Tekur við sem forstjóri CRI Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2024 08:35 Lotte Rosenberg. Aðsend Lotte Rosenberg hefur verið ráðin í stöðu forstjóra íslenska hátæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) og Björk Kristjánsdóttir, sem sinnt hefur starfi tímabundins forstjóra frá 2022, hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra rekstrar- og fjármálasviðs hjá félaginu. Í tilkynningu segir að Lotte hafi yfirgripsmikla reynslu innan orkuiðnaðarins og hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri hjá dönsku félögunum Ørsted, stærsta vindorkufyrirtæki heims, og Nature Energy sem selt var til Shell á síðasta ári. „Síðast starfaði hún sem forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins WPU, sem sérhæfir sig í endurnýjun plastúrgangs yfir í olíu. Hjá fyrri félögum leiddi Lotte stefnumótandi vöxt, þróun alþjóðlegs samstarfs og uppbyggingu starfsstöðva í Evrópu og Norður-Ameríku. Mun reynsla hennar nýtast við frekari vöxt CRI,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að félagið hafi á undanförnum tveimur árum unnið að stórum stórum alþjóðlegum verkefnum en í Kína hafi verið gangsettar tvær stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem séu byggðar á tækni og búnaði frá CRI. „Þær nýta fangaðan koltvísýring sem hráefni til framleiðslu metanóls með lágu kolefnisspori. Einnig skrifaði félagið nýlega undir samstarf við þýska félagið P1 Fuels um afhendingu á framleiðslubúnaði og þjónustu við uppsetningu á rafeldsneytisverksmiðju í Þýskalandi.“ Ennfremur segir að Björk hafi leitt 30 milljón bandaríkjadala fjárfestingarlotu á síðasta ári. „Equinor Ventures var leiðandi fjárfestir en ásamt þeim fjárfestu Gildi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Sjóvá í félaginu. Meðal annarra fjárfesta eru Methanex, Geely, Eyrir Invest, Norræni fjárfestingarbankinn (NEFCO), aðrir fjárfestar og einstaklingar.“ Þá segir að Carbon Recycling International hafi frá árinu 2006 þróað Emissions-to-Liquids (ETL) tæknina til framleiðslu á grænu eldsneyti og efnavöru úr koltvísýringi. „Tæknin hefur nú verið nýtt í stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem gangsettar hafa verið á síðustu tveimur árum. Félagið býður þannig upp á viðamikla þjónustu fyrir viðskiptavini sína, allt frá afhendingu tæknipakka og búnaðar og til stuðnings í þróun stærri verkefna í nýtingu koltvísýrings til framleiðslu metanóls. Með þróun og uppsetningu á tæknilausn sinni hefur CRI skapað sér leiðandi stöðu á alþjóðamarkaði fyrir grænar tæknilausnir sem endurnýta koltvísýring. CRI hefur nú þegar gert viðskiptavinum félagsins kleift að endurnýta yfir 300.000 tonn af koltvísýringi árlega til framleiðslu á vistvænu metanóli sem nýta má í efnavöru og sem eldsneyti,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í tilkynningu segir að Lotte hafi yfirgripsmikla reynslu innan orkuiðnaðarins og hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri hjá dönsku félögunum Ørsted, stærsta vindorkufyrirtæki heims, og Nature Energy sem selt var til Shell á síðasta ári. „Síðast starfaði hún sem forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins WPU, sem sérhæfir sig í endurnýjun plastúrgangs yfir í olíu. Hjá fyrri félögum leiddi Lotte stefnumótandi vöxt, þróun alþjóðlegs samstarfs og uppbyggingu starfsstöðva í Evrópu og Norður-Ameríku. Mun reynsla hennar nýtast við frekari vöxt CRI,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að félagið hafi á undanförnum tveimur árum unnið að stórum stórum alþjóðlegum verkefnum en í Kína hafi verið gangsettar tvær stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem séu byggðar á tækni og búnaði frá CRI. „Þær nýta fangaðan koltvísýring sem hráefni til framleiðslu metanóls með lágu kolefnisspori. Einnig skrifaði félagið nýlega undir samstarf við þýska félagið P1 Fuels um afhendingu á framleiðslubúnaði og þjónustu við uppsetningu á rafeldsneytisverksmiðju í Þýskalandi.“ Ennfremur segir að Björk hafi leitt 30 milljón bandaríkjadala fjárfestingarlotu á síðasta ári. „Equinor Ventures var leiðandi fjárfestir en ásamt þeim fjárfestu Gildi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Sjóvá í félaginu. Meðal annarra fjárfesta eru Methanex, Geely, Eyrir Invest, Norræni fjárfestingarbankinn (NEFCO), aðrir fjárfestar og einstaklingar.“ Þá segir að Carbon Recycling International hafi frá árinu 2006 þróað Emissions-to-Liquids (ETL) tæknina til framleiðslu á grænu eldsneyti og efnavöru úr koltvísýringi. „Tæknin hefur nú verið nýtt í stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem gangsettar hafa verið á síðustu tveimur árum. Félagið býður þannig upp á viðamikla þjónustu fyrir viðskiptavini sína, allt frá afhendingu tæknipakka og búnaðar og til stuðnings í þróun stærri verkefna í nýtingu koltvísýrings til framleiðslu metanóls. Með þróun og uppsetningu á tæknilausn sinni hefur CRI skapað sér leiðandi stöðu á alþjóðamarkaði fyrir grænar tæknilausnir sem endurnýta koltvísýring. CRI hefur nú þegar gert viðskiptavinum félagsins kleift að endurnýta yfir 300.000 tonn af koltvísýringi árlega til framleiðslu á vistvænu metanóli sem nýta má í efnavöru og sem eldsneyti,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira