Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 10:30 Ómar Ingi Magnússon á æfingu landsliðsins í Þýskalandi. Það kemur mikið til með að mæða á honum á EM. VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Sjá meira