Kona sölsar undir sig land Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:01 Fréttir síðustu daga benda til þess að ég hafi persónulega ákveðið að sölsa undir mig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og ef til vill flestar eyjar í kringum Ísland. Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu. Kjarni málsins er að verið er að framfylgja skrefi 17 af 17 samkvæmt lögum frá árinu 1998 sem að þvert á móti snýst um að eyða óvissu um eignarréttindi lands. Jafnræði og hlutlægni Sem betur fer eru gerðar ríkar kröfur til jafnræðis og hlutlægni í öllum aðgerðum ríkisins. Það er til heilla fyrir okkur öll og hefur þau markmið að fylgja lögum og Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Í þjóðlendulögum felst tiltekin málsmeðferð. Kröfunum sem hefur verið lýst eru í takti við þá málsmeðferð. Í framhaldinu geta svo hagaðilar lýst sínum gagnkröfum. Gagnaöflun hjá óbyggðanefnd er hjá sjálfri nefndinni, ríkinu og gagnaðilum og er engin enda niðurstaða í málinu. Að fara fram hjá málsmeðferð þjóðlendulaga í eina svæðinu, svokölluðu svæði 12, sem eftir er í framkvæmd byggða á aldarfjórðungsgömlum lögum færi þá gegn jafnræði og hlutlægni, sér í lagi gagnvart hinum 16 svæðunum sem tekin hafa verið fyrir af óbyggðanefnd allt frá aldamótum. „Svona hefur þetta alltaf verið“ er svar sem ég hef almennt ekki tekið gilt þegar „kerfið“ gefur mér þau svör við hinum ýmsu málum þann áratug sem ég hef gegnt embætti ráðherra og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. En í tilfelli þar aðeins eitt svæði er eftir af þeim 17 sem óbyggðanefnd hefur tekið fyrir, er ekki hægt, með tilliti til jafnræðis og hlutlægni, að beita annarri aðferðafræði en aðrir hafa þurft að þola í aldarfjórðung. Ég hef mínar skoðanir á þessum lögum og framkvæmdinni á þeim. Til dæmis tel ég að ríkið eigi enga hagsmuni af því hvar mörk þjóðlendna eru heldur eingöngu að óvissu um mörk sé eytt. Af því leiðir að ég tel heldur ekki þörf á því að ríkið beri úrlausn óbyggðarnefndar, sem ekki eru í samræmi við kröfugerð ríkisins, sífellt undir dómstóla. En ítreka að einkaaðilar eiga þann skýlausa rétt að fá úrlausn hjá dómstólum ef þeir una ekki við niðurstöðu óbyggðanefndar án þess að bera þann kostnað. „Svona gera menn ekki“ Ráðherrar, sem eru hvoru tveggja í senn, stjórnmálamenn með hugsjónir og fara með framkvæmdavald samkvæmt stjórnarskrár, geta einfaldlega ekki alltaf gert það sem þá langar til. Sem betur fer búum við í þannig samfélagi. Þótt það geti reynt á þolrif ráðherra og borgara sömuleiðis. Fara verður eftir leikreglum, ekki geðþótta sitjandi ráðherra. Talandi um leikreglur. Þá var leikreglum lítillega breytt árið 2020 þegar lögunum um þjóðlendur var breytt. Þar var meðal annars lagt til að óbyggðanefnd yrði heimilt að hefja málsmeðferð vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins með áskorun um að lýsa réttindum en síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þannig gætu þeir aðilar sem í upphafi vekja athygli á réttindum sínum, ekki endilega þurft að sæta viðameiri meðferð. Skynsamlegra hefði verið að gera þessa heimild að skyldu en í meðförum málsins hjá allsherjar- og menntamálanefnd, undir formennsku Páls Magnússonar þáverandi þingmanns og núverandi formanns bæjarráðs Vestmannaeyja, var engin slík breyting lögð til. Fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði til við óbyggðanefnd, í mars 2023, að farin yrði þessi leið á umræddu svæði 12. Óbyggðanefnd féllst ekki á sjónarmið ráðuneytisins í bréfi í apríl 2023 og tók ákvörðun um að hin hefðbundna málsmeðferð skyldi eiga við. Það er mjög miður. Boltinn hjá óbyggðanefnd Í ljósi alls þessa hef ég farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún enduskoði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir í mars 2023. Að sjálfsögðu þarf slíkt að standast almennar kröfur, eigi við um allt svæðið og standast fyrrgreindar kröfur jafnræðis og hlutlægni. Öllum má vera ljóst, en sjálfsagt er að leiðrétta þann misskilning sem gætir, að ekki er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að taka þau landsvæði sem eru háð beinum eignarréttindum. Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni. Ég myndi vilja segja: Gerum betur næst, en blessunarlega er þetta lokahnykkur í verkefni, sem hófst árið 1998. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grímsey Jarða- og lóðamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu daga benda til þess að ég hafi persónulega ákveðið að sölsa undir mig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og ef til vill flestar eyjar í kringum Ísland. Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu. Kjarni málsins er að verið er að framfylgja skrefi 17 af 17 samkvæmt lögum frá árinu 1998 sem að þvert á móti snýst um að eyða óvissu um eignarréttindi lands. Jafnræði og hlutlægni Sem betur fer eru gerðar ríkar kröfur til jafnræðis og hlutlægni í öllum aðgerðum ríkisins. Það er til heilla fyrir okkur öll og hefur þau markmið að fylgja lögum og Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Í þjóðlendulögum felst tiltekin málsmeðferð. Kröfunum sem hefur verið lýst eru í takti við þá málsmeðferð. Í framhaldinu geta svo hagaðilar lýst sínum gagnkröfum. Gagnaöflun hjá óbyggðanefnd er hjá sjálfri nefndinni, ríkinu og gagnaðilum og er engin enda niðurstaða í málinu. Að fara fram hjá málsmeðferð þjóðlendulaga í eina svæðinu, svokölluðu svæði 12, sem eftir er í framkvæmd byggða á aldarfjórðungsgömlum lögum færi þá gegn jafnræði og hlutlægni, sér í lagi gagnvart hinum 16 svæðunum sem tekin hafa verið fyrir af óbyggðanefnd allt frá aldamótum. „Svona hefur þetta alltaf verið“ er svar sem ég hef almennt ekki tekið gilt þegar „kerfið“ gefur mér þau svör við hinum ýmsu málum þann áratug sem ég hef gegnt embætti ráðherra og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. En í tilfelli þar aðeins eitt svæði er eftir af þeim 17 sem óbyggðanefnd hefur tekið fyrir, er ekki hægt, með tilliti til jafnræðis og hlutlægni, að beita annarri aðferðafræði en aðrir hafa þurft að þola í aldarfjórðung. Ég hef mínar skoðanir á þessum lögum og framkvæmdinni á þeim. Til dæmis tel ég að ríkið eigi enga hagsmuni af því hvar mörk þjóðlendna eru heldur eingöngu að óvissu um mörk sé eytt. Af því leiðir að ég tel heldur ekki þörf á því að ríkið beri úrlausn óbyggðarnefndar, sem ekki eru í samræmi við kröfugerð ríkisins, sífellt undir dómstóla. En ítreka að einkaaðilar eiga þann skýlausa rétt að fá úrlausn hjá dómstólum ef þeir una ekki við niðurstöðu óbyggðanefndar án þess að bera þann kostnað. „Svona gera menn ekki“ Ráðherrar, sem eru hvoru tveggja í senn, stjórnmálamenn með hugsjónir og fara með framkvæmdavald samkvæmt stjórnarskrár, geta einfaldlega ekki alltaf gert það sem þá langar til. Sem betur fer búum við í þannig samfélagi. Þótt það geti reynt á þolrif ráðherra og borgara sömuleiðis. Fara verður eftir leikreglum, ekki geðþótta sitjandi ráðherra. Talandi um leikreglur. Þá var leikreglum lítillega breytt árið 2020 þegar lögunum um þjóðlendur var breytt. Þar var meðal annars lagt til að óbyggðanefnd yrði heimilt að hefja málsmeðferð vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins með áskorun um að lýsa réttindum en síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þannig gætu þeir aðilar sem í upphafi vekja athygli á réttindum sínum, ekki endilega þurft að sæta viðameiri meðferð. Skynsamlegra hefði verið að gera þessa heimild að skyldu en í meðförum málsins hjá allsherjar- og menntamálanefnd, undir formennsku Páls Magnússonar þáverandi þingmanns og núverandi formanns bæjarráðs Vestmannaeyja, var engin slík breyting lögð til. Fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði til við óbyggðanefnd, í mars 2023, að farin yrði þessi leið á umræddu svæði 12. Óbyggðanefnd féllst ekki á sjónarmið ráðuneytisins í bréfi í apríl 2023 og tók ákvörðun um að hin hefðbundna málsmeðferð skyldi eiga við. Það er mjög miður. Boltinn hjá óbyggðanefnd Í ljósi alls þessa hef ég farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún enduskoði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir í mars 2023. Að sjálfsögðu þarf slíkt að standast almennar kröfur, eigi við um allt svæðið og standast fyrrgreindar kröfur jafnræðis og hlutlægni. Öllum má vera ljóst, en sjálfsagt er að leiðrétta þann misskilning sem gætir, að ekki er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að taka þau landsvæði sem eru háð beinum eignarréttindum. Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni. Ég myndi vilja segja: Gerum betur næst, en blessunarlega er þetta lokahnykkur í verkefni, sem hófst árið 1998. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun