra saumnál detta í höllinni á meðan slaki taumurinn fór fram, spennan var slík. En það varð svo ljóst eftir frábæra sýningu á slaka taumnum að Glódís Rún og Breki frá Austurási stóðu uppi sem sigurvegarar í Slaktaumatölti Meistaradeildar Líflands 2024 með einkunnina 8.04! Rétt á hæla þeirra komu Jakob Svavar og Hrefna frá Fákshólum með einkunnina 8.00. Þriðju voru Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhjáleigu með 7.88. Í fjórða sæti voru sigurvegarar frá því í fyrra, Aðalheiður Anna og Flóvent frá Breiðstöðum með 7.71, Bjarni Jónasson og Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli í því fimmta með 7.63 og í því sjötta Helga Una og Ósk frá Stað með 7.25. Sigurvegarar í Slaktaumatölti 2024. F.v. Jakob Svavar Sigurðsson, Glódís Rún Sigurðardóttir og Ásmundur Ernir Snorrason Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Hjarðartúns með 47.5 stig en liðið var með tvo knapa í úrslitum, þau Jakob Svavar Sigurðsson og Helgu Unu Björnsdóttur. Elvar Þormarsson keppti einnig fyrir lið Hjarðartúns og voru þeir í 12. sæti eftir frumraun sína í keppni í slaktaumatölti. Einstaklingskeppnina leiðir Jakob Svavar með 22 stig. Sigurvegarar í liðakeppninni. Næst verður keppt í Meistaradeild Líflands 29. febrúar í HorseDay höllinni Ingólfshvoli þegar keppt verður í fimmgangi. Í fyrra voru það Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli, síðar heimsmeistarar, sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Það er ljóst að Flóki og Sara mæta ekki til leiks þannig það verður spennandi að sjá hvort hún muni mæta til að endurheimta titilinn en það kemur í ljós á þriðjudaginn þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu hjá Alendis. TOYOTA SELFOSSI mun taka vel á móti ykkur en þau ætla bjóða áhorfendum FRÍTT í höllina! Við hvetjum alla hestaáhugamenn til að mæta tímanlega og um leið njóta frábærra veitinga í góðum félagsskap. Veisluþjónusta Suðurlands verður á staðnum með glæsilegt hlaðborð ásamt öðrum veitingum. Sé pantað fyrir fram á hlaðborðið fylgir í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Pantanir fara fram HÉR en nánari upplýsingar má senda á [email protected]. Þau ykkar sem ekki komast getið tryggt ykkur áskrift á Alendis. Sjáumst í HorseDay höllinni fimmtudaginn 29. febrúar. Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli, sigurvegarar í fimmgangi Meistaradeildar Líflans 2024 Staðan í liðakeppni 1. Hestvit / Árbakki 97 stig 2. Hjarðartún 96 stig 3. Ganghestar / Margrétarhof 86 stig 4. Hrímnir / Hest.is 61.5 stig 5. Top Reiter 45 stig 6. Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 39.5 stig 7. Austurkot / Pula 36 stig Staðan í einstaklingskeppni 1. Jakob Svavar Sigurðsson 22 stig 2. Glódís Rún Sigurðardóttir 20 stig 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 17 stig 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson 10 stig 5. Helga Una Björnsdóttir 10 stig Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási í sveiflu NIÐURSTÖÐUR - T2 SLAKTAUMATÖLT Sæti - Knapi - Hross - Lið - Einkunn 1. Glódís Rún Sigurðardóttir - Breki frá Austurási - Hestvit/Árbakki - 8,04 2. Jakob Svavar Sigurðsson - Hrefna frá Fákshólum - Hjarðartún - 8,00 3. Ásmundur Ernir Snorrason - Hlökk frá Strandarhöfði - Hrímnir/Hest.is - 7,88 4. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Flóvent frá Breiðstöðum - Margrétarhof/Hest.is - 7,71 5. Bjarni Jónasson - Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær - 7,62 6. Helga Una Björnsdóttir - Ósk frá Stað - Hjarðartún - 7,25 7. Teitur Árnason - Úlfur frá Hrafnagili - Top Reiter - 7,57 8. Gústaf Ásgeir Hinriksson - Sesar frá Rauðalæk - Hestvit/Árbakki - 7,53 9. Viðar Ingólfsson - Þormar frá Neðri-Hrepp - Hrímnir/Hest.is - 7,40 10. Hanne Oustad Smidesang - Tónn frá Hjarðartúni - Margrétarhof/Ganghestar - 7,33 11. Arnar Bjarki Sigurðarson - Magni frá Ríp - Hrímnir/Hestvit - 7,30 12. - 13. Sara Sigurbjörnsdóttir - Hátíð frá Garðsá - Margrétarhof/Hest.is - 7,27 12. -13. Elvar Þormarsson - Djáknar frá Selfossi - Hjarðartún - 7,27 14. Rakel Sigurhansdóttir - Slæða frá Traðarholti - Uppboðssæti - 7,13 15. Pierre Sandsten Hoyos - Tristan frá Stekkhólum - Hestvit/Árbakki - 7,10 16. Flosi Ólafsson - Steinar frá Stíghúsi - Hrímnir/Hest.is - 6,97 17. Ólafur Andri Guðmundsson - Draumur frá Feti - Austurkot/Pula - 6,87 18. Páll Bragi Hólmarsson - Vísir frá Kagaðarhóli - Austurkot/Pula - 6,83 19. Jón Ársæll Bergmann - Grímur frá Skógarási - Austurkot/Pula - 6,47 20. Árni Björn Pálsson - Ísbjörg frá Blesastöðum - 1A Top Reiter - 6,33 21. Þorgeir Ólafsson - Auðlind frá Þjórsárbakka - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær - 5,97 22. Sigurður Sigurðarson - Amadeus frá Þjóðólfshaga 1 - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær - 5,57 23. Eyrún Ýr Pálsdóttir - Hylur frá Flagbjarnarholti - Top Reiter - 0,00 Dagskrá vetrarins: 25. janúar - Fjórgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 8. febrúar - Slaktaumatölt - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 29. Febrúar - Fimmgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 15. Mars - Gæðingafimi - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 30. mars - Gæðingaskeið og 150m skeið - 14:00 Selfoss Brávöllum 12.apríl - Tölt og 100 m skeið - 19:00 HorseDay-Höllin Ingólfshvoli - Lokahátið View this post on Instagram A post shared by Meistaradeildin (@meistaradeildin) Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Sjá meira
Keppni í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands 2024 fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Það er óhætt að segja að keppnin hafi verið virkilega spennandi, frábærar sýningar sáust og var keppnin hörð allt til enda. Horses of Iceland bauð gestum í stúkuna og var Veisluþjónusta Suðurlands á sínum stað í veislusal reiðhallarinnar með glæsilegt hlaðborð sem knapar og aðrir gestir gæddu sér á. Tveir knapar keyptu sér uppboðsæti fyrir kvöldið ásamt því að eitt lið tefldi fram villiketti sem gerði kvöldið enn skemmtilegra. Það voru þau Þorgeir Ólafsson og Auðlind frá Þjórsárbakka sem riðu á vaðið og hófu veisluna. Að lokinni forkeppni voru það þau Jakob Svavar og Hrefna frá Fákshólum ásamt Glódísi Rún og Breka frá Austurási sem leiddu með sömu einkunn, en þar á eftir voru Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði, Aðalheiður Anna og Flóvent frá Breiðstöðum, Helga Una og Ósk frá Stað og síðastur að næla sér í sæti í A-úrslitum var Skagfirðingurinn Bjarni Jónasson á Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli. Glódís Rún og Breki frá Austurási ásamt Aðalheiði Önnu og Flóvent frá Breiðstöðum Að lokinni forkeppni var ljóst að úrslitin yrðu mjög spennandi þar sem stutt var á milli knapa og tveir knapar stóðu efstir og því með öllu óljóst hver myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir frjálsu ferðina á tölti voru það Jakob Svavar og Hrefna frá Fákshólum sem leiddu nokkuð örugglega og þeirri forystu héldu þau eftir hæga töltið. Fyrir slaka tauminn voru Ásmundur Ernir og Glódís Rún ekki langt undan. Það mátti heyra saumnál detta í höllinni á meðan slaki taumurinn fór fram, spennan var slík. En það varð svo ljóst eftir frábæra sýningu á slaka taumnum að Glódís Rún og Breki frá Austurási stóðu uppi sem sigurvegarar í Slaktaumatölti Meistaradeildar Líflands 2024 með einkunnina 8.04! Rétt á hæla þeirra komu Jakob Svavar og Hrefna frá Fákshólum með einkunnina 8.00. Þriðju voru Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhjáleigu með 7.88. Í fjórða sæti voru sigurvegarar frá því í fyrra, Aðalheiður Anna og Flóvent frá Breiðstöðum með 7.71, Bjarni Jónasson og Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli í því fimmta með 7.63 og í því sjötta Helga Una og Ósk frá Stað með 7.25. Sigurvegarar í Slaktaumatölti 2024. F.v. Jakob Svavar Sigurðsson, Glódís Rún Sigurðardóttir og Ásmundur Ernir Snorrason Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Hjarðartúns með 47.5 stig en liðið var með tvo knapa í úrslitum, þau Jakob Svavar Sigurðsson og Helgu Unu Björnsdóttur. Elvar Þormarsson keppti einnig fyrir lið Hjarðartúns og voru þeir í 12. sæti eftir frumraun sína í keppni í slaktaumatölti. Einstaklingskeppnina leiðir Jakob Svavar með 22 stig. Sigurvegarar í liðakeppninni. Næst verður keppt í Meistaradeild Líflands 29. febrúar í HorseDay höllinni Ingólfshvoli þegar keppt verður í fimmgangi. Í fyrra voru það Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli, síðar heimsmeistarar, sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Það er ljóst að Flóki og Sara mæta ekki til leiks þannig það verður spennandi að sjá hvort hún muni mæta til að endurheimta titilinn en það kemur í ljós á þriðjudaginn þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu hjá Alendis. TOYOTA SELFOSSI mun taka vel á móti ykkur en þau ætla bjóða áhorfendum FRÍTT í höllina! Við hvetjum alla hestaáhugamenn til að mæta tímanlega og um leið njóta frábærra veitinga í góðum félagsskap. Veisluþjónusta Suðurlands verður á staðnum með glæsilegt hlaðborð ásamt öðrum veitingum. Sé pantað fyrir fram á hlaðborðið fylgir í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Pantanir fara fram HÉR en nánari upplýsingar má senda á [email protected]. Þau ykkar sem ekki komast getið tryggt ykkur áskrift á Alendis. Sjáumst í HorseDay höllinni fimmtudaginn 29. febrúar. Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli, sigurvegarar í fimmgangi Meistaradeildar Líflans 2024 Staðan í liðakeppni 1. Hestvit / Árbakki 97 stig 2. Hjarðartún 96 stig 3. Ganghestar / Margrétarhof 86 stig 4. Hrímnir / Hest.is 61.5 stig 5. Top Reiter 45 stig 6. Þjóðólfshagi / Sumarliðabær 39.5 stig 7. Austurkot / Pula 36 stig Staðan í einstaklingskeppni 1. Jakob Svavar Sigurðsson 22 stig 2. Glódís Rún Sigurðardóttir 20 stig 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 17 stig 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson 10 stig 5. Helga Una Björnsdóttir 10 stig Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási í sveiflu NIÐURSTÖÐUR - T2 SLAKTAUMATÖLT Sæti - Knapi - Hross - Lið - Einkunn 1. Glódís Rún Sigurðardóttir - Breki frá Austurási - Hestvit/Árbakki - 8,04 2. Jakob Svavar Sigurðsson - Hrefna frá Fákshólum - Hjarðartún - 8,00 3. Ásmundur Ernir Snorrason - Hlökk frá Strandarhöfði - Hrímnir/Hest.is - 7,88 4. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Flóvent frá Breiðstöðum - Margrétarhof/Hest.is - 7,71 5. Bjarni Jónasson - Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær - 7,62 6. Helga Una Björnsdóttir - Ósk frá Stað - Hjarðartún - 7,25 7. Teitur Árnason - Úlfur frá Hrafnagili - Top Reiter - 7,57 8. Gústaf Ásgeir Hinriksson - Sesar frá Rauðalæk - Hestvit/Árbakki - 7,53 9. Viðar Ingólfsson - Þormar frá Neðri-Hrepp - Hrímnir/Hest.is - 7,40 10. Hanne Oustad Smidesang - Tónn frá Hjarðartúni - Margrétarhof/Ganghestar - 7,33 11. Arnar Bjarki Sigurðarson - Magni frá Ríp - Hrímnir/Hestvit - 7,30 12. - 13. Sara Sigurbjörnsdóttir - Hátíð frá Garðsá - Margrétarhof/Hest.is - 7,27 12. -13. Elvar Þormarsson - Djáknar frá Selfossi - Hjarðartún - 7,27 14. Rakel Sigurhansdóttir - Slæða frá Traðarholti - Uppboðssæti - 7,13 15. Pierre Sandsten Hoyos - Tristan frá Stekkhólum - Hestvit/Árbakki - 7,10 16. Flosi Ólafsson - Steinar frá Stíghúsi - Hrímnir/Hest.is - 6,97 17. Ólafur Andri Guðmundsson - Draumur frá Feti - Austurkot/Pula - 6,87 18. Páll Bragi Hólmarsson - Vísir frá Kagaðarhóli - Austurkot/Pula - 6,83 19. Jón Ársæll Bergmann - Grímur frá Skógarási - Austurkot/Pula - 6,47 20. Árni Björn Pálsson - Ísbjörg frá Blesastöðum - 1A Top Reiter - 6,33 21. Þorgeir Ólafsson - Auðlind frá Þjórsárbakka - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær - 5,97 22. Sigurður Sigurðarson - Amadeus frá Þjóðólfshaga 1 - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær - 5,57 23. Eyrún Ýr Pálsdóttir - Hylur frá Flagbjarnarholti - Top Reiter - 0,00 Dagskrá vetrarins: 25. janúar - Fjórgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 8. febrúar - Slaktaumatölt - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 29. Febrúar - Fimmgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 15. Mars - Gæðingafimi - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 30. mars - Gæðingaskeið og 150m skeið - 14:00 Selfoss Brávöllum 12.apríl - Tölt og 100 m skeið - 19:00 HorseDay-Höllin Ingólfshvoli - Lokahátið View this post on Instagram A post shared by Meistaradeildin (@meistaradeildin)
1. Glódís Rún Sigurðardóttir - Breki frá Austurási - Hestvit/Árbakki - 8,04 2. Jakob Svavar Sigurðsson - Hrefna frá Fákshólum - Hjarðartún - 8,00 3. Ásmundur Ernir Snorrason - Hlökk frá Strandarhöfði - Hrímnir/Hest.is - 7,88 4. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Flóvent frá Breiðstöðum - Margrétarhof/Hest.is - 7,71 5. Bjarni Jónasson - Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær - 7,62 6. Helga Una Björnsdóttir - Ósk frá Stað - Hjarðartún - 7,25 7. Teitur Árnason - Úlfur frá Hrafnagili - Top Reiter - 7,57 8. Gústaf Ásgeir Hinriksson - Sesar frá Rauðalæk - Hestvit/Árbakki - 7,53 9. Viðar Ingólfsson - Þormar frá Neðri-Hrepp - Hrímnir/Hest.is - 7,40 10. Hanne Oustad Smidesang - Tónn frá Hjarðartúni - Margrétarhof/Ganghestar - 7,33 11. Arnar Bjarki Sigurðarson - Magni frá Ríp - Hrímnir/Hestvit - 7,30 12. - 13. Sara Sigurbjörnsdóttir - Hátíð frá Garðsá - Margrétarhof/Hest.is - 7,27 12. -13. Elvar Þormarsson - Djáknar frá Selfossi - Hjarðartún - 7,27 14. Rakel Sigurhansdóttir - Slæða frá Traðarholti - Uppboðssæti - 7,13 15. Pierre Sandsten Hoyos - Tristan frá Stekkhólum - Hestvit/Árbakki - 7,10 16. Flosi Ólafsson - Steinar frá Stíghúsi - Hrímnir/Hest.is - 6,97 17. Ólafur Andri Guðmundsson - Draumur frá Feti - Austurkot/Pula - 6,87 18. Páll Bragi Hólmarsson - Vísir frá Kagaðarhóli - Austurkot/Pula - 6,83 19. Jón Ársæll Bergmann - Grímur frá Skógarási - Austurkot/Pula - 6,47 20. Árni Björn Pálsson - Ísbjörg frá Blesastöðum - 1A Top Reiter - 6,33 21. Þorgeir Ólafsson - Auðlind frá Þjórsárbakka - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær - 5,97 22. Sigurður Sigurðarson - Amadeus frá Þjóðólfshaga 1 - Þjóðólfshagi/Sumarliðabær - 5,57 23. Eyrún Ýr Pálsdóttir - Hylur frá Flagbjarnarholti - Top Reiter - 0,00
25. janúar - Fjórgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 8. febrúar - Slaktaumatölt - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 29. Febrúar - Fimmgangur - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 15. Mars - Gæðingafimi - 19:00 HorseDay Höllin Ingólfshvoli 30. mars - Gæðingaskeið og 150m skeið - 14:00 Selfoss Brávöllum 12.apríl - Tölt og 100 m skeið - 19:00 HorseDay-Höllin Ingólfshvoli - Lokahátið
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Sjá meira