Skoðun

Hús­næði fyrst

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Enn og aftur berast fréttir af því að heimilislausir á Gistiskýlinu þurfa að fara út í öllum veðrum og þó þau séu veik.

Frá 10 á morgnana til 17 á daginn hafa þau í engin hús að vernda, þó það sé meira en 10 stiga frost og snjór.

Þau eiga engin hlý og góð föt bara samantíning af frá Rauða krossinum og engan almennilegan skófatnað, þau búa í bakpoka, allt þeirra líf er í einum bakpoka.

Skiljanlega eru þau veik eftir volk síðustu daga, með kvef, lungnabólgu, hita og ofan á það fráhvörf sem geta verið lífshættuleg ein og sér.

Þau þurfa samt að fara af Gistiskýlinu þar er lokað á daginn.

Nú eru þau í setuverkfalli og neita að fara út, þá er lögreglan kölluð til og sumir fá á sig bann og mega ekki gista á Gistiskýlinu næstu nætur, það er frost og snjór úti þau hafa ekkert að fara bara bílastæðakjallara eð ruslageymslur.........

Þetta er ekkert nema mannvonska

Hvað varð um metnaðarfulla verkefnið Húsnæði fyrst?

Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×