Snæþór Helgi gengur laus þrátt fyrir dóm fyrir hrottalegt ofbeldi gegn fyrrverandi Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 18:44 Landsréttur ákvað í gær að manninum skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi. Vísir/Egill Snæþór Helgi Bjarnason, sem var á dögunum dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann hlaut fjögurra ára dóm fyrir árásina þar sem ekki var talið að hann hefði reynt að ráða konunni bana. Þar með er skilyrðum laga um meðferð sakamála um áframhaldandi gæsluvarðhald ekki uppfyllt. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær. Snæþór Helgi hafði skotið málinu til Landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. ágúst næstkomandi. Snæþór Helgi var dæmdur í fjögurra ára fangelsi á þriðjudag síðustu viku fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Dómur yfir honum var birtur laust upp úr klukkan 19 í kvöld. Hann hefur ekki verið nafngreindur fyrr en nú. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi, með því að hafa ráðist á konuna og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Í úrskurði Landsréttar segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur hafi verið sú að ekki hafi verið nægilega sýnt fram á það að ásetningur mannsins hefði staðið til þess að ráða kærustunni fyrrverandi bana. Þá hafi ekki heldur verið fallist á það að samband mannsins og konunnar teldist náið í skilningi ákvæðis almennra hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Í ákvæðinu segir að bæði núverandi og fyrrverandi maki eða sambúðaraðili geti talist í nánu sambandi með brotaþola. Þá segir að slíkt brot geti varðað sex ára fangelsi eða sextán ára, teljist brotið stórfellt. Voru sundur og saman og bjuggu saman í „kommúnu“ Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir um samband fólksins segir að samkvæmt málsgögnum og framburði þeirra virðist í aðalatriðum liggja fyrir að þau hafi kynnst og tekið saman á viðkvæmum tímamótum í lífi konunnar í október árið 2021. Upp frá því hafi þau ýmist verið saman eða sundur sem kærustupar eða vinir en haldið áfram að vera í samskiptum þess á milli. Þannig hafi samband þeirra eða samskipti á einn eða annan hátt verið allt fram í lok ágúst 2023 þegar meint atvik í skóglendinu áttu sér stað. Þá hafi þau að einhverju marki lifað saman kynlífi á meðan þau voru saman og sundur í sambandinu. Einnig yrði ráðið af framburði konunnar fyrir dómi að hún hafi verið ástfangin af Snæþóri Helga. Hið sama yrði ekki sérstaklega ráðið af framburði hans fyrir dómi en margt sé hins vegar óljóst um huglæga afstöðu hans til konunnar og atvika, eins og málsgögn liggi fyrir. Þeim hafi þó borið saman um að þau hafi um tveggja eða þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2022 verið með herbergi á leigu í stóru húsi í og búið í því þar sem fleira fólk var búsett. Yrði ráðið að þar hafi verið um að ræða óskráða sambúð og/eða sameiginlega búsetu í kommúnu í stuttan og afmarkaðan tíma. Af framburði þeirra yrði hvorki ráðið að þau hafi að öðru leyti búið saman né að fjárhagur þeirra hafi nokkurn tímann náð því að vera sameiginlegur. Því hafi ekki verið unnt að fallast á að þau hefðu verið í nánu sambandi í skilningi laganna. Hringdi æstur í móður brotaþola eftir árásina Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar Snæþórs Helga segir að brot hans hafi beinst að að mikilvægum hagsmunum konunnar og grófleiki og hættustig brotanna hafi verið með meira móti. Þá hafi orðið töluvert líkamstjón og mikil sálræn vanlíðan eftir á hjá konunni vegna af háttseminnar. Horfi allt framangreint til refsiþyngingar. Þá bera brot hans með sér hátt ásetningsstig og horfi það jafnframt til refsiþyngingar. Þá beri að líta til þess, til refsiþyngingar, að Snæþór Helgi hafi sett sig í símasamband við móður konunnar að nóttu til, vanstilltur, í framhaldi af árás á konuna. Manneskju sem hann hafði ekki verið í neinum samskiptum við áður, með ónæði og ama sem því fylgir fyrir aðstandanda, og dóttir hennar á sama tíma talsvert slösuð og innlögð á sjúkrahúsi. Í framburði móður konunnar fyrir dómi sagðist hún hafa spurt Snæþór Helga hvort hann væri maðirinn sem hefði verið að „buffa“ dóttur hennar svo mánuðum skipti. Hann hafi þá skellt á en haldið áfram að senda henni skilaboð. Sem áður segir var Snæþór Helgi dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Frá henni regst þó gæsluvarðhald sem hann hefur sætt óslitið frá 4. september árið 2023. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 2,5 milljónir í miskabætur en hún hafði farið fram tíu milljónir króna. Loks var hann dæmdur til að greiða alls 5, 2 milljónir króna í sakarkostnað, þar af tvo þriðju málsvarnarlauna verjanda hans, sem voru fimm milljónir króna, og tvo þriðju þóknunar réttargæslumanns konunnar, sem voru tvær milljónir króna. Fjögur ár ekki nóg Í úrskurði Landsréttar segir að ákæruvaldið hafi krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds á grundvelli ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að heimilt sé að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í úrskurðinum segir að að virtri niðurstöðu málsins í héraði, sem ekki liggi fyrir hvort verði áfrýjað, og dómaframkvæmd yrði ekki fallist á að viðhlítandi rök hafi verið færð fyrir því að nauðsynlegt sé að Snæþór Helgi sæti áfram gæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna. Talinn líklegur til áframhaldandi brota Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá byrjun nóvember sagði að Snæþór Helgi þætti mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. Sú niðurstaða hafi verið byggð á áhættumati á manninum vegna brota í nánu sambandi, sem lögregla hafi framkvæmt. Í matsgerð hafi komið fram að „mjög mikil hætta“ væri á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum hafi verið metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans hafi lögregla metið það svo að umtalsverðar líkur væru á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær. Snæþór Helgi hafði skotið málinu til Landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. ágúst næstkomandi. Snæþór Helgi var dæmdur í fjögurra ára fangelsi á þriðjudag síðustu viku fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Dómur yfir honum var birtur laust upp úr klukkan 19 í kvöld. Hann hefur ekki verið nafngreindur fyrr en nú. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi, með því að hafa ráðist á konuna og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Í úrskurði Landsréttar segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur hafi verið sú að ekki hafi verið nægilega sýnt fram á það að ásetningur mannsins hefði staðið til þess að ráða kærustunni fyrrverandi bana. Þá hafi ekki heldur verið fallist á það að samband mannsins og konunnar teldist náið í skilningi ákvæðis almennra hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Í ákvæðinu segir að bæði núverandi og fyrrverandi maki eða sambúðaraðili geti talist í nánu sambandi með brotaþola. Þá segir að slíkt brot geti varðað sex ára fangelsi eða sextán ára, teljist brotið stórfellt. Voru sundur og saman og bjuggu saman í „kommúnu“ Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir um samband fólksins segir að samkvæmt málsgögnum og framburði þeirra virðist í aðalatriðum liggja fyrir að þau hafi kynnst og tekið saman á viðkvæmum tímamótum í lífi konunnar í október árið 2021. Upp frá því hafi þau ýmist verið saman eða sundur sem kærustupar eða vinir en haldið áfram að vera í samskiptum þess á milli. Þannig hafi samband þeirra eða samskipti á einn eða annan hátt verið allt fram í lok ágúst 2023 þegar meint atvik í skóglendinu áttu sér stað. Þá hafi þau að einhverju marki lifað saman kynlífi á meðan þau voru saman og sundur í sambandinu. Einnig yrði ráðið af framburði konunnar fyrir dómi að hún hafi verið ástfangin af Snæþóri Helga. Hið sama yrði ekki sérstaklega ráðið af framburði hans fyrir dómi en margt sé hins vegar óljóst um huglæga afstöðu hans til konunnar og atvika, eins og málsgögn liggi fyrir. Þeim hafi þó borið saman um að þau hafi um tveggja eða þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2022 verið með herbergi á leigu í stóru húsi í og búið í því þar sem fleira fólk var búsett. Yrði ráðið að þar hafi verið um að ræða óskráða sambúð og/eða sameiginlega búsetu í kommúnu í stuttan og afmarkaðan tíma. Af framburði þeirra yrði hvorki ráðið að þau hafi að öðru leyti búið saman né að fjárhagur þeirra hafi nokkurn tímann náð því að vera sameiginlegur. Því hafi ekki verið unnt að fallast á að þau hefðu verið í nánu sambandi í skilningi laganna. Hringdi æstur í móður brotaþola eftir árásina Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar Snæþórs Helga segir að brot hans hafi beinst að að mikilvægum hagsmunum konunnar og grófleiki og hættustig brotanna hafi verið með meira móti. Þá hafi orðið töluvert líkamstjón og mikil sálræn vanlíðan eftir á hjá konunni vegna af háttseminnar. Horfi allt framangreint til refsiþyngingar. Þá bera brot hans með sér hátt ásetningsstig og horfi það jafnframt til refsiþyngingar. Þá beri að líta til þess, til refsiþyngingar, að Snæþór Helgi hafi sett sig í símasamband við móður konunnar að nóttu til, vanstilltur, í framhaldi af árás á konuna. Manneskju sem hann hafði ekki verið í neinum samskiptum við áður, með ónæði og ama sem því fylgir fyrir aðstandanda, og dóttir hennar á sama tíma talsvert slösuð og innlögð á sjúkrahúsi. Í framburði móður konunnar fyrir dómi sagðist hún hafa spurt Snæþór Helga hvort hann væri maðirinn sem hefði verið að „buffa“ dóttur hennar svo mánuðum skipti. Hann hafi þá skellt á en haldið áfram að senda henni skilaboð. Sem áður segir var Snæþór Helgi dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Frá henni regst þó gæsluvarðhald sem hann hefur sætt óslitið frá 4. september árið 2023. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 2,5 milljónir í miskabætur en hún hafði farið fram tíu milljónir króna. Loks var hann dæmdur til að greiða alls 5, 2 milljónir króna í sakarkostnað, þar af tvo þriðju málsvarnarlauna verjanda hans, sem voru fimm milljónir króna, og tvo þriðju þóknunar réttargæslumanns konunnar, sem voru tvær milljónir króna. Fjögur ár ekki nóg Í úrskurði Landsréttar segir að ákæruvaldið hafi krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds á grundvelli ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að heimilt sé að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í úrskurðinum segir að að virtri niðurstöðu málsins í héraði, sem ekki liggi fyrir hvort verði áfrýjað, og dómaframkvæmd yrði ekki fallist á að viðhlítandi rök hafi verið færð fyrir því að nauðsynlegt sé að Snæþór Helgi sæti áfram gæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna. Talinn líklegur til áframhaldandi brota Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá byrjun nóvember sagði að Snæþór Helgi þætti mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. Sú niðurstaða hafi verið byggð á áhættumati á manninum vegna brota í nánu sambandi, sem lögregla hafi framkvæmt. Í matsgerð hafi komið fram að „mjög mikil hætta“ væri á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum hafi verið metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans hafi lögregla metið það svo að umtalsverðar líkur væru á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Sjá meira