Íbúar verði að vera heima þegar vatnið kemur aftur á Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 13:27 Arinbjörn segir nauðsynlegt fyrir fólk að vera heima. Vísir/Einar Arinbjörn Snorrason, fulltrúi almannavarna, segir mikilvægt að Suðurnesjamenn séu heima hjá sér og fylgist með þegar verið er að hleypa heitu vatni aftur inn á kerfin eftir viðgerð á Njarðvíkurlögn. Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum. Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum.
Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03