Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 09:31 Everage Lee Richardson í leik með Breiðabliksliðinu þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Vísir/Bára Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. Richardson er með íslenskt ríkisfang og hann hefur spilað frábærlega með Breiðabliki undanfarin ár. „Það er allt að verða vitlaust í botnbaráttunni í þessari deild. Blikar unnu frábæran sigur á Haukum í síðustu umferð,“ sagði Stefán Árni Pálsson og beindi síðan umræðunni að Everage sem var mjög góður í leiknum. „Hans langbesti leikur í langan tíma,“ sagði Tómas Steindórsson en Everage skoraði 25 stig í sigri Blika á móti Haukum. „Það eru vendingar í gangi,“ sagði Stefán. „Ég fer alltaf upp með símann, ég hringi í gárungana og fer með eyrað að götunni. Það sem gatan segir núna er það að Everage Richardson ákvað það fyrir þennan leik að hann ætlaði losa sig frá Blikum,“ sagði Tómas. „Hann vildi ekki vera þarna áfram og samkvæmt mínum heimildum þá var hann búinn að segja Blikunum það að hann vildi fara um áramótin. Blikarnir sögðu þá ekkert mál: Ef þú vilt ekki spila hérna þá viljum við ekki halda þér hérna,“ sagði Tómas. „Svo kemur hann með pappírana um félagsskiptin en þar stendur Haukar,“ sagði Tómas en er hann þá á leiðinni í Hauka? „Nei. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. Blikar sitja í fallsæti en eru aðeins tveimur stigum á eftir Haukum. Það stefnir því í harða fallbaráttu á milli félaganna tveggja. „Þegar þú ert í fallbaráttu þá er ein leiðin að taka bara besta leikmanninn úr hinu liðinu til þín. Mjög góð taktík,“ sagði Stefán Árni. „Nú heyrist mér að Blikarnir ætli ekki að hleypa honum neitt. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. „Nú er algjör pattstaða en vitum að Everage hefur spilað fyrir Maté Dalmay í mörg tímabil og hann bara að fara þangað. Það er ekki búið að krota undir neitt og það verður forvitnilegt að sjá hvort Everage verði með Blikum eða hvort hann sé farinn í verkfall,“ sagði Tómas. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Framtíðin hjá Everage Subway-deild karla Breiðablik Haukar Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Richardson er með íslenskt ríkisfang og hann hefur spilað frábærlega með Breiðabliki undanfarin ár. „Það er allt að verða vitlaust í botnbaráttunni í þessari deild. Blikar unnu frábæran sigur á Haukum í síðustu umferð,“ sagði Stefán Árni Pálsson og beindi síðan umræðunni að Everage sem var mjög góður í leiknum. „Hans langbesti leikur í langan tíma,“ sagði Tómas Steindórsson en Everage skoraði 25 stig í sigri Blika á móti Haukum. „Það eru vendingar í gangi,“ sagði Stefán. „Ég fer alltaf upp með símann, ég hringi í gárungana og fer með eyrað að götunni. Það sem gatan segir núna er það að Everage Richardson ákvað það fyrir þennan leik að hann ætlaði losa sig frá Blikum,“ sagði Tómas. „Hann vildi ekki vera þarna áfram og samkvæmt mínum heimildum þá var hann búinn að segja Blikunum það að hann vildi fara um áramótin. Blikarnir sögðu þá ekkert mál: Ef þú vilt ekki spila hérna þá viljum við ekki halda þér hérna,“ sagði Tómas. „Svo kemur hann með pappírana um félagsskiptin en þar stendur Haukar,“ sagði Tómas en er hann þá á leiðinni í Hauka? „Nei. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. Blikar sitja í fallsæti en eru aðeins tveimur stigum á eftir Haukum. Það stefnir því í harða fallbaráttu á milli félaganna tveggja. „Þegar þú ert í fallbaráttu þá er ein leiðin að taka bara besta leikmanninn úr hinu liðinu til þín. Mjög góð taktík,“ sagði Stefán Árni. „Nú heyrist mér að Blikarnir ætli ekki að hleypa honum neitt. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. „Nú er algjör pattstaða en vitum að Everage hefur spilað fyrir Maté Dalmay í mörg tímabil og hann bara að fara þangað. Það er ekki búið að krota undir neitt og það verður forvitnilegt að sjá hvort Everage verði með Blikum eða hvort hann sé farinn í verkfall,“ sagði Tómas. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Framtíðin hjá Everage
Subway-deild karla Breiðablik Haukar Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira