Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Árni Sæberg skrifar 25. janúar 2024 09:48 Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur komið víða við í íslensku atvinnulífi. Axel Þórhallsson/samherji Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. Í tilkynningu þess efnis segir að Sesselja Ingibjörg sé með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðustu þrjú ár hafi hún verið framkvæmdastýra nýsköpunar- og orkuverkefnisins EIMS. Þá hafi hún undanfarin ár starfað með ýmsum fjárfestum, bæði sem frumkvöðull og fjárfestir. Undir hennar forystu grasrótarhreyfingin Norðanátt verið stofnuð, sem er hreyfiafl nýsköpunar. Sesselja Ingibjörg hafi einnig starfað sem ráðgjafi stjórnvalda varðandi nýsköpun. Sesselja Ingibjörg er með BA gráðu í lögfræði, sveinspróf í framreiðslu og hefur lokið MBA-námi í viðskiptum og stjórnun. Til húsa í gamla Landsbankahúsinu Í tilkynningu segir að í starfsemi Driftar EA verði lögð áhersla á verkefni á sviði matvælaframleiðslu, heilbrigðis- og lækningavöruframleiðslu, líftækni, hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og grænna lausna. Við undirbúning stofnunar Driftar EA hafi verið haft samráð við innlenda og erlenda aðila á ýmsum sviðum nýsköpunar- og fjárfestinga. Líkt og greint var frá rétt fyrir jól verður starfsemi Driftar EA í gamla Landsbankahúsinu við ráðhústorgið á Akureyri. Ný sókn í atvinnumálum á svæðinu „Þeir Kristján og Þorsteinn Már hugsa augljóslega stórt með stofnun Driftar EA, eins og oft áður. Allur undirbúningur hefur verið afar metnaðarfullur og með samstarfi við sérhæfða innlenda og erlenda aðila aukast möguleikar á að starfsemin skili raunverulegum árangri í framtíðinni. Með stofnun DRIFTAR EA er að hefjast ný sókn í atvinnumálum á Eyjafjarðarsvæðinu og táknrænt er að starfsemin verður í rótgrónum húsakynnum í hjarta Akureyrar, þar sem frumkvöðlar og fyrirtæki fá vel búna aðstöðu til að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna. Það eru því skapandi tímar framundan og ég hlakka til að vera hluti vel mannaðar áhafnar,“ er haft Sesselju Ingibjörgu í tilkynningu. Nýsköpun Akureyri Sjávarútvegur Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að Sesselja Ingibjörg sé með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðustu þrjú ár hafi hún verið framkvæmdastýra nýsköpunar- og orkuverkefnisins EIMS. Þá hafi hún undanfarin ár starfað með ýmsum fjárfestum, bæði sem frumkvöðull og fjárfestir. Undir hennar forystu grasrótarhreyfingin Norðanátt verið stofnuð, sem er hreyfiafl nýsköpunar. Sesselja Ingibjörg hafi einnig starfað sem ráðgjafi stjórnvalda varðandi nýsköpun. Sesselja Ingibjörg er með BA gráðu í lögfræði, sveinspróf í framreiðslu og hefur lokið MBA-námi í viðskiptum og stjórnun. Til húsa í gamla Landsbankahúsinu Í tilkynningu segir að í starfsemi Driftar EA verði lögð áhersla á verkefni á sviði matvælaframleiðslu, heilbrigðis- og lækningavöruframleiðslu, líftækni, hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og grænna lausna. Við undirbúning stofnunar Driftar EA hafi verið haft samráð við innlenda og erlenda aðila á ýmsum sviðum nýsköpunar- og fjárfestinga. Líkt og greint var frá rétt fyrir jól verður starfsemi Driftar EA í gamla Landsbankahúsinu við ráðhústorgið á Akureyri. Ný sókn í atvinnumálum á svæðinu „Þeir Kristján og Þorsteinn Már hugsa augljóslega stórt með stofnun Driftar EA, eins og oft áður. Allur undirbúningur hefur verið afar metnaðarfullur og með samstarfi við sérhæfða innlenda og erlenda aðila aukast möguleikar á að starfsemin skili raunverulegum árangri í framtíðinni. Með stofnun DRIFTAR EA er að hefjast ný sókn í atvinnumálum á Eyjafjarðarsvæðinu og táknrænt er að starfsemin verður í rótgrónum húsakynnum í hjarta Akureyrar, þar sem frumkvöðlar og fyrirtæki fá vel búna aðstöðu til að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna. Það eru því skapandi tímar framundan og ég hlakka til að vera hluti vel mannaðar áhafnar,“ er haft Sesselju Ingibjörgu í tilkynningu.
Nýsköpun Akureyri Sjávarútvegur Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira