Parísarbyggingar á Íslandi - er það hægt? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 23:36 Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Loftslagsmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun