Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 09:01 Bjarni Benediktsson einn umsjónarmanna Tæknivarpsins (t.v.) segir Vision pro-gleraugun afar tæknilega vel heppnuð. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að spreyta sig á gleraugunum eftir að þau komu í búðir vestanhafs um mánaðamótin. Vísir/arnar/hjalti Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir. Apple Tækni Verslun Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir.
Apple Tækni Verslun Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira