„Stórmót í handbolta er svona 60 prósent þjáning“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2024 09:00 Björgvin Páll stígur dansinn með strákunum okkar í Þýskalandi. vísir/vilhelm Á morgun mun Vísir birta fyrsta hlutann af nýjum þáttum landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar sem hann kallar „Ekki bara leikur“. Í þáttunum hleypir Björgvin Páll almenningi nær sér en áður og útskýrir á einlægan hátt hvernig það er að taka þátt á stórmóti í handbolta. „Það sem fólk er að fara hlusta á er í raun dagur í lífi markmanns. Á HM fyrir tæpu ári síðan ákvað ég að fara í gegnum einn dag og skrifa hjá mér allt sem ég var að hugsa. Daginn sem við spilum fyrsta leik mótsins. Markmið mitt með þessu er að gefa hlustendum smá innsýn inn í stórmót í handbolta. Stórmót í handbolta er nefnilega ekki bara einhver sjö krútt að kasta bolta á milli sín,“ segir Björgvin og bætir við. Innsýn í hugarheims leikmanns „Stórmót í handbolta er, í það minnsta fyrir mig, kannski svona 60 prósent þjáning og 40 prósent eitthvað annað. Hér fær fólk smá innsýn inn í minn hugarheim og af hverju þetta er í mínum huga ekki bara leikur.“ Hér er um þríleik að ræða sem heita: Fyrir leik. Leikurinn og Eftir leik. Fyrsti hluti fer í loftið á Vísi á morgun. Annar hluti fer í loftið á föstudag, er fyrsti leikur Íslands á EM fer fram, og lokahlutinn er svo í birtingu daginn eftir leik. Þetta er ekki eina efnið sem Björgvin Páll sendir frá sér í aðdraganda mótsins en barnabókin hans – Barn verður forseti – er einnig að koma út á hljóðformi. Alls ekki of mikið að gera „Ég vildi koma henni út á hljóðformi á mínum miðlum svo boðskapur bókarinnar skili sér til fleiri og ekki bara þeirra sem hafa lesið bókina. Vonandi tekur fólk vel í það,“ segir Björgvin Páll en mun það ekkert trufla hann að standa í öllu þessu á stórmóti? „Nei, alls ekki. Öll þessi vinna átti sér stað fyrir einhverju síðan og ég er með fólk í því heima að deila þessu á öllum miðlunum mínum á meðan mótinu stendur. Hausinn verður algjörlega í því að standa mig fyrir íslenska landsliðið í Þýskalandi.“ Hér að neðan má sjá smá stiklu fyrir fyrsta þáttinn sem fer í birtingu klukkan 09.00 á Vísi á morgun. Klippa: Stikla fyrir Ekki bara leikur Landslið karla í handbolta Besta sætið EM 2024 í handbolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Sjá meira
„Það sem fólk er að fara hlusta á er í raun dagur í lífi markmanns. Á HM fyrir tæpu ári síðan ákvað ég að fara í gegnum einn dag og skrifa hjá mér allt sem ég var að hugsa. Daginn sem við spilum fyrsta leik mótsins. Markmið mitt með þessu er að gefa hlustendum smá innsýn inn í stórmót í handbolta. Stórmót í handbolta er nefnilega ekki bara einhver sjö krútt að kasta bolta á milli sín,“ segir Björgvin og bætir við. Innsýn í hugarheims leikmanns „Stórmót í handbolta er, í það minnsta fyrir mig, kannski svona 60 prósent þjáning og 40 prósent eitthvað annað. Hér fær fólk smá innsýn inn í minn hugarheim og af hverju þetta er í mínum huga ekki bara leikur.“ Hér er um þríleik að ræða sem heita: Fyrir leik. Leikurinn og Eftir leik. Fyrsti hluti fer í loftið á Vísi á morgun. Annar hluti fer í loftið á föstudag, er fyrsti leikur Íslands á EM fer fram, og lokahlutinn er svo í birtingu daginn eftir leik. Þetta er ekki eina efnið sem Björgvin Páll sendir frá sér í aðdraganda mótsins en barnabókin hans – Barn verður forseti – er einnig að koma út á hljóðformi. Alls ekki of mikið að gera „Ég vildi koma henni út á hljóðformi á mínum miðlum svo boðskapur bókarinnar skili sér til fleiri og ekki bara þeirra sem hafa lesið bókina. Vonandi tekur fólk vel í það,“ segir Björgvin Páll en mun það ekkert trufla hann að standa í öllu þessu á stórmóti? „Nei, alls ekki. Öll þessi vinna átti sér stað fyrir einhverju síðan og ég er með fólk í því heima að deila þessu á öllum miðlunum mínum á meðan mótinu stendur. Hausinn verður algjörlega í því að standa mig fyrir íslenska landsliðið í Þýskalandi.“ Hér að neðan má sjá smá stiklu fyrir fyrsta þáttinn sem fer í birtingu klukkan 09.00 á Vísi á morgun. Klippa: Stikla fyrir Ekki bara leikur
Landslið karla í handbolta Besta sætið EM 2024 í handbolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Sjá meira