Minnast tveggja fallinna félaga Jón Þór Stefánsson skrifar 27. janúar 2024 14:04 Frímann Grímsson og Júlíus Þór Gunnarsson Slysavarnafélagið Landsbjörg Slysavarnafélagið Landsbjörg minnist tveggja fallinna félaga í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Það eru Frímann Grímsson og Júlíus Þór Gunnarsson sem báðir sinntu störfum fyrir Landsbjörgu. Báðir voru bornir til grafar í vikunni. Frímann Grímsson lést í bílslysi ásamt eiginkonu sinni á Grindavíkurvegi í byrjun mánaðar. „[Hann] gegndi mikilsverðum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var einn af þeim sem drógu vagninn í sameiningu björgunarsveita í Reykjanesbæ, sat í nýsmíðanefnd nýrra björgunarskipa en rekstur góðra björgunarskipa var honum afar hugleikinn,“ segir í færslu Landsbjargar. Í minningarorðum um Júlíus segir að hann hafi fallið frá langt fyrir aldur fram og að hann hafi gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg til margra ára. „Hann sat í stjórn félagsins, var virkur í starfi í heimabyggð, en hann var ein af driffjöðrum þess að sameina björgunarsveitir í Hafnarfirði í eina sveit, Björgunarsveit Hafnarfjarðar,“ segir um Júlíus. „Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar sendir fjölskyldum þeirra beggja hugheilar samúðarkveðjur. Starf þeirra innan félagsins mun lifa með okkur áfram.“ Andlát Björgunarsveitir Reykjanesbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hjón létust á Grindavíkurvegi Fólkið sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi hét Frímann Grímsson og Margrét Á. Hrafnsdóttir. Þau voru hjón og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn. 8. janúar 2024 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Frímann Grímsson lést í bílslysi ásamt eiginkonu sinni á Grindavíkurvegi í byrjun mánaðar. „[Hann] gegndi mikilsverðum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var einn af þeim sem drógu vagninn í sameiningu björgunarsveita í Reykjanesbæ, sat í nýsmíðanefnd nýrra björgunarskipa en rekstur góðra björgunarskipa var honum afar hugleikinn,“ segir í færslu Landsbjargar. Í minningarorðum um Júlíus segir að hann hafi fallið frá langt fyrir aldur fram og að hann hafi gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg til margra ára. „Hann sat í stjórn félagsins, var virkur í starfi í heimabyggð, en hann var ein af driffjöðrum þess að sameina björgunarsveitir í Hafnarfirði í eina sveit, Björgunarsveit Hafnarfjarðar,“ segir um Júlíus. „Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar sendir fjölskyldum þeirra beggja hugheilar samúðarkveðjur. Starf þeirra innan félagsins mun lifa með okkur áfram.“
Andlát Björgunarsveitir Reykjanesbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hjón létust á Grindavíkurvegi Fólkið sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi hét Frímann Grímsson og Margrét Á. Hrafnsdóttir. Þau voru hjón og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn. 8. janúar 2024 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Hjón létust á Grindavíkurvegi Fólkið sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi hét Frímann Grímsson og Margrét Á. Hrafnsdóttir. Þau voru hjón og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn. 8. janúar 2024 12:23