Vöxtur tækni- og hugverkaiðnaðar krefst sérhæfðs mannauðs Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 14:31 Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun