Leikskólamál Reykjavíkurborgar Hlynur Ólafsson skrifar 17. janúar 2024 14:30 Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við. Eitt er sameiginlegt með öllum mínum börnum, og það er að Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig í stykkinu í að geta boðið þeim pláss á leikskóla þegar æskilegt væri að þeir tækju við keflinu ef svo má að orði komast, og vanrækja þar með eina af grunnskyldum sínum sem sveitarfélag. Í tíð þeirra sem hafa farið fyrir búsforráðum í Ráðhúsinu síðastliðin kjörtímabil virðist sem svo að biðlistar hafa eingöngu lengst, en þeir hampa engu að síður sjálfum sér í fjölmiðlum fyrir þann “árangur” sem náðst hefur í leikskólamálum og skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem réttilega eiga lof skilið í þessara að því er virðist vonlausu baráttu, sem eru starfsmenn leikskólanna. Aðgerðarplanið Brúum bilið er fjarri því að brúa bilið þar sem með allri þessari þéttingu byggðar þá er ekki pláss fyrir börn þeirra sem flytja í hverfin á leikskólum því þeir virðast ekki fjölga leikskólaplássum með auknum fólksfjölda. Byggðin þéttist, en leikskólanetið þynnist. Leikskólinn Hlíð lokaði í október 2022 vegna myglu og stendur hann ennþá lokaður vegna þessa hvimleiða og tíða vandamáls. Hvernig getur það staðist að það taki meira en 18 mánuði að laga það vandamál? Svo er það nýjasta útspil Reykjavíkurborgar að bjóða þeim sem eru með börn hjá dagforeldrum og hafa náð 18 mánaða aldri aukalegar greiðslur ef þau hafa ekki fengið inn á leikskóla (sem er nokkuð algengt). Hvað með okkur sem fá ekki inn hjá leikskóla né dagforeldrum? Við þurfum endalaust að vera að takmarka atvinnu, skóla, og frítíma á meðan er borgarstjórn er of upptekin við að klappa sér á bakið til að sjá vandamálið og gera eitthvað í því. Það er innileg von mín að Einar muni standa sig betur en Dagur hefur gert síðastliðin ár, þó svo að ég geti ekki verð mjög bjartsýnn á það. Höfundur er faðir í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við. Eitt er sameiginlegt með öllum mínum börnum, og það er að Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig í stykkinu í að geta boðið þeim pláss á leikskóla þegar æskilegt væri að þeir tækju við keflinu ef svo má að orði komast, og vanrækja þar með eina af grunnskyldum sínum sem sveitarfélag. Í tíð þeirra sem hafa farið fyrir búsforráðum í Ráðhúsinu síðastliðin kjörtímabil virðist sem svo að biðlistar hafa eingöngu lengst, en þeir hampa engu að síður sjálfum sér í fjölmiðlum fyrir þann “árangur” sem náðst hefur í leikskólamálum og skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem réttilega eiga lof skilið í þessara að því er virðist vonlausu baráttu, sem eru starfsmenn leikskólanna. Aðgerðarplanið Brúum bilið er fjarri því að brúa bilið þar sem með allri þessari þéttingu byggðar þá er ekki pláss fyrir börn þeirra sem flytja í hverfin á leikskólum því þeir virðast ekki fjölga leikskólaplássum með auknum fólksfjölda. Byggðin þéttist, en leikskólanetið þynnist. Leikskólinn Hlíð lokaði í október 2022 vegna myglu og stendur hann ennþá lokaður vegna þessa hvimleiða og tíða vandamáls. Hvernig getur það staðist að það taki meira en 18 mánuði að laga það vandamál? Svo er það nýjasta útspil Reykjavíkurborgar að bjóða þeim sem eru með börn hjá dagforeldrum og hafa náð 18 mánaða aldri aukalegar greiðslur ef þau hafa ekki fengið inn á leikskóla (sem er nokkuð algengt). Hvað með okkur sem fá ekki inn hjá leikskóla né dagforeldrum? Við þurfum endalaust að vera að takmarka atvinnu, skóla, og frítíma á meðan er borgarstjórn er of upptekin við að klappa sér á bakið til að sjá vandamálið og gera eitthvað í því. Það er innileg von mín að Einar muni standa sig betur en Dagur hefur gert síðastliðin ár, þó svo að ég geti ekki verð mjög bjartsýnn á það. Höfundur er faðir í Reykjavík.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun