„Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2024 23:07 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira