Fyrrverandi útkastari vann sitt fyrsta PGA-mót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2024 14:01 Jake Knapp fékk steypibað eftir að hann tryggði sér sigur á Mexico Open. getty/Orlando Ramirez Bandaríkjamaðurinn Jake Knapp vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni um helgina. Ekki eru nema þrjú ár síðan hann réði sig sem dyravörð á skemmtistað. Knapp, sem er 29 ára, var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Mexico Open. Forysta hans hvarf hins vegar á fyrstu sjö holunum á lokahringnum. En Knapp náði sér aftur á strik og endaði á nítján höggum undir pari, tveimur höggum á undan Sami Valimaki frá Finnlandi. „Ég var kannski ekki upp á mitt besta, það er ljóst. Ég vissi að þetta yrði spennandi og erfitt. En ég var mjög hreykinn af því hvernig ég spilaði undir lokin,“ sagði Knapp. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá honum á undanförnum árum. Fyrir þremur árum mistókst honum að tryggja sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og réði sig í kjölfarið sem dyravörður á skemmtistað. „Þeir þurftu öryggisvörð og ég sagði að ég vissi ekki hvort ég væri nógu stór en ég gæti staðið þarna og þóst vera harður,“ sagði Knapp. Þrír af átta sigurvegurum á PGA-mótaröðinni á þessu ári hafa unnið sitt fyrsta mót á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Cognizant Classic, er um næstu helgi. Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Knapp, sem er 29 ára, var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Mexico Open. Forysta hans hvarf hins vegar á fyrstu sjö holunum á lokahringnum. En Knapp náði sér aftur á strik og endaði á nítján höggum undir pari, tveimur höggum á undan Sami Valimaki frá Finnlandi. „Ég var kannski ekki upp á mitt besta, það er ljóst. Ég vissi að þetta yrði spennandi og erfitt. En ég var mjög hreykinn af því hvernig ég spilaði undir lokin,“ sagði Knapp. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá honum á undanförnum árum. Fyrir þremur árum mistókst honum að tryggja sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og réði sig í kjölfarið sem dyravörður á skemmtistað. „Þeir þurftu öryggisvörð og ég sagði að ég vissi ekki hvort ég væri nógu stór en ég gæti staðið þarna og þóst vera harður,“ sagði Knapp. Þrír af átta sigurvegurum á PGA-mótaröðinni á þessu ári hafa unnið sitt fyrsta mót á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Cognizant Classic, er um næstu helgi.
Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira