„Hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. janúar 2024 20:00 Aldís og Kolbeinn eru óhrædd við að prófa sig áfram í veganréttum. Listaparið og grænkerarnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Aldís Amah Hamilton hafa sneitt alfarið hjá dýraafurðum síðastliðin ár. Þau segja matseldina einfaldari en fólk grunar og hvetja alla til að prófa sig áfram. Parið deilir þremur girnilegum vegan uppskriftum með lesendum Vísis. Aldís var grænmetisæta í nokkur ár áður en hún ákvað að vera grænkeri. „Mér var kennt að vera góð við dýrin. Eftir því sem ég eldist áttaði ég mig á því að hljóð og mynd fóru ekki saman. Hægt og hægt fór ég að taka skref í átt að skaðminni lífstíl sem hófst með snyrtivörum. Kanínur, mýs og hundar eru öll notuð í þessum hrottalega iðnaði,“ segir Aldís. Hún hætti að neyta svínakjöts í kjölfar umfjöllun fjölmiðla um meðferð dýranna hér á landi. Sömuleiðis alifugla. „Sum geta opnað augu sín fyrir allri þjáningunni sem við völdum dýrum og hætt að taka þátt samstundis. Önnur, eins og ég, gera þetta í skrefum. Hvort tveggja er gott svo lengi sem við erum sífellt að taka skref. Það er eðlilegt að stoppa og hvíla sig en ég vona að fólk gefist ekki upp,“ segir Aldís. „Eins og mörg átti ég erfitt með ostinn í fyrstu en það er stutt tímabil. Ég mæli með að taka hann alveg út í nokkrar vikur og innleiða SÍÐAN vegan ost.“ Aldís deilir reglulega hugmyndum af ýmis konar veganréttum á Instagram-reikningi sínum.Vísir/Vilhelm Veiðimennskan tvíeggja sverð Kolbeinn hefur verið vegan í að verða þrjú ár. „Það má segja að meðvitundin hafi kviknað fyrir alvöru um tvítugt. Eldri bróðir minn gerðist grænmetisæta í tvö ár eftir að hafa orðið meðvitaður um verksmiðjubúskap og illa meðferð dýra. En það sem ýtti mér yfir línuna er í raun veiðimennska, eins undarlega og það hljómar. Fljótlega eftir að ég gerðist veiðimaður tók ég ákvörðun um að reyna að borða einungis kjöt af dýrum sem ég felldi sjálfur. Réttlætingin var þá sú að þá myndu þau allavega lifa frjáls í sínum náttúrulega heimkynnum þar til ég dræpi þau sjálfur,“ segir Kolbeinn. Að sögn Kolbeins er veiðimennskan tvíeggjað sverð þar sem hann hafði gaman að veiðunum og fann fyrir stolti. Á sama tíma átti hann erfitt með drápið og fann til með dýrinu. „Ég grét í bæði skiptin sem ég felldi hreindýr, hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út. Ég spurði mig oftar og oftar hvort það væri virkilega þess virði að gæsir sem pöruðu sig til lífstíðar og flygu hingað til lands fleiri hundruð kílómetra enduðu sem smásteikur á disknum mínum?“ Eftir að Kolbeinn hafði stundað veiðar í þrjú ár tók hann að sér hlutverk fjöldamorðingja í þáttaröð. Svo skemmtilega vildi til að morðinginn var vegan. „Fyrir forvitnissakir ákvað ég að prófa að vera á vegan fæði meðan á tökum stæði. Sú tilraun stendur bara enn yfir,“ segir Kolbeinn. Ást á setti Parið er Íslendingum að góðu kunnu fyrir leik sinn í spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Aldís sem jafnframt er handritshöfundur þáttanna lék Anítu á móti Kolbeini í hlutverki Salómons. Aldís og Kolbeinn kynntust við tökur á þáttaröðinni 2020 en byrjuðu saman árið 2022. Aldís og Kolbeinn í hlutverkum Anítu og Salómon í þáttaröðinni Svörtu sandar. Hér að neðan má finna þrjár girnilegar grænkerauppskriftir sem eru í uppáhaldi hjá parinu. Einfaldar tortillur fyrir tvö Tvær tortilla kökur Grænmeti- t.d. 1/2 sæt kartafla, 1 bolli brokkolí, 1/2 kúrbítur, 1/2 rauðlaukur eða hvað sem til er. Steikið upp úr hvítlauk og góðri olíu þar til eldað í gegn Sósa: 1 dós kókosmjólk 1 bolli tómatpassata eða 1/2 tómatpúrra 1-2 msk indversk kryddblanda- garam masala eða karrí Salt, krydd og tómatpúrra eftir smekk. Nokkrar vOstasneiðar (Violife feta eða rifinn ostur er frábær) settar á tortillakökurnar og svo grænmeti raðað ofan á. Hægt er að vefja þær saman og loka með tannstönglum áður en þessu er skellt í ofninn í 15 mínútur, annað hvort í eldföstu móti (lengur að hitna) eða beint á ofnplötu. Berið fram með guacamole, salsa, sýrðum Oatly rjóma og kóríander ef bragðlaukar leyfa! Tófú skál fyrir 2+ að hætti Kolla Sósa: 100ml hakkaðir tómatar eða tómatpassata 3 msk tamari- eða soja sósa 2 msk sesamolía 2 hvítlauksgeirar og 1-2 engifer þumlar saxaðir/pressaðir 1 msk hnetusmjör, Smá pipar, salt og chili fyrir þau sem vilja. Matur: Grænmeti (magn að vild) snöggsteikt, t.d. kúrbitur, laukur, paprika og brokkolí. Þessu haldið heitu á pönnu eða í ofni. Tofu-kubbur skorinn i teninga og steiktur upp úr olíu, smá salti og pipar. Þar eftir er sósunni helt út á. Þegar hún byrjar þykkna bætið þá við 2-4 msk af kókosmjólk. Slökkvið strax undir svo tófúið drekki ekki alla sósuna i sig. Berið fram með hrísgrjónum, toppað með sesamfræjum, kóríander og/eða vorlauk. Glutenlaus Pekanstykki að hætti Aldísar Botn: 1,5 bolli möndlu eða cashewhnetu mjöl. I bolli haframjöl (passa að kaupa GF ef um ofnæmi er að ræða) 1/2 tsk salt Hráefnum blaðan saman í matvinnsluvél. 40 gr brætt Naturli block smjör eða 30 gr kókosolía 3 msk síróp eða ferskar döðlur Allt maukað saman og bætt við blönduna. Þjappið blöndunni í bökunarform og bakið í tíu mínútur á 180 °C. Fylling: 50 gr Naturli Block smjör 100 gr kókosmjólk - mæli með að kæla kókosmjólkina svo hún aðskilji sig og nota efsta lagið, þar er mesta fitan. Ef hún er með bindiefni skiptir það ekki máli. 1/2 bolli síróp 1 tsk vanilla 3 msk hafra eða maísmjöl- eða sambærilegt. Rúmlega 2 bollar gróft saxaðar pecan hnetur. Valkvætt að bæta við 2 msk af hnetur- eða möndlusmjöri. Blandið öllu saman í skál og hellið yfir botninn. Bakið við 180 °C í 40 mínútur. Veganúar er nú í fullum gangi og hófst formlega 3. janúar. Átakið varir allan mánuðinn með það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Uppskriftir Ástin og lífið Vegan Tengdar fréttir „Ekkert betra en að byrja afmælisdaginn grátandi“ Aldís Amah Hamilton leikkona sendi kærastanum og leikaranum Kolbeini Arnbjörnssyni fallega afmæliskveðju á Instagram í tilefni af fertugsafmæli hans. Kveðjan var svo falleg að Kolbeinn felldi tár. 22. nóvember 2023 14:12 Fyrsta eitraða pillan komin í loftið Söngleikurinn Eitruð lítil pilla verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. 8. nóvember 2023 15:52 Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7. október 2023 07:01 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Aldís var grænmetisæta í nokkur ár áður en hún ákvað að vera grænkeri. „Mér var kennt að vera góð við dýrin. Eftir því sem ég eldist áttaði ég mig á því að hljóð og mynd fóru ekki saman. Hægt og hægt fór ég að taka skref í átt að skaðminni lífstíl sem hófst með snyrtivörum. Kanínur, mýs og hundar eru öll notuð í þessum hrottalega iðnaði,“ segir Aldís. Hún hætti að neyta svínakjöts í kjölfar umfjöllun fjölmiðla um meðferð dýranna hér á landi. Sömuleiðis alifugla. „Sum geta opnað augu sín fyrir allri þjáningunni sem við völdum dýrum og hætt að taka þátt samstundis. Önnur, eins og ég, gera þetta í skrefum. Hvort tveggja er gott svo lengi sem við erum sífellt að taka skref. Það er eðlilegt að stoppa og hvíla sig en ég vona að fólk gefist ekki upp,“ segir Aldís. „Eins og mörg átti ég erfitt með ostinn í fyrstu en það er stutt tímabil. Ég mæli með að taka hann alveg út í nokkrar vikur og innleiða SÍÐAN vegan ost.“ Aldís deilir reglulega hugmyndum af ýmis konar veganréttum á Instagram-reikningi sínum.Vísir/Vilhelm Veiðimennskan tvíeggja sverð Kolbeinn hefur verið vegan í að verða þrjú ár. „Það má segja að meðvitundin hafi kviknað fyrir alvöru um tvítugt. Eldri bróðir minn gerðist grænmetisæta í tvö ár eftir að hafa orðið meðvitaður um verksmiðjubúskap og illa meðferð dýra. En það sem ýtti mér yfir línuna er í raun veiðimennska, eins undarlega og það hljómar. Fljótlega eftir að ég gerðist veiðimaður tók ég ákvörðun um að reyna að borða einungis kjöt af dýrum sem ég felldi sjálfur. Réttlætingin var þá sú að þá myndu þau allavega lifa frjáls í sínum náttúrulega heimkynnum þar til ég dræpi þau sjálfur,“ segir Kolbeinn. Að sögn Kolbeins er veiðimennskan tvíeggjað sverð þar sem hann hafði gaman að veiðunum og fann fyrir stolti. Á sama tíma átti hann erfitt með drápið og fann til með dýrinu. „Ég grét í bæði skiptin sem ég felldi hreindýr, hljóp til þeirra og klappaði þeim meðan lífið fjaraði út. Ég spurði mig oftar og oftar hvort það væri virkilega þess virði að gæsir sem pöruðu sig til lífstíðar og flygu hingað til lands fleiri hundruð kílómetra enduðu sem smásteikur á disknum mínum?“ Eftir að Kolbeinn hafði stundað veiðar í þrjú ár tók hann að sér hlutverk fjöldamorðingja í þáttaröð. Svo skemmtilega vildi til að morðinginn var vegan. „Fyrir forvitnissakir ákvað ég að prófa að vera á vegan fæði meðan á tökum stæði. Sú tilraun stendur bara enn yfir,“ segir Kolbeinn. Ást á setti Parið er Íslendingum að góðu kunnu fyrir leik sinn í spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Aldís sem jafnframt er handritshöfundur þáttanna lék Anítu á móti Kolbeini í hlutverki Salómons. Aldís og Kolbeinn kynntust við tökur á þáttaröðinni 2020 en byrjuðu saman árið 2022. Aldís og Kolbeinn í hlutverkum Anítu og Salómon í þáttaröðinni Svörtu sandar. Hér að neðan má finna þrjár girnilegar grænkerauppskriftir sem eru í uppáhaldi hjá parinu. Einfaldar tortillur fyrir tvö Tvær tortilla kökur Grænmeti- t.d. 1/2 sæt kartafla, 1 bolli brokkolí, 1/2 kúrbítur, 1/2 rauðlaukur eða hvað sem til er. Steikið upp úr hvítlauk og góðri olíu þar til eldað í gegn Sósa: 1 dós kókosmjólk 1 bolli tómatpassata eða 1/2 tómatpúrra 1-2 msk indversk kryddblanda- garam masala eða karrí Salt, krydd og tómatpúrra eftir smekk. Nokkrar vOstasneiðar (Violife feta eða rifinn ostur er frábær) settar á tortillakökurnar og svo grænmeti raðað ofan á. Hægt er að vefja þær saman og loka með tannstönglum áður en þessu er skellt í ofninn í 15 mínútur, annað hvort í eldföstu móti (lengur að hitna) eða beint á ofnplötu. Berið fram með guacamole, salsa, sýrðum Oatly rjóma og kóríander ef bragðlaukar leyfa! Tófú skál fyrir 2+ að hætti Kolla Sósa: 100ml hakkaðir tómatar eða tómatpassata 3 msk tamari- eða soja sósa 2 msk sesamolía 2 hvítlauksgeirar og 1-2 engifer þumlar saxaðir/pressaðir 1 msk hnetusmjör, Smá pipar, salt og chili fyrir þau sem vilja. Matur: Grænmeti (magn að vild) snöggsteikt, t.d. kúrbitur, laukur, paprika og brokkolí. Þessu haldið heitu á pönnu eða í ofni. Tofu-kubbur skorinn i teninga og steiktur upp úr olíu, smá salti og pipar. Þar eftir er sósunni helt út á. Þegar hún byrjar þykkna bætið þá við 2-4 msk af kókosmjólk. Slökkvið strax undir svo tófúið drekki ekki alla sósuna i sig. Berið fram með hrísgrjónum, toppað með sesamfræjum, kóríander og/eða vorlauk. Glutenlaus Pekanstykki að hætti Aldísar Botn: 1,5 bolli möndlu eða cashewhnetu mjöl. I bolli haframjöl (passa að kaupa GF ef um ofnæmi er að ræða) 1/2 tsk salt Hráefnum blaðan saman í matvinnsluvél. 40 gr brætt Naturli block smjör eða 30 gr kókosolía 3 msk síróp eða ferskar döðlur Allt maukað saman og bætt við blönduna. Þjappið blöndunni í bökunarform og bakið í tíu mínútur á 180 °C. Fylling: 50 gr Naturli Block smjör 100 gr kókosmjólk - mæli með að kæla kókosmjólkina svo hún aðskilji sig og nota efsta lagið, þar er mesta fitan. Ef hún er með bindiefni skiptir það ekki máli. 1/2 bolli síróp 1 tsk vanilla 3 msk hafra eða maísmjöl- eða sambærilegt. Rúmlega 2 bollar gróft saxaðar pecan hnetur. Valkvætt að bæta við 2 msk af hnetur- eða möndlusmjöri. Blandið öllu saman í skál og hellið yfir botninn. Bakið við 180 °C í 40 mínútur. Veganúar er nú í fullum gangi og hófst formlega 3. janúar. Átakið varir allan mánuðinn með það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.
Uppskriftir Ástin og lífið Vegan Tengdar fréttir „Ekkert betra en að byrja afmælisdaginn grátandi“ Aldís Amah Hamilton leikkona sendi kærastanum og leikaranum Kolbeini Arnbjörnssyni fallega afmæliskveðju á Instagram í tilefni af fertugsafmæli hans. Kveðjan var svo falleg að Kolbeinn felldi tár. 22. nóvember 2023 14:12 Fyrsta eitraða pillan komin í loftið Söngleikurinn Eitruð lítil pilla verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. 8. nóvember 2023 15:52 Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7. október 2023 07:01 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
„Ekkert betra en að byrja afmælisdaginn grátandi“ Aldís Amah Hamilton leikkona sendi kærastanum og leikaranum Kolbeini Arnbjörnssyni fallega afmæliskveðju á Instagram í tilefni af fertugsafmæli hans. Kveðjan var svo falleg að Kolbeinn felldi tár. 22. nóvember 2023 14:12
Fyrsta eitraða pillan komin í loftið Söngleikurinn Eitruð lítil pilla verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. 8. nóvember 2023 15:52
Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7. október 2023 07:01