Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 20:58 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. Fyrr í dag birtist grein á Innherja, þar sem fjallað var um rannsókn FME og greint frá því að forsvarsmenn félagsins tjáðu sig ekki um hvaða atvik rannsóknin varðaði. Birgir Jónsson forstjóri Play segir málið snúast um upplýsingagjöf, og hvort hún hefði átt að eiga sér stað nokkrum dögum fyrr. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við Vísi. Eftirlitið hafi kallað eftir gögnum um hvað var kynnt fyrir stjórn og hvernig fundargerðir frá tímabilinu líti út, svo skera megi úr um hvenær var ákveðið að fara í hlutafjárútboð. „Þetta snýst um einhverja þrjá, fjóra daga frá því við kynntum þetta fyrir stjórn og þangað til þetta var kynnt fyrir markaðnum. Það er engin lending í þessu. Þeir eru búnir að vera að kalla eftir gögnum og við höfum sent þeim gögn, fundargerðir og hitt og þetta,“ segir Birgir. Kunni að enda með sekt Þar sem Play sé skráð félag hafi þurft að tilgreina í ársreikningi að mál væri í gangi hjá FME. „Vissulega heitir löggjöfin þetta [innsk. blaðamanns: Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum], og þá náttúrulega fara allir að velta fyrir sér hvað er í gangi. En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki,“ segir Birgir. Það telji forsvarsmenn félagsins ekki hafa verið nauðsynlegt, en samtal um það standi yfir við Fjármálaeftirlitið. Play sé, rétt eins og önnur félög á markaði, undir ströngu eftirliti FME. „Það er alltaf verið að kalla eftir upplýsingum og spyrja hvað menn viti annað en markaðurinn. Stundum endar svona með sekt en stundum ekki með neinu. En maður þarf að greina frá því þegar svona mál standa yfir.“ „Maður á að fara eftir reglunum“ Birgir segir ekki vera grun um saknæman ásetning í málinu, né að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptum. „Þetta snýst bara um upplýsingagjöf út á markaðinn. Hvort við hefðum átt að segja eitthvað örfáum dögum áður en við gerðum það.“ Hann segir síðan eiga eftir að koma hvort FME fallist á rök félagsins í málinu. „Ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað smámál. Maður á að fara eftir reglunum, og ef þeir ákveða að við höfum ekki farið eftir reglunum þá er það ekki gott. En við teljum okkur hafa gert það.“ Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Fyrr í dag birtist grein á Innherja, þar sem fjallað var um rannsókn FME og greint frá því að forsvarsmenn félagsins tjáðu sig ekki um hvaða atvik rannsóknin varðaði. Birgir Jónsson forstjóri Play segir málið snúast um upplýsingagjöf, og hvort hún hefði átt að eiga sér stað nokkrum dögum fyrr. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við Vísi. Eftirlitið hafi kallað eftir gögnum um hvað var kynnt fyrir stjórn og hvernig fundargerðir frá tímabilinu líti út, svo skera megi úr um hvenær var ákveðið að fara í hlutafjárútboð. „Þetta snýst um einhverja þrjá, fjóra daga frá því við kynntum þetta fyrir stjórn og þangað til þetta var kynnt fyrir markaðnum. Það er engin lending í þessu. Þeir eru búnir að vera að kalla eftir gögnum og við höfum sent þeim gögn, fundargerðir og hitt og þetta,“ segir Birgir. Kunni að enda með sekt Þar sem Play sé skráð félag hafi þurft að tilgreina í ársreikningi að mál væri í gangi hjá FME. „Vissulega heitir löggjöfin þetta [innsk. blaðamanns: Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum], og þá náttúrulega fara allir að velta fyrir sér hvað er í gangi. En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki,“ segir Birgir. Það telji forsvarsmenn félagsins ekki hafa verið nauðsynlegt, en samtal um það standi yfir við Fjármálaeftirlitið. Play sé, rétt eins og önnur félög á markaði, undir ströngu eftirliti FME. „Það er alltaf verið að kalla eftir upplýsingum og spyrja hvað menn viti annað en markaðurinn. Stundum endar svona með sekt en stundum ekki með neinu. En maður þarf að greina frá því þegar svona mál standa yfir.“ „Maður á að fara eftir reglunum“ Birgir segir ekki vera grun um saknæman ásetning í málinu, né að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptum. „Þetta snýst bara um upplýsingagjöf út á markaðinn. Hvort við hefðum átt að segja eitthvað örfáum dögum áður en við gerðum það.“ Hann segir síðan eiga eftir að koma hvort FME fallist á rök félagsins í málinu. „Ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað smámál. Maður á að fara eftir reglunum, og ef þeir ákveða að við höfum ekki farið eftir reglunum þá er það ekki gott. En við teljum okkur hafa gert það.“
Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10
Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16