Sögufölsun eytt í kyrrþey Hjörtur Hjartarson skrifar 24. janúar 2024 13:31 Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun