Hætt komin hönnunarperla Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 07:00 „Þá hefi ég lent í höfuðborginni. Margt hefur breyst síðan ég kom hingað fyrir fjórum árum. Straumlínulaga og nýtískuleg funkis-hús setja nú svip sinn á bæjarlífið. Mér finnst eitthvað stórborgar menningarlegt við að sjá hve stundvísi bæjarbúa hefir aukist“ skrifaði vestfirðingur í dagbók sína árið 1936 undir teikningu af framtíðarspá hans fyrir Reykjavík. Hafin voru ákveðin hamskipti í borginni með innreið fúnkísstílsins (e. functionalism) sem varði frá árinu 1920 - 1960 þegar norræn áhrif urðu meira áberandi. Við tók svokallaður skandínavískur fúnkísstíl sem þróaðist í módernisma og átti sitt gullaldarskeið frá 1950 - 1970. Þessi byggingarstíll einkennir eldri borgarhluta Reykjavíkur sem geyma margar perlur fúnkísstílsins og módernismans. Ein slík perla er bensínstöðin á Ægisíðu 102 eða Kuðungurinn eins og ég vil kalla húsið. Kuðungurinn reis árið 1978 og var hannaður af fremstu arkítektum okkar Íslendinga og brautryðjendum í módernískum byggingarstíl. Hann hefur hátt varðveislugildi samkvæmt Borgarsögusafni og er „einstök og fágæt byggingarlist og ein fárra bensínafgreiðslustöðva með slíka sérstöðu sem varðveittar eru í því sem næst upprunalegri mynd“. Nú hætta á að hann verði rifinn til að rýma fyrir blokk vegna samkomulags borgarinnar við lóðarhafa. Þess í stað vil ég leggja til að Kuðungurinn fái nýtt hlutverk sem leikskóli. Um þá tillögu fjallar þessi grein ásamt örstuttu ágripi af sögu módernískar byggingarlistar og arkítektanna sem ruddu brautina. Þetta er fljótlesin skemmtilestur með vott áróðri í þágu fjölgunar leikskólaplássa og varðveiðslu einstakra hönnunarperlna í byggingarlist. Skjáskot úr frétt RÚV um Kuðunginum við Ægisíðu. Við hliðina á Kuðunginum er leikskólalóð Ægisborgar. Hér er lagt að í stað þess að rífa Kuðunginn til að rýma fyrir blokk fái hann nýtt hlutverk sem leikskóli samrekinn með Ægisborg. „Menn leggja mannorð sitt að veði þegar þeir teikna hús“ Sagði rétt rúmlega þrítugur Guðmundur Kr. Kristinsson annar tveggja arkitekta Kuðungsins í viðtali í Tímanum árið 1957. Hann lauk arkitektúrnámi í Sviss fjórum árum fyrr og átti eftir að skapa sér sess sem einn forvígismanna íslenskra arkitekta, ásamt mági sínum og hinum arkitektinum Ferdinandi Alfreðssyni sem hóf störf hjá Guðmundi 1968 að loknu námi í Þýskalandi. Síðar ráku þeir teiknistofuna saman. Guðmundur útskýrir nútímastílinn sem kallast módernismi og kröfurnar sem arkítektar þurfa að uppfylla. Í viðtalinu segir Guðmundur að öll hús ætti að byggja í nútímastíl, veri þau guðshús, verksmiðjur eða heimili. „Húsin eru opnari og frjálsari og reynt að koma íbúum þeirra í nánari tengsl við náttúruna. Nútímatækni opnar arkitektum áður óþekkta möguleika, hægt er að nota meira gler og gera íbúðirnar bjartari og sólríkari“. Þá situr notagildið í fyrirrúmi „en fagurfræðin verður að fá sinn skerf“ undirstrikaði Guðmundur. Upp úr 1920 gengur steinsteypuöldin í garð ásamt fyrstu fúnkíshúsunum og meðfylgjandi notagildisstefnu í skipulagi bæja og hönnun húsa þar sem mannlegar þarfir og umhverfi er haft í öndvegi. Í frumbernskunni leiddi naumhyggja fúnkísstíllinn og menn spáðu helst í hvað hægt væri að komast af með minnst. „Venjulega var heldur lágt til lofts í þessum húsum. Nú reyna menn fremur að skapa þægilegt rúmform og tengja ytra og innra rýmið með stórum glerfleti“ útskýrir Guðmundur í viðtalinu. Beinar og hreinar línur, fleiri sérsvefnherbergi og stærri opin eða samtengd sameiginleg rými voru einkennismerki módernismans. Meðal annarra bygginga sem mágarnir hönnuðu eru Suðurlandsbraut 18 (Esso húsið), stækkun Háskólabíós, Skólavörðustígur 11 (nú bókabúðin Penninn Eymundsson) og Breiðholtskirkja. Efst til vinstri er einbýlishús sem Guðmundur hannaði en það er klassískt dæmi um módernisma Guðmundar með áherslunni á efnisval og glerþunn skil á milli mannsins og náttúrunnar. Nú dæmir hver fyrir sig en mér þykir Kuðungurinn fallegasta hús þeirra Guðmundar og Ferdinands. Í honum kjarnast gildin sem Guðmundur nefnir í viðtalinu um tuttugu árum fyrr, jafnvel bensínstöð getur verið nútímalist, hógvær en glæsileg hönnunarperla. Teikningar þeirra Guðmunds og Ferdinands af Kuðunginum við Ægisíðu. Samfélagshús hins tímabundna samfélags Í þá daga voru olíufélögin ekki með fastmótuð vörumerki svo bensínstöðvarnar voru óskrifað blað sem hin nýja kynslóð arkitekta nýtti til að skrá höfundareinkenni sitt á spjöld sögunnar. Hin móderníska bensínstöð snerist ekki um bílinn eða bensínið heldur manneskjuna á bak við stýrið. Þetta voru „skýli sem reist voru handa hinum tímabundna manni: bifreiðarstjóranum, sem alltaf er að flýta sér.“ eins og Hörður Ágústsson orðaði það í tímaritinu Byggingarlistin árið 1960. Hugmyndin um bensínstöðvar sem áningarstaði en ekki bara tvær dælur og afgreiðsluborð varð meira ríkjandi með árunum. Í dag má jafnan finna kaffihús, bakarí, veitingastaði, ísbúð, verslun, pósthús, helsta sölustað Rauðu seríunnar og margt annað og fleira en bílatengdan varning í einni bensínstöð. „Hinn þurfandi ekill fær hér ýmsar veitingar afgreiddar utanhúss án þess að hann yfirgefi ökutækið sitt. Bensín og olíur eru einnig á boðstólnum undir sama þaki, svo það er séð fyrir bílnum líka“. Tímaritið Byggingarlistin 1960 fjallar um fyrirbærið Bensínstöð. Þessi var önnur sinnar tegundar og kallaðist Nesti. Hún var hönnuð af Manfreð Vilhjálmsyni og reist við Suðurlandsbraut árið 1958 en síðar var hún rifin. Húsið þótti (og þykir enn) brautryðjandi í hönnun en Manfreð sér enn mikið eftir henni og er ekki einn þar um. Guðmundur Kr. Guðmundsson var gerður að heiðursfélaga Arkitektafélags Íslands fyrir að helga líf sitt fagstéttinni, en m.a. sinnti Guðmundur ritara störfum í stjórn félagsins frá stofnun þess 1956, var meðstjórnandi félagsins á sjöunda áratugnum og formaður þess á áttunda áratugnum, hann beitti sér fyrir stofnun Lífeyrissjóðs arkitekta og sat í fyrstu stjórn sjóðsins. Ferdinand gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa fyrir Arkitektafélagið, m.a. við útgáfu Arkitektatals og vann sýningar um íslensk timburhús og ljóstækni. Því er óhætt að segja að mágarnir gáfu mikið af sér til samfélagsins. Því hugsa ég að þeir hefðu orðið ánægðir að sjá Kuðungin sem þeir hönnuðu af svo mikilli natni nýttan í þjónustu við barnafjölskyldur í nærsamfélaginu. Líklegast þarf nokkur hundruð leikskólapláss til viðbótar í hverfið með þeim tæplega 500 íbúðum sem eiga að rísa á þéttingarreitunum í Vesturbænum. Lóðin í kringum Kuðunginn gæti orðið að fallegum leikvelli eða garði með annarri leikskólabyggingu eða svonefndri Ævintýraborg. Ævintýraborgir eru gámaeiningar sem borgin keypti til að reyna flýta uppbyggingu vegna skorts á leikskólaplássum. Það hefur tafið málin hjá borginni að í þéttari hverfum er oft snúið að finna heppilegan stað fyrir Ævintýraborgirnar. Líkt og sést á loftmyndinni hér að ofan er vart heppilegri stað hægt að finna en lóðina Ægisíða 102 og fái Kuðungurinn nýtt hlutverk sem leikskóli gætum jafnvel kannski nefnt hann Skeljaborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Húsavernd Arkitektúr Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
„Þá hefi ég lent í höfuðborginni. Margt hefur breyst síðan ég kom hingað fyrir fjórum árum. Straumlínulaga og nýtískuleg funkis-hús setja nú svip sinn á bæjarlífið. Mér finnst eitthvað stórborgar menningarlegt við að sjá hve stundvísi bæjarbúa hefir aukist“ skrifaði vestfirðingur í dagbók sína árið 1936 undir teikningu af framtíðarspá hans fyrir Reykjavík. Hafin voru ákveðin hamskipti í borginni með innreið fúnkísstílsins (e. functionalism) sem varði frá árinu 1920 - 1960 þegar norræn áhrif urðu meira áberandi. Við tók svokallaður skandínavískur fúnkísstíl sem þróaðist í módernisma og átti sitt gullaldarskeið frá 1950 - 1970. Þessi byggingarstíll einkennir eldri borgarhluta Reykjavíkur sem geyma margar perlur fúnkísstílsins og módernismans. Ein slík perla er bensínstöðin á Ægisíðu 102 eða Kuðungurinn eins og ég vil kalla húsið. Kuðungurinn reis árið 1978 og var hannaður af fremstu arkítektum okkar Íslendinga og brautryðjendum í módernískum byggingarstíl. Hann hefur hátt varðveislugildi samkvæmt Borgarsögusafni og er „einstök og fágæt byggingarlist og ein fárra bensínafgreiðslustöðva með slíka sérstöðu sem varðveittar eru í því sem næst upprunalegri mynd“. Nú hætta á að hann verði rifinn til að rýma fyrir blokk vegna samkomulags borgarinnar við lóðarhafa. Þess í stað vil ég leggja til að Kuðungurinn fái nýtt hlutverk sem leikskóli. Um þá tillögu fjallar þessi grein ásamt örstuttu ágripi af sögu módernískar byggingarlistar og arkítektanna sem ruddu brautina. Þetta er fljótlesin skemmtilestur með vott áróðri í þágu fjölgunar leikskólaplássa og varðveiðslu einstakra hönnunarperlna í byggingarlist. Skjáskot úr frétt RÚV um Kuðunginum við Ægisíðu. Við hliðina á Kuðunginum er leikskólalóð Ægisborgar. Hér er lagt að í stað þess að rífa Kuðunginn til að rýma fyrir blokk fái hann nýtt hlutverk sem leikskóli samrekinn með Ægisborg. „Menn leggja mannorð sitt að veði þegar þeir teikna hús“ Sagði rétt rúmlega þrítugur Guðmundur Kr. Kristinsson annar tveggja arkitekta Kuðungsins í viðtali í Tímanum árið 1957. Hann lauk arkitektúrnámi í Sviss fjórum árum fyrr og átti eftir að skapa sér sess sem einn forvígismanna íslenskra arkitekta, ásamt mági sínum og hinum arkitektinum Ferdinandi Alfreðssyni sem hóf störf hjá Guðmundi 1968 að loknu námi í Þýskalandi. Síðar ráku þeir teiknistofuna saman. Guðmundur útskýrir nútímastílinn sem kallast módernismi og kröfurnar sem arkítektar þurfa að uppfylla. Í viðtalinu segir Guðmundur að öll hús ætti að byggja í nútímastíl, veri þau guðshús, verksmiðjur eða heimili. „Húsin eru opnari og frjálsari og reynt að koma íbúum þeirra í nánari tengsl við náttúruna. Nútímatækni opnar arkitektum áður óþekkta möguleika, hægt er að nota meira gler og gera íbúðirnar bjartari og sólríkari“. Þá situr notagildið í fyrirrúmi „en fagurfræðin verður að fá sinn skerf“ undirstrikaði Guðmundur. Upp úr 1920 gengur steinsteypuöldin í garð ásamt fyrstu fúnkíshúsunum og meðfylgjandi notagildisstefnu í skipulagi bæja og hönnun húsa þar sem mannlegar þarfir og umhverfi er haft í öndvegi. Í frumbernskunni leiddi naumhyggja fúnkísstíllinn og menn spáðu helst í hvað hægt væri að komast af með minnst. „Venjulega var heldur lágt til lofts í þessum húsum. Nú reyna menn fremur að skapa þægilegt rúmform og tengja ytra og innra rýmið með stórum glerfleti“ útskýrir Guðmundur í viðtalinu. Beinar og hreinar línur, fleiri sérsvefnherbergi og stærri opin eða samtengd sameiginleg rými voru einkennismerki módernismans. Meðal annarra bygginga sem mágarnir hönnuðu eru Suðurlandsbraut 18 (Esso húsið), stækkun Háskólabíós, Skólavörðustígur 11 (nú bókabúðin Penninn Eymundsson) og Breiðholtskirkja. Efst til vinstri er einbýlishús sem Guðmundur hannaði en það er klassískt dæmi um módernisma Guðmundar með áherslunni á efnisval og glerþunn skil á milli mannsins og náttúrunnar. Nú dæmir hver fyrir sig en mér þykir Kuðungurinn fallegasta hús þeirra Guðmundar og Ferdinands. Í honum kjarnast gildin sem Guðmundur nefnir í viðtalinu um tuttugu árum fyrr, jafnvel bensínstöð getur verið nútímalist, hógvær en glæsileg hönnunarperla. Teikningar þeirra Guðmunds og Ferdinands af Kuðunginum við Ægisíðu. Samfélagshús hins tímabundna samfélags Í þá daga voru olíufélögin ekki með fastmótuð vörumerki svo bensínstöðvarnar voru óskrifað blað sem hin nýja kynslóð arkitekta nýtti til að skrá höfundareinkenni sitt á spjöld sögunnar. Hin móderníska bensínstöð snerist ekki um bílinn eða bensínið heldur manneskjuna á bak við stýrið. Þetta voru „skýli sem reist voru handa hinum tímabundna manni: bifreiðarstjóranum, sem alltaf er að flýta sér.“ eins og Hörður Ágústsson orðaði það í tímaritinu Byggingarlistin árið 1960. Hugmyndin um bensínstöðvar sem áningarstaði en ekki bara tvær dælur og afgreiðsluborð varð meira ríkjandi með árunum. Í dag má jafnan finna kaffihús, bakarí, veitingastaði, ísbúð, verslun, pósthús, helsta sölustað Rauðu seríunnar og margt annað og fleira en bílatengdan varning í einni bensínstöð. „Hinn þurfandi ekill fær hér ýmsar veitingar afgreiddar utanhúss án þess að hann yfirgefi ökutækið sitt. Bensín og olíur eru einnig á boðstólnum undir sama þaki, svo það er séð fyrir bílnum líka“. Tímaritið Byggingarlistin 1960 fjallar um fyrirbærið Bensínstöð. Þessi var önnur sinnar tegundar og kallaðist Nesti. Hún var hönnuð af Manfreð Vilhjálmsyni og reist við Suðurlandsbraut árið 1958 en síðar var hún rifin. Húsið þótti (og þykir enn) brautryðjandi í hönnun en Manfreð sér enn mikið eftir henni og er ekki einn þar um. Guðmundur Kr. Guðmundsson var gerður að heiðursfélaga Arkitektafélags Íslands fyrir að helga líf sitt fagstéttinni, en m.a. sinnti Guðmundur ritara störfum í stjórn félagsins frá stofnun þess 1956, var meðstjórnandi félagsins á sjöunda áratugnum og formaður þess á áttunda áratugnum, hann beitti sér fyrir stofnun Lífeyrissjóðs arkitekta og sat í fyrstu stjórn sjóðsins. Ferdinand gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa fyrir Arkitektafélagið, m.a. við útgáfu Arkitektatals og vann sýningar um íslensk timburhús og ljóstækni. Því er óhætt að segja að mágarnir gáfu mikið af sér til samfélagsins. Því hugsa ég að þeir hefðu orðið ánægðir að sjá Kuðungin sem þeir hönnuðu af svo mikilli natni nýttan í þjónustu við barnafjölskyldur í nærsamfélaginu. Líklegast þarf nokkur hundruð leikskólapláss til viðbótar í hverfið með þeim tæplega 500 íbúðum sem eiga að rísa á þéttingarreitunum í Vesturbænum. Lóðin í kringum Kuðunginn gæti orðið að fallegum leikvelli eða garði með annarri leikskólabyggingu eða svonefndri Ævintýraborg. Ævintýraborgir eru gámaeiningar sem borgin keypti til að reyna flýta uppbyggingu vegna skorts á leikskólaplássum. Það hefur tafið málin hjá borginni að í þéttari hverfum er oft snúið að finna heppilegan stað fyrir Ævintýraborgirnar. Líkt og sést á loftmyndinni hér að ofan er vart heppilegri stað hægt að finna en lóðina Ægisíða 102 og fái Kuðungurinn nýtt hlutverk sem leikskóli gætum jafnvel kannski nefnt hann Skeljaborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun