Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2024 12:13 Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, sem er írakskur vopnahópur sem nýtur stuðnings Írans og hefur komið að árásum á bandaríska hermenn þar í landi. AP/Hadi Mizban Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. Talsmaður ríkisstjórnar Íraks sagði í gærkvöldi að árásin væri gróft brot á fullveldi Íraks og líkti henni við hryðjuverk. Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, vopnahóps sem leiðtoginn tilheyrði, en hann hét Abu Taqwa. Hann var einnig einn af leiðtogum PMF-sveitanna svokölluðu (Popular Mobilization Force) en það eru regnhlífarsamtök vopnaðra hópa sem myndaðir voru til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. PMF-sveitirnar heyra formlega undir írakska herinn en eru í raun sjálfstæðar. Margar sveitanna tengjast klerkastjórn Írans nánum böndum. Harakat al-Nujaba hópurinn var árið 2019 skilgreindur af yfirvöldum í Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn segja Abu Taqwa hafa komið að skipulagningu árása á bandaríska hermenn í Írak, í kjölfar átakanna milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Víga- og vopnahópar tengdir Íran hafa gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í bæði Írak og Sýrlandi á undanförnum vikum. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að árásirnar hefðu verið minnst 115. Bandaríkjamenn höfðu hingað til brugðist við þeim árásum með örfáum loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Hingað til hafa árásirnar í Írak beinst að öðrum vígahópum sem tengjast Íran, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Í yfirlýsingu sem ráðuneytið gaf út í gær segja Bandaríkjamenn að árásin á Abu Taqwa hafi verið nauðsynleg. Hún hafi verið gerð í sjálfsvörn og að engir óbreyttir borgarar hafi fallið í henni. Í árásinni var dróni notaður til að skjóta eldflaug að bíl sem var fyrir utan höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba. Auk Abu Taqwa féllu tveir aðrir í árásinni. Talsmaður Írakska hersins hefur einnig gagnrýnt Bandaríkjamenn vegna árásarinnar. Bandarískir hermenn börðust gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem gera enn reglulega árásir í Írak, þó samtökin hafi misst yfirráðasvæði þeirra í landinu. Undanfarin ár hafa hermennirnir unnið að þjálfun írakskra öryggissveita. Leiðtogar írakskra vopna- og vígahópa sem tengjast Íran hafa eins og áður segir gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn, með því yfirlýsta markmiði að þeir yfirgefi Írak. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sem er sagður vinveittur Íran, lýsti því yfir í síðustu viku að ríkisstjórn hans væri að vinna að því að binda enda á veru erlendra hermanna í landinu. Írak Bandaríkin Hernaður Íran Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnar Íraks sagði í gærkvöldi að árásin væri gróft brot á fullveldi Íraks og líkti henni við hryðjuverk. Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, vopnahóps sem leiðtoginn tilheyrði, en hann hét Abu Taqwa. Hann var einnig einn af leiðtogum PMF-sveitanna svokölluðu (Popular Mobilization Force) en það eru regnhlífarsamtök vopnaðra hópa sem myndaðir voru til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. PMF-sveitirnar heyra formlega undir írakska herinn en eru í raun sjálfstæðar. Margar sveitanna tengjast klerkastjórn Írans nánum böndum. Harakat al-Nujaba hópurinn var árið 2019 skilgreindur af yfirvöldum í Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn segja Abu Taqwa hafa komið að skipulagningu árása á bandaríska hermenn í Írak, í kjölfar átakanna milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Víga- og vopnahópar tengdir Íran hafa gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í bæði Írak og Sýrlandi á undanförnum vikum. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að árásirnar hefðu verið minnst 115. Bandaríkjamenn höfðu hingað til brugðist við þeim árásum með örfáum loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Hingað til hafa árásirnar í Írak beinst að öðrum vígahópum sem tengjast Íran, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Í yfirlýsingu sem ráðuneytið gaf út í gær segja Bandaríkjamenn að árásin á Abu Taqwa hafi verið nauðsynleg. Hún hafi verið gerð í sjálfsvörn og að engir óbreyttir borgarar hafi fallið í henni. Í árásinni var dróni notaður til að skjóta eldflaug að bíl sem var fyrir utan höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba. Auk Abu Taqwa féllu tveir aðrir í árásinni. Talsmaður Írakska hersins hefur einnig gagnrýnt Bandaríkjamenn vegna árásarinnar. Bandarískir hermenn börðust gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem gera enn reglulega árásir í Írak, þó samtökin hafi misst yfirráðasvæði þeirra í landinu. Undanfarin ár hafa hermennirnir unnið að þjálfun írakskra öryggissveita. Leiðtogar írakskra vopna- og vígahópa sem tengjast Íran hafa eins og áður segir gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn, með því yfirlýsta markmiði að þeir yfirgefi Írak. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sem er sagður vinveittur Íran, lýsti því yfir í síðustu viku að ríkisstjórn hans væri að vinna að því að binda enda á veru erlendra hermanna í landinu.
Írak Bandaríkin Hernaður Íran Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03